4. mars 2008 kl. 07:00,
bæjarráðssal
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Hjallahlíð 11, óleyfisbygging200802129
Byggingarfulltrúi hefur án árangurs gert athugasemdir við óleyfisbyggingu á lóðinni, sbr. áður framlögð bréf. Lögð verður fram tillaga um meðferð málsins.
Byggingarfulltrúi hefur án árangurs gert athugasemdir við óleyfisbyggingu á lóðinni, sbr. áður framlögð bréf.%0DSkipulags- og bygginganefnd ítrekar athugasemdir byggingafulltrúa í samræmi við erindi hans frá 8. nóvember 2007 og 7. febrúar 2008 þar sem húseiganda að Hjallahlíð 11 er gefinn kostur á að gera grein fyrir óleyfisframkvæmdum á lóðinni.%0DVerði erindinu ekki svarað innan 14 daga leggur nefndin til við bæjarstjórn að farið verði með afgreiðslu þess í samræmi við 56. og 57 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 135/1997 með síðari viðbótum og ákveði dagsektir þar til úr hefur verið bætt.
2. Skarhólabraut, deiliskipulag200711234
Tillaga að deiliskipulagi var auglýst skv. 25. gr. s/b-laga ásamt umhverfisskýrslu þann 4. janúar 2008 með athugasemdafresti til 15. febrúar 2008. Athugasemd dags. 30. janúar 2008 barst frá Eddu Gísladóttur. Umsagnir um umhverfisskýrslu bárust frá Skipulagsstofnun, dags. 11. febrúar 2008, og frá Umhverfisstofnun, dags. 18. febrúar 2008. Framhaldsumfjöllun frá 223. fundi. Kynntar verða nánari athuganir á hljóðvistarmálum.
Tillaga að deiliskipulagi var auglýst skv. 25. gr. s/b-laga ásamt umhverfisskýrslu þann 4. janúar 2008 með athugasemdafresti til 15. febrúar 2008. Athugasemd dags. 30. janúar 2008 barst frá Eddu Gísladóttur. Umsagnir um umhverfisskýrslu bárust frá Skipulagsstofnun, dags. 11. febrúar 2008, og frá Umhverfisstofnun, dags. 18. febrúar 2008. Framhaldsumfjöllun frá 223. fundi. Kynntar voru nánari athuganir á hljóðvistarmálum og lögð fram drög að svörum við athugasemd og umsögnum.%0DNefndin samþykkir framlögð drög að svörum og leggur til að tillagan verði samþykkt skv. 25. gr. s/b-laga og skipulagsfulltrúa falið að annast gildistökuferlið.
3. Erindi Guðmundar A. Jónssonar varðandi bifreiðarstæði í Álafosskvosinni200707072
Guðmundur A. Jónsson ítrekar þann 19. febrúar ósk sína frá 11. júlí 2007 um úthlutun þriggja skammtímastæða fyrir framan verslun sína að Álafossvegi 23. Nefndin vísaði á 206. fundi fyrra erindi til umfjöllunar í tengslum við deiliskipulag Álafosskvosar. Frestað á 223. fundi.
Guðmundur A. Jónsson ítrekar þann 19. febrúar ósk sína frá 11. júlí 2007 um úthlutun þriggja skammtímastæða fyrir framan verslun sína að Álafossvegi 23. Nefndin vísaði á 206. fundi fyrra erindi til umfjöllunar í tengslum við deiliskipulag Álafosskvosar. Frestað á 223. fundi.%0DNefndin vísar enn til þess að deiliskipulag Álafosskvosarinnar er í endurskoðun. Starfsmönnum jafnframt falið að ræða við bréfritara.
4. Miðdalsland 125214, ósk um skiptingu frístundalóðar200801313
Jón Þ. Magnússon og Björg Jónsdóttir fara þann 17. febrúar 2008 fram á að nefndin endurskoði ákvörðun sína á 221. fundi um hámarksstærð frístundahúsa á lóð þeirra í Miðdalslandi. Frestað á 223. fundi.
Jón Þ. Magnússon og Björg Jónsdóttir fara þann 17. febrúar 2008 fram á að nefndin endurskoði ákvörðun sína á 221. fundi um hámarksstærð frístundahúsa á lóð þeirra í Miðdalslandi. Frestað á 223. fundi.%0DNefndin ítrekar ákvörðun sína frá 221. fundi og tekur fram að hún telur tilvik þau, sem nefnd eru í erindinu sem dæmi um að leyfð hafi verið stærri hús, ekki sambærileg, m.a. vegna ólíkrar staðsetningar.
5. Helgafellsmelar við Köldukvísl, ósk um endurskoðun á aðalskipulagi200802157
Níels Hauksson, Marta Hauksdóttir og Hilmar Konráðsson f.h. Helgafellshlíðar ehf. óska þann 13. febrúar 2008 eftir því að landnotkun í aðalskipulagi á Helgafellsmelum milli Köldukvíslar og Þingvallavegar verði breytt og þar gert ráð fyrir þjónustu- og iðnaðarbyggð. Frestað á 223. fundi.
Níels Hauksson, Marta Hauksdóttir og Hilmar Konráðsson f.h. Helgafellshlíðar ehf. óska þann 13. febrúar 2008 eftir því að landnotkun í aðalskipulagi á Helgafellsmelum milli Köldukvíslar og Þingvallavegar verði breytt og þar gert ráð fyrir þjónustu- og iðnaðarbyggð. Frestað á 223. fundi.%0DErindinu er vísað til yfirstandandi endurskoðunar aðalskipulags.
6. Fyrirspurn Lögmanna Árbæ varðandi byggingu EGS ehf. í Kvíslartungu 47 og 49200711249
Lagt fram minnisblað byggingarfulltrúa dags. 28. febrúar 2008 og tvö bréf Lögmanna Árbæ SLF, dags. 20. nóvember 2007 og 25. febrúar 2008, varðandi óvottaðar húseiningar, sem húsin Kvíslartunga 47 og 49 hafa verið byggð úr.
Lagt fram minnisblað byggingarfulltrúa dags. 28. febrúar 2008 og tvö bréf Lögmanna Árbæ SLF, dags. 20. nóvember 2007 og 25. febrúar 2008, varðandi óvottaðar húseiningar, sem húsin Kvíslartunga 47 og 49 hafa verið byggð úr. Lögð fram drög að svarbréfi.%0DByggingarfulltrúa falið að svara erindi Lögmanna Árbæ SLF í samræmi við framlögð drög.
7. Ævintýragarður í Ullarnesbrekku200802062
Lagt fram minnisblað bæjarverkfræðings um framkomnar hugmyndir um ævintýragarð í Ullarnesbrekku, aðdraganda málsins og hvernig staðið verði að framhaldi þess.
Lagt fram minnisblað bæjarverkfræðings um framkomnar hugmyndir um ævintýragarð í Ullarnesbrekku, aðdraganda málsins og hvernig staðið verði að framhaldi þess.%0DNefndin samþykkir að senda minnisblaðið til nefnda bæjarins með ósk um umfjöllun og frekari hugmyndir. Í framhaldi af því verði haldinn sameiginlegur fundur með fulltrúum nefndanna.
8. Háspennulínur Hellisheiði - Straumsvík/Geitháls, ósk um br. á aðalskipulagi200703143
Lagt fram bréf frá Landsneti, dags. 25. febrúar 2008, og álitsgerð Jóns Vilhjálmssonar hjá verkfræðistofunni Afli um háspennulínur Landsnets í landi Mosfellsbæjar, dags. 27. febrúar 2008.
Lagt fram bréf frá Landsneti, dags. 25. febrúar 2008, og álitsgerð Jóns Vilhjálmssonar hjá verkfræðistofunni Afli um háspennulínur Landsnets í landi Mosfellsbæjar, dags. 27. febrúar 2008.%0DStarfsmönnum falið að undirbúa gerð tillögu að breytingu á aðalskipulagi, þar sem stefnt verði að fækkun loftlína í sveitarfélaginu til lengri tíma litið.
9. Helgafellshverfi, br. á deiliskipulagi skólalóðar200802239
Lögð fram tillaga Teiknistofu arkitekta að breytingu á deiliskipulagi, sem felur í sér að bætt er við byggingarreit fyrir færanlegar skólastofur og bráðabirgðaaðkomu að þeim.
Lögð fram tillaga Teiknistofu arkitekta að breytingu á deiliskipulagi, sem felur í sér að bætt er við byggingarreit fyrir færanlegar skólastofur og bráðabirgðaaðkomu að þeim.%0DNefndin samþykkir að tillagan verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 26. gr. s/b-laga, þó með þeirri breytingu að kvöð um trjábelti á mörkum skólalóðar verði skert sem minnst.
10. Suðurreykir, lnr. 123794, ósk um br. á deiliskipulagi.200802244
Bjarni A. Jónsson og Margrét Atladóttir óska þann 28. febrúar 2008 eftir því að leyfð hámarksstærð bygginga á lóðinni verði aukin, sbr. meðf. uppdrátt.
Bjarni A. Jónsson og Margrét Atladóttir óska þann 28. febrúar 2008 eftir því að leyfð hámarksstærð bygginga á lóðinni verði aukin, sbr. meðf. uppdrátt.%0DUmræður, afgreiðslu frestað.