Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

4. mars 2008 kl. 07:00,
bæjarráðssal


Fundinn sátu

    Fundargerð ritaði

    Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi


    Dagskrá fundar

    Almenn erindi

    • 1. Hjalla­hlíð 11, óleyf­is­bygg­ing200802129

      Byggingarfulltrúi hefur án árangurs gert athugasemdir við óleyfisbyggingu á lóðinni, sbr. áður framlögð bréf. Lögð verður fram tillaga um meðferð málsins.

      Bygg­ing­ar­full­trúi hef­ur án ár­ang­urs gert at­huga­semd­ir við óleyf­is­bygg­ingu á lóð­inni, sbr. áður fram­lögð bréf.%0DSkipu­lags- og bygg­inga­nefnd ít­rek­ar at­huga­semd­ir bygg­inga­full­trúa í sam­ræmi við er­indi hans frá 8. nóv­em­ber 2007 og 7. fe­brú­ar 2008 þar sem hús­eig­anda að Hjalla­hlíð 11 er gef­inn kost­ur á að gera grein fyr­ir óleyf­is­fram­kvæmd­um á lóð­inni.%0DVerði er­ind­inu ekki svarað inn­an 14 daga legg­ur nefnd­in til við bæj­ar­stjórn að far­ið verði með af­greiðslu þess í sam­ræmi við 56. og 57 gr. skipu­lags- og bygg­ing­ar­laga nr. 135/1997 með síð­ari við­bót­um og ákveði dag­sekt­ir þar til úr hef­ur ver­ið bætt.

      • 2. Skar­hóla­braut, deili­skipu­lag200711234

        Tillaga að deiliskipulagi var auglýst skv. 25. gr. s/b-laga ásamt umhverfisskýrslu þann 4. janúar 2008 með athugasemdafresti til 15. febrúar 2008. Athugasemd dags. 30. janúar 2008 barst frá Eddu Gísladóttur. Umsagnir um umhverfisskýrslu bárust frá Skipulagsstofnun, dags. 11. febrúar 2008, og frá Umhverfisstofnun, dags. 18. febrúar 2008. Framhaldsumfjöllun frá 223. fundi. Kynntar verða nánari athuganir á hljóðvistarmálum.

        Til­laga að deili­skipu­lagi var aug­lýst skv. 25. gr. s/b-laga ásamt um­hverf­is­skýrslu þann 4. janú­ar 2008 með at­huga­semda­fresti til 15. fe­brú­ar 2008. At­huga­semd dags. 30. janú­ar 2008 barst frá Eddu Gísla­dótt­ur. Um­sagn­ir um um­hverf­is­skýrslu bár­ust frá Skipu­lags­stofn­un, dags. 11. fe­brú­ar 2008, og frá Um­hverf­is­stofn­un, dags. 18. fe­brú­ar 2008. Fram­halds­um­fjöllun frá 223. fundi. Kynnt­ar voru nán­ari at­hug­an­ir á hljóð­vist­ar­mál­um og lögð fram drög að svör­um við at­huga­semd og um­sögn­um.%0DNefnd­in sam­þykk­ir fram­lögð drög að svör­um og legg­ur til að til­lag­an verði sam­þykkt skv. 25. gr. s/b-laga og skipu­lags­full­trúa fal­ið að ann­ast gildis­töku­ferl­ið.

        • 3. Er­indi Guð­mund­ar A. Jóns­son­ar varð­andi bif­reið­ar­stæði í Ála­fosskvos­inni200707072

          Guðmundur A. Jónsson ítrekar þann 19. febrúar ósk sína frá 11. júlí 2007 um úthlutun þriggja skammtímastæða fyrir framan verslun sína að Álafossvegi 23. Nefndin vísaði á 206. fundi fyrra erindi til umfjöllunar í tengslum við deiliskipulag Álafosskvosar. Frestað á 223. fundi.

          Guð­mund­ur A. Jóns­son ít­rek­ar þann 19. fe­brú­ar ósk sína frá 11. júlí 2007 um út­hlut­un þriggja skamm­tíma­stæða fyr­ir fram­an verslun sína að Ála­foss­vegi 23. Nefnd­in vís­aði á 206. fundi fyrra er­indi til um­fjöll­un­ar í tengsl­um við deili­skipu­lag Ála­fosskvos­ar. Frestað á 223. fundi.%0DNefnd­in vís­ar enn til þess að deili­skipu­lag Ála­fosskvos­ar­inn­ar er í end­ur­skoð­un. Starfs­mönn­um jafn­framt fal­ið að ræða við bréf­rit­ara.

          • 4. Mið­dals­land 125214, ósk um skipt­ingu frí­stunda­lóð­ar200801313

            Jón Þ. Magnússon og Björg Jónsdóttir fara þann 17. febrúar 2008 fram á að nefndin endurskoði ákvörðun sína á 221. fundi um hámarksstærð frístundahúsa á lóð þeirra í Miðdalslandi. Frestað á 223. fundi.

            Jón Þ. Magnús­son og Björg Jóns­dótt­ir fara þann 17. fe­brú­ar 2008 fram á að nefnd­in end­ur­skoði ákvörð­un sína á 221. fundi um há­marks­stærð frí­stunda­húsa á lóð þeirra í Mið­dalslandi. Frestað á 223. fundi.%0DNefnd­in ít­rek­ar ákvörð­un sína frá 221. fundi og tek­ur fram að hún tel­ur til­vik þau, sem nefnd eru í er­ind­inu sem dæmi um að leyfð hafi ver­ið stærri hús, ekki sam­bæri­leg, m.a. vegna ólíkr­ar stað­setn­ing­ar.

            • 5. Helga­fells­mel­ar við Köldu­kvísl, ósk um end­ur­skoð­un á að­al­skipu­lagi200802157

              Níels Hauksson, Marta Hauksdóttir og Hilmar Konráðsson f.h. Helgafellshlíðar ehf. óska þann 13. febrúar 2008 eftir því að landnotkun í aðalskipulagi á Helgafellsmelum milli Köldukvíslar og Þingvallavegar verði breytt og þar gert ráð fyrir þjónustu- og iðnaðarbyggð. Frestað á 223. fundi.

              Ní­els Hauks­son, Marta Hauks­dótt­ir og Hilm­ar Kon­ráðs­son f.h. Helga­fells­hlíð­ar ehf. óska þann 13. fe­brú­ar 2008 eft­ir því að land­notk­un í að­al­skipu­lagi á Helga­fells­mel­um milli Köldu­kvísl­ar og Þing­valla­veg­ar verði breytt og þar gert ráð fyr­ir þjón­ustu- og iðn­að­ar­byggð. Frestað á 223. fundi.%0DEr­ind­inu er vísað til yf­ir­stand­andi end­ur­skoð­un­ar að­al­skipu­lags.

              • 6. Fyr­ir­spurn Lög­manna Árbæ varð­andi bygg­ingu EGS ehf. í Kvísl­artungu 47 og 49200711249

                Lagt fram minnisblað byggingarfulltrúa dags. 28. febrúar 2008 og tvö bréf Lögmanna Árbæ SLF, dags. 20. nóvember 2007 og 25. febrúar 2008, varðandi óvottaðar húseiningar, sem húsin Kvíslartunga 47 og 49 hafa verið byggð úr.

                Lagt fram minn­is­blað bygg­ing­ar­full­trúa dags. 28. fe­brú­ar 2008 og tvö bréf Lög­manna Árbæ SLF, dags. 20. nóv­em­ber 2007 og 25. fe­brú­ar 2008, varð­andi óvott­að­ar hús­ein­ing­ar, sem hús­in Kvísl­artunga 47 og 49 hafa ver­ið byggð úr. Lögð fram drög að svar­bréfi.%0DBygg­ing­ar­full­trúa fal­ið að svara er­indi Lög­manna Árbæ SLF í sam­ræmi við fram­lögð drög.

                • 7. Æv­in­týragarð­ur í Ull­ar­nes­brekku200802062

                  Lagt fram minnisblað bæjarverkfræðings um framkomnar hugmyndir um ævintýragarð í Ullarnesbrekku, aðdraganda málsins og hvernig staðið verði að framhaldi þess.

                  Lagt fram minn­is­blað bæj­ar­verk­fræð­ings um fram­komn­ar hug­mynd­ir um æv­in­týra­garð í Ull­ar­nes­brekku, að­drag­anda máls­ins og hvern­ig stað­ið verði að fram­haldi þess.%0DNefnd­in sam­þykk­ir að senda minn­is­blað­ið til nefnda bæj­ar­ins með ósk um um­fjöllun og frek­ari hug­mynd­ir. Í fram­haldi af því verði hald­inn sam­eig­in­leg­ur fund­ur með full­trú­um nefnd­anna.

                  • 8. Há­spennu­lín­ur Hell­is­heiði - Straumsvík/Geit­háls, ósk um br. á að­al­skipu­lagi200703143

                    Lagt fram bréf frá Landsneti, dags. 25. febrúar 2008, og álitsgerð Jóns Vilhjálmssonar hjá verkfræðistofunni Afli um háspennulínur Landsnets í landi Mosfellsbæjar, dags. 27. febrúar 2008.

                    Lagt fram bréf frá Landsneti, dags. 25. fe­brú­ar 2008, og álits­gerð Jóns Vil­hjálms­son­ar hjá verk­fræði­stof­unni Afli um há­spennu­lín­ur Landsnets í landi Mos­fells­bæj­ar, dags. 27. fe­brú­ar 2008.%0DStarfs­mönn­um fal­ið að und­ir­búa gerð til­lögu að breyt­ingu á að­al­skipu­lagi, þar sem stefnt verði að fækk­un loftlína í sveit­ar­fé­lag­inu til lengri tíma lit­ið.

                    • 9. Helga­fells­hverfi, br. á deili­skipu­lagi skóla­lóð­ar200802239

                      Lögð fram tillaga Teiknistofu arkitekta að breytingu á deiliskipulagi, sem felur í sér að bætt er við byggingarreit fyrir færanlegar skólastofur og bráðabirgðaaðkomu að þeim.

                      Lögð fram til­laga Teikni­stofu arki­tekta að breyt­ingu á deili­skipu­lagi, sem fel­ur í sér að bætt er við bygg­ing­ar­reit fyr­ir fær­an­leg­ar skóla­stof­ur og bráða­birgða­að­komu að þeim.%0DNefnd­in sam­þykk­ir að til­lag­an verði grennd­arkynnt skv. 2. mgr. 26. gr. s/b-laga, þó með þeirri breyt­ingu að kvöð um trjá­belti á mörk­um skóla­lóð­ar verði skert sem minnst.

                      • 10. Suð­ur­reyk­ir, lnr. 123794, ósk um br. á deili­skipu­lagi.200802244

                        Bjarni A. Jónsson og Margrét Atladóttir óska þann 28. febrúar 2008 eftir því að leyfð hámarksstærð bygginga á lóðinni verði aukin, sbr. meðf. uppdrátt.

                        Bjarni A. Jóns­son og Mar­grét Atla­dótt­ir óska þann 28. fe­brú­ar 2008 eft­ir því að leyfð há­marks­stærð bygg­inga á lóð­inni verði aukin, sbr. meðf. upp­drátt.%0DUm­ræð­ur, af­greiðslu frestað.

                        Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:10