24. október 2006 kl. 07:00,
bæjarráðssalur
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
1. Erindi Kjósarhrepps varðandi breytinga á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins200610087
Sigurbjörn Hjaltason f.h. Kjósarhrepps óskar eftir athugasemdum og ábendingum Mosfellsbæjar ef einhverjar eru við áformaða breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins, sem felst í því að skilgreining lands ofan 220 m hæðarlínu í Kjósarhreppi breytist úr "opið óbyggt svæði" í "landbúnaðarsvæði". Vísað til nefndarinnar til umsagnar og afgreiðslu af bæjarráði 19. október 2006.
Sigurbjörn Hjaltason f.h. Kjósarhrepps óskar eftir athugasemdum og ábendingum Mosfellsbæjar ef einhverjar eru við áformaða breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins, sem felst í því að skilgreining lands ofan 220 m hæðarlínu í Kjósarhreppi breytist úr "opið óbyggt svæði" í "landbúnaðarsvæði". Vísað til nefndarinnar til umsagnar og afgreiðslu af bæjarráði 19. október 2006.%0DNefndin gerir ekki athugasemdir við áformaða breytingu.
2. Minnisblað bæjarverkfræðings vegna iðnaðarhverfis við Desjamýri200604003
Tekið fyrir minnisblað bæjarverkfræðings dags. 3. október um kostnað vegna gatnaframkvæmda og hugsanlegar breytingar á deiliskipulagi. Vísað til nefndarinnar til umsagnar af bæjarráði 16. október 2006
Tekið fyrir minnisblað bæjarverkfræðings dags. 3. október um kostnað vegna gatnaframkvæmda og hugsanlegar breytingar á deiliskipulagi. Vísað til nefndarinnar til umsagnar af bæjarráði 16. október 2006.%0DNefndin felur starfsmönnum að láta vinna tillögu að breytingum á skipulaginu.
3. Umsókn um lóð undir bensínstöð200610109
Erindi frá Atlantsolíu ehf. dags. 6. október, þar sem sótt er um lóð undir bensínstöð við Sunnukrika. Vísað til nefndarinnar til umsagnar af bæjarráði 19. október 2006.
Erindi frá Atlantsolíu ehf. dags. 6. október, þar sem sótt er um lóð undir bensínstöð við Sunnukrika. Vísað til nefndarinnar til umsagnar af bæjarráði 19. október 2006.%0DNefndin óskar eftir umsögn skipulagshöfunda um erindið.
Almenn erindi
4. Stórikriki 59, ósk um breytingu á deiliskipulagi.200607115
Grenndarkynningu á tillögu að breytingum á deiliskipulagi lauk 13. október 2006. Þrjár athugasemdir bárust: Frá byggingarfélaginu Stafholti dags. 13. september 2006, frá Grétari Indriðasyni dags. 10. október 2006 og frá Páli Ágústi Ólafssyni dags. 12. október 2006.
Grenndarkynningu á tillögu að breytingum á deiliskipulagi lauk 13. október 2006. Þrjár athugasemdir bárust: Frá byggingarfélaginu Stafholti dags. 13. september 2006, frá Grétari Indriðasyni dags. 10. október 2006 og frá Páli Ágústi Ólafssyni dags. 12. október 2006.%0DStarfsmönnum falið að skoða málið nánar í samráði við skipulagshöfunda.
5. Þrastarhöfði 34 - Umsókn um byggingarleyfi200607078
Grenndarkynningu á tillögu að frávikum frá deiliskipulagsskilmálum lauk 19. október með því að allir þátttakendur höfðu lýst yfir samþykki sínu með áritun á uppdrátt.
Grenndarkynningu á tillögu að frávikum frá deiliskipulagsskilmálum lauk 19. október með því að allir þátttakendur höfðu lýst yfir samþykki sínu með áritun á uppdrátt.%0DNefndin samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti og felur byggingarfulltrúa frekari afgreiðslu erindisins.
6. Litlikriki 39 - Umsókn um byggingarleyfi200606113
Erindi Björgvins Víglundssonar f.h. lóðarhafa, dags. 21. september 2006, þar sem óskað er eftir að nefndin samþykki minniháttar frávik frá skipulagsskilmálum, sem felst í því að aukaíbúð verði 65 m2 brúttó í stað 60 m2.
Erindi Björgvins Víglundssonar f.h. lóðarhafa, dags. 21. september 2006, þar sem óskað er eftir að nefndin samþykki minniháttar frávik frá skipulagsskilmálum, sem felst í því að aukaíbúð verði 65 m2 brúttó í stað 60 m2.%0DNefndin er neikvæð gagnvart erindinu.
7. Deiliskipulag miðbæjar Mosfellsbæjar200504043
Gerð verður grein fyrir viðræðum við dr. Bjarna Reynarsson skipulagsfræðing og Sigurð Einarsson arkitekt um hugsanlegt fyrirkomulag rýnihópavinnu.
Gerð var grein fyrir viðræðum við dr. Bjarna Reynarsson skipulagsfræðing og Sigurð Einarsson arkitekt um hugsanlegt fyrirkomulag rýnihópavinnu.%0DStarfsmönnum falið að vinna áfram að málinu.
8. Brúarhóll - Vinjar, breyting á deiliskipulagi Teigahverfis200503181
Breyting á deiliskipulagi, sem nefndin samþykkti 4. júlí s.l. tekin fyrir að nýju, þar sem í ljós kom við lokafrágang uppdráttar að gera þurfti á honum leiðréttingar og breytingar.
Breyting á deiliskipulagi, sem nefndin samþykkti 4. júlí s.l. tekin fyrir að nýju, þar sem í ljós kom við lokafrágang uppdráttar að gera þurfti á honum leiðréttingar og breytingar.%0DStarfsmönnum falið að ræða við málsaðila á svæðinu í samræmi við umræður á fundinum.
9. Deiliskipulag, Reiðleið frá Vesturlandsvegi að Hafravatni200503337
Athugasemdafresti við tillögu að deiliskipulagi, sem auglýst var samhliða tillögu að breytingu á aðalskipulagi, lauk 4. júlí s.l. Engin athugasemd barst.%0DÁ 174. fundi frestaði nefndin afgreiðslu málsins þar til samsvarandi aðalskipulagsbreyting hefði tekið gildi, en auglýsing um gildistöku hennar birtist 10. október s.l.
Athugasemdafresti við tillögu að deiliskipulagi, sem auglýst var samhliða tillögu að breytingu á aðalskipulagi, lauk 4. júlí s.l. Engin athugasemd barst. Á 174. fundi frestaði nefndin afgreiðslu málsins þar til samsvarandi aðalskipulagsbreyting hefði tekið gildi, en auglýsing um gildistöku hennar birtist 10. október s.l.%0DNefndin leggur til að tillagan verði samþykkt og skipulagsfulltrúa falið að annast gildistökuferlið.%0D%0D%0D%0D%0D%0D
10. Háholt 13-15 - Umsókn um byggingarleyfi200511273
Lagðar fram tillöguteikningar að skiltum og merkingum á húsið.%0DNefndin er neikvæð gagnvart framlagðri útfærslu á skiltum og felur starfsmönnum að ræða við umsækjendur.
Fundargerðir til kynningar
11. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 124200610018F
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.