23. janúar 2007 kl. 07:00,
bæjarráðssalur
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi Ís-hluta ehf. varðandi breytingu á innkeyrslu að Völuteigi 4200611043
Gerð verður grein fyrir athugun umhverfisdeildar og viðræðum við umsækjanda, sbr. bókun á 188. fundi.
Gerð grein fyrir athugun umhverfisdeildar og viðræðum við umsækjanda, sbr. bókun á 188. fundi.%0DUpplýst var að umsækjandi hefði í framhaldi af viðræðum við umhverfisdeild dregið umsóknina til baka.
2. Bjargslundur, deiliskipulagsbreyting200612011
Lögð verður fram tillaga Skapa & Skerpu að breytingum á deiliskipulagi.
Lögð fram tillaga Skapa & Skerpu að breytingum á deiliskipulagi.%0DNefndin leggur til að tillagan verði samþykkt til grenndarkynningar skv. 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga með þeirri breytingu að gangstígur meðfram Bjargslundi verði samfelldur.
3. Deiliskipulag fyrir lóð Skálatúns200504247
Lögð fram endurskoðuð tillaga að deiliskipulagi, sbr. bókun á 188. fundi.%0D(Endurskoðuð tillaga verður send á tölvutæku formi á mánudag)
Lögð fram endurskoðuð tillaga að deiliskipulagi, sbr. bókun á 188. fundi.%0DNefndin leggur til að tillagan verði samþykkt til kynningar skv. 25.gr. skipulags- og byggingarlaga.
4. Krikahverfi, breytingar á deiliskipulagi jan. 07200701184
Lögð fram tillaga að breytingum á deiliskipulagi, unnin af Teiknistofu Arkitekta, m.a. ný lóð fyrir bensínstöð, hringtorg og undirgöng við Reykjaveg o.fl.
Lögð fram tillaga að breytingum á deiliskipulagi Krikahverfis, unnin af Teiknistofu Arkitekta, m.a. með nýrri lóð fyrir bensínstöð, hringtorgi og undirgöngum við Reykjaveg o.fl. breytingum.%0DNefndin leggur til að tillagan verði samþykkt til kynningar skv. 1. mgr. 26.gr. skipulags- og byggingarlaga með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum.
5. Tengibraut frá Skeiðholti að Leirvogstungu200603020
Umræða um hugsanlegar breytingar á áður samþykktri tillögu í framhaldi af úrskurði Skipulagsstofnunar um að framkvæmdin sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Umræða um hugsanlegar breytingar á áður samþykktri tillögu í framhaldi af úrskurði Skipulagsstofnunar um að framkvæmdin sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum.%0DNefndin felur umhverfisdeild að láta endurvinna tillöguna, m.a. að stækka skipulagssvæðið upp að gatnamótum við Þverholt. Jafnframt verði gerð tillaga að samsvarandi breytingum á aðalskipulagi.
6. Stórikriki 57, umsókn um byggingarleyfi200701165
Baldur Ó Svavarsson arkitekt sækir þann 12. janúar 2007 f.h. lóðarhafa um leyfi til að byggja hús skv. meðfylgjandi teikningum. Lögð verður fram umsögn skipulagshöfundar um það hvort húsið samræmist skilmálum.
Baldur Ó Svavarsson arkitekt sækir þann 12. janúar 2007 f.h. lóðarhafa um leyfi til að byggja hús skv. meðfylgjandi teikningum. Lögð fram umsögn skipulagshöfundar.%0DNefndin er jákvæð gagnvart erindinu og felur byggingarfulltrúa að afgreiða það þegar fullnægjandi gögn hafa borist.
7. Urðarholt 2-4, umsókn um breytingu á innra fyrirkomulagi og afmörkun eigna á 3.hæð í húsi nr. 4200701168
Aurelio Ferrero sækir þann 17. janúar 2007 um að breyta skrifstofurými á 3. hæð í íbúðir skv. meðfylgjandi teikningum.
Aurelio Ferrero sækir þann 17. janúar 2007 um að breyta skrifstofurými á 3. hæð í íbúðir skv. meðfylgjandi teikningum.%0DMeð vísan til fyrri afgreiðslna, sbr. bókanir á 64. og 94. fundi, hafnar nefndin erindinu þar sem það samræmist ekki deiliskipulagi á svæðinu.
8. Helgafell 1 - Umsókn um byggingarleyfi200603133
Sæberg Þórðarson sækir þann 8. janúar 2007 f.h. lóðareiganda um leyfi til að breyta fyrirkomulagi og gera íbúð á allri annarri hæð hússins. Breytingin krefst þess að lóðir verði sameinaðar.
Sæberg Þórðarson sækir þann 8. janúar 2007 f.h. lóðareiganda um leyfi til að breyta fyrirkomulagi og gera íbúð á allri annarri hæð hússins. Breytingin krefst þess að lóðir verði sameinaðar. Lagt fram skriflegt samþykki meðeigenda að einum undanskildum.%0DNefndin samþykkir sameiningu lóðanna, með því skilyrði að lagt verði fram skriflegt samþykki allra meðeigenda.
Fundargerðir til kynningar
9. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 128200701012F
Fundargerð 128. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar.