30. júní 2025 kl. 11:00,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Júlía Rós Kristinsdóttir aðalmaður
- Baldur Ari Hjörvarsson aðalmaður
- Ársól Ella Hallsdóttir aðalmaður
- Grettir Þór Gunnarsson aðalmaður
- Edda Ragna Davíðsdóttir fræðslu- og frístundasvið
- Emma Íren Egilsdóttir fræðslu- og frístundasvið
Fundargerð ritaði
Edda Davíðsdóttir Tómstundafulltrúi Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Krakka Mosó 2025202410207
Kynning á verkefnum sem að hlutu brautagengi í kosningum Krakka Mosó 2025 og á tillögum um framkvæmd þeirra verkefna.
Auður fer yfir og kynnir þau verkefni sem hlutu brautargengi og tillögu um framkvæmd verkefnanna sem lögð var fyrir bæjarráð þ. 26. júní sl. Bæjarráð óskaði eftir samráði vegna útfærslu á verkefni 3 eins og því er lýst í tillögunni.
Ungmennaráð gerir ekki athugasemd við breytingu á verkefni úr fjögurra arma rólu í tveggja arma rólu. Þeim hugnast ekki að setja upp tvær eins tveggja arma rólur, og styðja þá leið að leiksvæðið verði gert enn fjölbreyttara með klifurgrind, litlu snúningstæki, bekk og borði.Þá var rætt um verkefni 1, þrautabraut í vatni á Stekkjarflöt. Fram komu áhyggjur af öryggi, með tilliti til dýptar vatnsins. Heiða garðyrkjustjóri fór yfir fyrirhugaða útfærslu verkefnisins, sem sett verður upp í samstarfi við skátafélagið Mosverja.
Einnig fóru fram umræður um skemmdarverk í Ævintýragarðinum og hvernig mætti koma í veg fyrir frekari skemmdaverk.Gestir
- Heiða Ágústsdóttir Garðyrkjustóri
- Eva Dögg Guðmundsdóttir
- Nadía Líf Birgisdóttir
- Auður Halldórsdóttir, Forstöðumaður bókasafns og menningarmála
2. Í túninu heima 2025202505612
Kynning á drögum að dagskrá bæjarhátíðarinnar Í túninu heima.
Auður skýrði frá fyrirhuguðum breytingum á dagskrá bæjarhátíðarinnar Í túninu heima. Ákveðið hefur verið að breyta fyrirkomulagi stórtónleika á Miðbæjartorgi, sem hafa farið fram á laugardagskvöldi, en munu í ár fara fram á sunnudagseftirmiðdag á Hlégarðstúni. Ungmennaráð sýndi þessari ákvörðun skilning en spurði hvort einhver dagskrá væri áætluð á laugardagskvöld þess í stað.
Auður og Emma hvöttu ungmennaráð til að koma með hugmyndir af viðburðum fyrir ungt fólk á hátíðinni, bæði sem að ráðið vill sjálft standa fyrir, og sem þau vilja sjá á dagskrá. Þau munu kalla eftir hugmyndum hjá ungu fólki á samfélagsmiðlum og á viðburðum í Vinnuskólanum.