27. febrúar 2024 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Erla Edvardsdóttir (EE) formaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) aðalmaður
- Katarzyna Krystyna Krolikowska (KKr) áheyrnarfulltrúi
- Margrét Gróa Björnsdóttir (MGB) áheyrnarfulltrúi
- Hjörtur Örn Arnarson (HÖA) aðalmaður
- Guðrún Þórarinsdóttir (GÞ) aðalmaður
- Þorbjörg Sólbjartsdóttir (ÞS) varamaður
- Edda Ragna Davíðsdóttir fræðslu- og frístundasvið
- Arnar Jónsson sviðsstjóri menningar-, íþrótta- og lýðheilsusviðs
- Guðjón Svansson menningar-, íþrótta- og lýðheilsusvið
Fundargerð ritaði
Edda Davíðsdóttir Tómstunda- og forvarnarfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Ungt fólk 2023 - niðurstöður könnunar.202401300
Ungt fólk 2023 - niðurstöður könnunar.
Kynning á niðurstöðum í könnun Rannsóknar og greiningar meðal nemenda í 5.-10. bekk í Mosfellsbæ sem fram fór í desember 2023. Rannsóknin nær meðal annars til líðan barna, svefns, þátttöku í íþrótta- og tómstundastarfi, samveru við foreldra og vímuefnanotkunar.
Farið yfir áætlanir og viðbrögð við niðurstöðunum og vinnu við forvarnir hjá Mosfellsbæ í kjölfarið.
2. Erindi Ungmennafélagsins Aftureldingar varðandi útleigu á lausum tímum í Fellinu202402401
Útleiga á lausum tímum í Fellinu
Sviðsstjóra menningar-, íþrótta- og lýðheilsumála falið að undirbúa umsögn um erindið og leggja hana fram á næsta fundi íþrótta- og tómstundanefndar.
3. Tillaga um reglur um styrki til íþróttafólks vegna ferðakostnaðar.202312275
Tillaga um reglur um styrki til íþróttafólks vegna ferðakostnaðar.
Afgreiðsla bæjarráðs lögð fram til kynningar.
4. Ósk um styrk til borðtennisfélags Mosfellsbæjar.202312298
Ósk um styrk frá Borðtennisfélagi Mosfellsbæjar.
Sviðsstjóra menningar-, íþrótta- og lýðheilsumála falið að undirbúa umsögn um erindið og leggja hana fram á næsta fundi íþrótta- og tómstundanefndar.
5. Þjónusta sveitarfélaga 2023 - Gallup202402382
Niðurstöður könnunar um þjónustu sveitarfélaga fyrir árið 2023 lagðar fram til kynningar.
Á fund íþrótta- og tómstundanefndar mætti Ólafía Dögg Ásgerisdóttir, skrifstofustjóri umbóta- og þróunar og fór yfir helstu niðurstöður könnunar Gallup á þjónustu sveitarfélaga árið 2023.
Gestir
- Ólafía Dögg Ásgeirsdóttir