16. febrúar 2024 kl. 10:00,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
- Þór Sigurþórsson
Fundargerð ritaði
Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Hamrabrekkur 4 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1,202401588
Egill Þórir Einarsson Vættaborgum 38 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr timbri frístundahús á lóðinni Hamrabrekkur nr. 4 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: 129,9 m², 378,0 m³.
Vísað til umsagnar skipulagsnefndar og skipulagsfulltrúa
þar sem ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu.2. Hlíðartún 2A-2B - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2,202401629
Arnarbakki ehf. Huldubraut 48 Kópavogi sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu parhús á einni hæð á lóðinni Hlíðartún nr. 2A og 2B, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: Hlíðartún 2A: Íbúð 122,0 m², 366,54 m³. Hlíðartún 2B: Íbúð 131,9 m², 401,36 m³.
Vísað til umsagnar skipulagsnefndar og skipulagsfulltrúa
þar sem ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu.