26. september 2024 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
- Valdimar Birgisson (VBi) varamaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) varamaður
- Guðmundur Hreinsson (GH) vara áheyrnarfulltrúi
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
Fundargerð ritaði
Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir upplýsinga- og skjalastjóri
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Stöðuyfirlit framkvæmda eignasjóðs202409440
Kynning á stöðu framkvæmda miðað við stöðu í september 2024.
Óskar Gísli Sveinsson, deildarstjóri eignasjóðs, kynnti stöðu framkvæmda í september 2024.
Gestir
- Óskar Gísli Sveinsson, deildarstjóri eignasjóðs
2. Starfs- og fjárhagsáætlun svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins 2025202409346
Fjárhagsáætlun svæðisskipulagsnefndar fyrir árið 2025 lögð fram til samþykktar. Jafnframt er tillaga að starfsáætlun svæðisskipulagsnefndar fyrir tímabilið október 2024 til júní 2025 lögð fram til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum fyrirliggjandi fjárhagsáætlun SSH fyrir árið 2025 og vísar henni til afgreiðslu fjárhagsáætlunar. Starfsáætlun svæðisskipulagsnefndar er vísað til meðferðar skipulagsnefndar.
3. Hlégarður - umsagnarbeiðni vegna sveitaballs202409473
Frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu beiðni um umsögn vegna umsóknar um tímabundið tækifærisleyfi vegna sveitaballs í Hlégarði.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gera ekki athugasemd við fyrirliggjandi beiðni um tímabundið tækifærisleyfi vegna sveitaballs í Hlégarði 12. október nk.