Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

21. maí 2024 kl. 13:30,
í Kjarna


Fundinn sátu

  • Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Hamra­brekk­ur 4 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild - Flokk­ur 1,202401588

    Skipulagsfulltrúi samþykkti á 75. fundi sínum að grenndarkynna umsókn um byggingarleyfi og byggingaráform vegna nýbyggingar frístundahúss að Hamrabrekkum 4. Um er að ræða 129,9 m² einnar hæðar timburhús, í samræmi við gögn. Tillagan var kynnt og gögn höfð aðgengileg á vef sveitarfélagsins, mos.is, og auglýst með kynningarbréfi auk gagna, sem send voru til þinglýstra eigenda lóða að Hamrabrekkum 2, 3, 4, 5, 6 og Miðdalslandi L221372. Athugasemdafrestur var frá 27.03.2024 til og með 30.04.2024. Engar athugasemdir bárust.

    Þar sem eng­ar at­huga­semd­ir bár­ust við kynnt áform, með vís­an í 44. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 og af­greiðslu­heim­ild­ir skipu­lags­full­trúa í sam­þykkt­um um stjórn Mos­fells­bæj­ar, sam­þykk­ir skipu­lags­full­trúi áformin og er bygg­ing­ar­full­trúa heim­ilt að af­greiða er­indi og gefa út bygg­ing­ar­leyfi þeg­ar að um­sókn sam­ræm­ist lög­um um mann­virki nr. 160/2010, bygg­ing­ar­reglu­gerð nr. 112/2012 og kynnt­um gögn­um.

    • 2. Hlíð­ar­tún 2A-2B - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 2,202401629

      Skipulagsfulltrúi samþykkti á 75. fundi sínum að grenndarkynna umsókn um byggingarleyfi og byggingaráform fyrir íbúðarhús að Hlíðartúni 2A-2B. Um er að ræða steinsteypt einnar hæðar parhús, Hlíðartún 2A, 122,0 m² og Hlíðartún 2B, 131,9 m², í samræmi við gögn. Um er að ræða breytt áform frá grenndarkynningu sömu lóðar, dags. 19.01.2023. Tillagan var kynnt og gögn höfð aðgengileg á vef sveitarfélagsins, mos.is, og auglýst með kynningarbréfi auk gagna sem send voru til þinglýstra eigenda að Aðaltúni 6, 8, 10, 12, 14, 16, Hlíðartúni 2, 2a og 2b og Lækjartúni 1. Athugasemdafrestur var frá 11.04.2024 til og með 13.05.2024. Umsögn barst frá Sighvati Elefsen, Aðaltúni 14, dags. 23.04.2024. Ekki var um efnislegar athugasemdir að ræða.

      Þar sem eng­ar efn­is­leg­ar at­huga­semd­ir bár­ust við kynnt áform, með vís­an í 44. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 og af­greiðslu­heim­ild­ir skipu­lags­full­trúa í sam­þykkt­um um stjórn Mos­fells­bæj­ar, sam­þykk­ir skipu­lags­full­trúi áformin og er bygg­ing­ar­full­trúa heim­ilt að af­greiða er­indi og gefa út bygg­ing­ar­leyfi þeg­ar að um­sókn sam­ræm­ist lög­um um mann­virki nr. 160/2010, bygg­ing­ar­reglu­gerð nr. 112/2012 og kynnt­um gögn­um.
      Í ljósi þess að hús eru hönn­uð með að­komu og inn­göng­um frá Að­al­túni en ekki Hlíð­ar­túni mun Skipu­lags­full­trúi fram­kvæmda stað­fanga­breyt­ingu lóð­ar úr Hlíð­ar­túni 2A-2B í Að­altún 2-4, með vís­an í reglu­gerð um skrán­ingu stað­fanga nr. 577/2017.

    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 14:00