Mál númer 202503700
- 3. apríl 2025
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1664
Erindi frá SSH varðandi stofnun opinbers hlutafélags um almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu lagt fram til afgreiðslu.
Páll Björgvin Guðmundsson, framkvæmdastjóri SSH kom á fundinn og kynnti málið ásamt Hildigunni Hafsteinsdóttur, lögfræðingi SSH og Birgi Birni Sigurjónssyni, ráðgjafa.
Bæjarráð þakkar fulltrúum SSH fyrir greinargóða kynningu.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að Mosfellsbær taki þátt í stofnun nýs opinbers hlutafélags um almenningssamgöngur, Almenningssamgöngur ohf., á grundvelli fyrirliggjandi stofngagna. Stofnframlag nýs félags er 1 ma.kr. og ber Mosfellsbær 3,65% eða 36,5 m.kr. sem greiðist með átta mánaðarlegum greiðslum. Framlagið rúmast innan núverandi fjárhagsáætlunar. Bæjarráð veitir bæjarstjóra fullt umboð til að undirrita stofnskjöl félags um stofnun Almenningssamgangna ohf., þ.e. samþykktir, stofnsamning og hluthafasamkomulag, fyrir hönd Mosfellsbæjar.