19. janúar 2023 kl. 16:00,
utan bæjarskrifstofu
Fundinn sátu
- Erla Edvardsdóttir (EE) formaður
- Leifur Ingi Eysteinsson (LIE) varaformaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) aðalmaður
- Atlas Hendrik Ósk Dagbjartsson (AHÓD) aðalmaður
- Katarzyna Krystyna Krolikowska (KKr) áheyrnarfulltrúi
- Margrét Gróa Björnsdóttir (MGB) áheyrnarfulltrúi
- Edda Ragna Davíðsdóttir menningarsvið
- Guðbjörg Linda Udengard (LU) framkvæmdastjóri fræðslusviðs
- Sigurður Brynjar Guðmundsson menningarsvið
Fundargerð ritaði
Edda Davíðsdóttir Tómstunda- og forvarnarfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Vetrarfrí 2023 - dagskrá202301318
Vetrarfí í grunnskólum - tillögur að sameiginlegri dagskrá
Dagana 17. - 20. febrúar næstkomandi verður vetrarfrí grunnskólanna í Mosfellsbæ. Íþrótta-og tómstundanefnd leggur til að auka fjölbreyttni á því starfi sem hefur verið í boði og gera þessa daga að góðri upplifun fyrir börn og fjölskyldur í Mosfellsbæ.
Íþrótta- og tómstundanefnd felur starfsmönnum Fræðslu- og frístundasviðsins að skipuleggja og halda utanum verkefnið í góðu samstarfi við íþrótta-og tómstundafélög og aðra þá aðila sem að verkefninu koma.2. Íþróttafólk Mosfellsbæjar 2022202212126
íþróttafólk Mosfellbæjar - undirbúningur
Íþróttafólk Mosfellsbæjar 2022 heiðrað.
18 voru tilnefndir að þessu sinni. Eins og áður gafst bæjarbúum kostur á, ásamt íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar, að kjósa Íþróttafólk ársins 2022.Á sama tíma var þjálfari ársins lið ársin og sjálfboðaliði ársins heiðruð.
Íþróttafólk ársins í Mosfellsbæ 2022 er
Anton Ari Einarsson knattspyrnumaður hjá Breiðablik og
Thelma Dögg Grétarsdóttir Blakkona frá AftureldinguAfrekslið Mosfellsbæjar 2022 er Meistaraflokkur kvenna úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar.
þjálfari ársins 2022 er Davíð Gunnlaugsson þjálfari hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar.
Sjálfboðaliði ársins 2022 er Guðrún Kristín Einarsdóttir Formaður Blakdeildar Afturelding.
Íþrótta og tómstundanefnd Mosfellsbæjar óskar öllum hluteigandi innilega til hamingju.