17. júlí 2023 kl. 13:45,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Flugumýri 6 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1,202304017
Skipulagsfulltrúi samþykkti á 67. fundi sínum að grenndarkynna umsókn um byggingarleyfi og byggingaráform fyrir viðbyggingu atvinnuhúss að Flugumýri 6, í samræmi við gögn dags. 24.03.2023. Áformin voru kynnt á vef Mosfellsbæjar, mos.is, og með grenndarkynningarbréfi og gögnum sem send voru til allra skráðra og þinglýstra eigenda húshluta og fastanúmera að Flugumýri 6 og 8. Athugasemdafrestur var frá 12.05.2023 til og með 12.06.2023. Engar athugasemdir bárust.
Þar sem engar athugasemdir bárust við kynnt áform, með vísan í 4. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og afgreiðsluheimildir skipulagsfulltrúa í samþykktum um stjórn Mosfellsbæjar, teljast áformin samþykkt og er byggingarfulltrúa heimilt að afgreiða erindi og gefa út byggingarleyfi þegar að umsókn samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010, byggingarreglugerð nr. 112/2012 og kynntum gögnum.
2. Óskotsvegur 12 - Úlfarsfellsland 125531 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi202302182
Skipulagsnefnd samþykkti á 590. fundi sínum að auglýsa og kynna tillögu að deiliskipulagsbreytingu vegna óbyggðra sumarhúsalóða við norðanvert Hafravatn lóðir L125531 og L204619 (Óskotsveg 12 og 14), í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felur í sér aukningu á byggingarmagni tveggja lóða úr 70,0 m² í 90,0 m², sem þá verður hámarks fermetrafjöldi á lóð fyrir frístundahús með eða án geymslu eða gestahúss. Deiliskipulagsbreytingin var framsett í skalanum 1:2000, unnin af Arkitektastofunni Austurvöllur, dags. 05.06.2023. Tillaga að breytingu var kynnt og aðgengileg á vef sveitarfélagsins, mos.is, og auglýst með kynningarbréfi auk gagna sem send voru til aðliggjandi landeigenda lóða L125530, L125523, L175250, L191851, L192886, L125533 og L209044. Athugasemdafrestur var frá 13.06.2023 til og með 13.07.2023. Engar athugasemdir bárust.
Þar sem engar athugasemdir bárust við tillöguna, með vísan í 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og afgreiðsluheimildir skipulagsfulltrúa í samþykktum um stjórn Mosfellsbæjar, skoðast tillagan samþykkt og mun skipulagsfulltrúi annast afgreiðslu deiliskipulagsins skv. 1. mgr. 42.gr. sömu laga.
- FylgiskjalAugl_Grenndarkynning á vef Mosfellsbæjar.pdfFylgiskjalÚtsend grenndarkynningargögn.pdfFylgiskjalOskotsvegur_12-14-Deiliskip.breyting.pdfFylgiskjalÓskotsvegur 12 og 14 Mos.is.pdfFylgiskjalSkipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 590 (11.5.2023) - Óskotsvegur 12 - Úlfarsfellsland 125531 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi.pdf
3. Óskotsvegur 14 - Úlfarsfellsland 204619 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi202302181
Skipulagsnefnd samþykkti á 590. fundi sínum að auglýsa og kynna tillögu að deiliskipulagsbreytingu vegna óbyggðra sumarhúsalóða við norðanvert Hafravatn lóðir L125531 og L204619 (Óskotsveg 12 og 14), í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felur í sér aukningu á byggingarmagni tveggja lóða úr 70,0 m² í 90,0 m², sem þá verður hámarks fermetrafjöldi á lóð fyrir frístundahús með eða án geymslu eða gestahúss. Deiliskipulagsbreytingin var framsett í skalanum 1:2000, unnin af Arkitektastofunni Austurvöllur, dags. 05.06.2023. Tillaga að breytingu var kynnt og aðgengileg á vef sveitarfélagsins, mos.is, og auglýst með kynningarbréfi auk gagna sem send voru til aðliggjandi landeigenda lóða L125530, L125523, L175250, L191851, L192886, L125533 og L209044. Athugasemdafrestur var frá 13.06.2023 til og með 13.07.2023. Engar athugasemdir bárust.
Þar sem engar athugasemdir bárust við tillöguna, með vísan í 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og afgreiðsluheimildir skipulagsfulltrúa í samþykktum um stjórn Mosfellsbæjar, skoðast tillagan samþykkt og mun skipulagsfulltrúi annast afgreiðslu deiliskipulagsins skv. 1. mgr. 42.gr. sömu laga.
4. Leirutangi 17A - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2,202306580
Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Arnari Má Hafþórssyni, dags. 23.6.2023, fyrir viðbyggingu húss að Leirutanga 17A. Um er að ræða stækkun stofu til suðurs, viðbygging sólskála, um brúttó 13,2 m2, í samræmi við gögn unnin af PRV hönnun dags. 11.06.2023
Þar sem að ekki er í gildi deiliskipulag fyrir svæðið sem uppfyllir ákvæði skipulagslaga nr. 123/2010 og skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 samþykkir skipulagsfulltrúi, í samræmi við afgreiðsluheimildir skipulagsfulltrúa í samþykktum um stjórn Mosfellsbæjar, að byggingarleyfisumsóknin skuli grenndarkynnt skv. 1. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga. Fyrirliggjandi gögn skulu send aðliggjandi hagaðilum og eigendum húsa Leirutanga 13A, 13B, 15, 21A og 21B, til umsagnar. Auk þess verða gögn aðgengileg á vef Mosfellsbæjar, mos.is.
5. Leirutangi 17B - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2,202306579
Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Kristmundi Jóni Hjaltasyni, dags. 23.6.2023, fyrir viðbyggingu húss að Leirutanga 17A. Um er að ræða stækkun stofu til suðurs, viðbygging sólskála, um brúttó 13,2 m2, í samræmi við gögn unnin af PRV hönnun dags. 11.06.2023
Þar sem að ekki er í gildi deiliskipulag fyrir svæðið sem uppfyllir ákvæði skipulagslaga nr. 123/2010 og skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 samþykkir skipulagsfulltrúi, í samræmi við afgreiðsluheimildir skipulagsfulltrúa í samþykktum um stjórn Mosfellsbæjar, að byggingarleyfisumsóknin skuli grenndarkynnt skv. 1. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga. Fyrirliggjandi gögn skulu send aðliggjandi hagaðilum og eigendum húsa Leirutanga 13A, 13B, 15, 21A og 21B, til umsagnar. Auk þess verða gögn aðgengileg á vef Mosfellsbæjar, mos.is.