12. júní 2007 kl. 07:00,
bæjarráðssalur
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Krikahverfi, breytingar á deiliskipulagi jan. 07200701184
Lögð fram endurskoðuð tillaga Teiknistofu arkitekta, Gylfa Guðjónssonar og félaga, með breytingum á staðsetningu biðstöðva og gönguleiðum að þeim, sbr. bókun á 198. fundi.
Lögð fram endurskoðuð tillaga Teiknistofu arkitekta, Gylfa Guðjónssonar og félaga, með breytingum á staðsetningu biðstöðva og gönguleiðum að þeim, sbr. bókun á 198. fundi.%0DNefndin leggur til að tillagan verði samþykkt og skipulagsfulltrúa falið að annast gildistökuferlið.%0D
2. Ístak, umsókn um deiliskipulag á Tungumelum200703032
Tekin fyrir að nýju umsókn Ístaks dags. 2. mars 2007 um deiliskipulag athafnasvæðis á Tungumelum, sbr. bókanir á 195., 196. og 199. fundi. Lögð fram umsögn atvinnu- og ferðamálanefndar frá 29. maí 2007.
Tekin fyrir að nýju umsókn Ístaks dags. 2. mars 2007 um deiliskipulag athafnasvæðis á Tungumelum, sbr. bókanir á 195., 196. og 199. fundi. Lögð fram umsögn atvinnu- og ferðamálanefndar frá 29. maí 2007.%0DNefndin felur starfsmönnum að undirbúa aðalskipulagsbreytingu með stækkun atvinnusvæðis á Tungumelum, sbr framlagðar tillögur. Fjarlægð lóða frá Köldukvísl verði þó allt að 100 m.
3. Breyting á deiliskipulagi Roðamóa 1-11200603132
Tekin fyrir að nýju tillaga að deiliskipulagi, sem samþykkt var á 171. fundi og í bæjarstjórn 6. júní 2006. Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar, dags. 21. maí 2007, þar sem gerðar eru athugasemdir við fjarlægð byggðar frá Þingvallavegi, með vísan í gr. 4.16.2 í skipulagsreglugerð. Einnig kynnt fyrirspurn um hús á lóð nr. 9.
Tekin fyrir að nýju tillaga að deiliskipulagi, sem samþykkt var á 171. fundi og í bæjarstjórn 6. júní 2006. Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar, dags. 21. maí 2007, þar sem gerðar eru athugasemdir við fjarlægð byggðar frá Þingvallavegi, með vísan í gr. 4.16.2 í skipulagsreglugerð. Einnig kynnt fyrirspurn um hús á lóð nr. 9.%0DNefndin gerir ekki athugasemdir við stærð bygginga á lóð nr. 9 skv. framlagðri fyrirspurn. Skipulagsfulltrúa falið að annast gildistökuferli deiliskipulagsins að fenginni umsögn Vegagerðarinnar.
4. Stórikriki 23, umsókn um byggingarleyfi200609001
Tómas H. Unnsteinsson óskar þann 17. maí 2007 að nýju eftir heimild fyrir aukaíbúð og að fá að byggja út fyrir byggingarreit. Fyrri ósk um aukaíbúð var hafnað á 199. fundi. Með erindinu fylgja nýjar tillöguteikningar. Tekið fyrir að nýju, sbr. bókun á 201. fundi.
Tómas H. Unnsteinsson óskar þann 17. maí 2007 að nýju eftir heimild fyrir aukaíbúð og að fá að byggja út fyrir byggingarreit. Fyrri ósk um aukaíbúð var hafnað á 199. fundi. Með erindinu fylgja nýjar tillöguteikningar. Tekið fyrir að nýju, sbr. bókun á 201. fundi.%0DNefndin fellst ekki á að stækka byggingarreit og er neikvæð gagnvart framlagðri útfærslu á aukaíbúð.%0D
5. Hamrabrekkur, ósk um breytingu á deiliskipulagi200704173
Jónas Blöndal óskar með bréfi dags. 16. apríl eftir því að deiliskipulag Hamrabrekkna verði endurskoðað, þannig að hámarksstærð frístundahúsa verði aukin. Tekið fyrir að nýju, sbr. bókun á 199. fundi.%0D(Til upprifjunar fylgir hér með atugasemd Gunnars Dungals frá 2004)
Jónas Blöndal óskar með bréfi dags. 16. apríl eftir því að deiliskipulag Hamrabrekkna verði endurskoðað, þannig að hámarksstærð frístundahúsa verði aukin. Tekið fyrir að nýju, sbr. bókun á 199. fundi.%0DStarfsmönnum falið að vinna frekar að málinu í samræmi við umræður á fundinum.
6. Helgafellshverfi, 3. áfangi, umsókn um framkvæmdaleyfi.200704182
Hannes Sigurgeirsson sækir þann 25. apríl 2007 f.h. Helgafellsbygginga hf um framkvæmdaleyfi til gatnagerðar í 3. skipulagsáfanga Helgafellshverfis, með fyrirvara um gildistöku deiliskipulagsins.
Hannes Sigurgeirsson sækir þann 25. apríl 2007 f.h. Helgafellsbygginga hf. með fyrirvara um gildistöku deiliskipulags um framkvæmdaleyfi til gatnagerðar í 3. skipulagsáfanga Helgafellshverfis á grundvelli hönnunargagna Fjölhönnunar og veitustofnana dags. í apríl 2007.%0DSamþykkt með fyrirvara um gildistöku deiliskipulags 3. áfanga Helgafellshverfis.
7. Kvíslartunga 114-116, fyrirspurn um stækkun byggingarreits og byggingarmagns.200705284
Fyrirspurn frá Kjartani Rafnssyni f.h. Unnars þórs Gylfasonar og Róberts Más Grétarssonar, dags. 21.05.2007, um það hvort leyft verði að byggja 35 cm út fyrir byggingarreit og að nýtingarhlutfall parhúsalóða verði 0,7 og 0,75.
Fyrirspurn frá Kjartani Rafnssyni f.h. Unnars Þórs Gylfasonar og Róberts Más Grétarssonar, dags. 21.05.2007, um það hvort leyft verði að byggja 35 cm út fyrir byggingarreit og að stærð hvors parhúss verði 245 m2.%0DNefndin gerir ekki athugasemdir við þau atriði sem um er spurt.
8. Litli Hvammur lnr. 125218, fyrirspurn um byggingu sólskála200705285
Magnhildur Erla Halldórsdóttir og Hjalti Ríkharðsson spyrjast þann 24. mái 2007 fyrir um leyfi til að byggja 21 m2 sólskála við 69,6 m2 sumarhús í Elliðakotslandi, vestan Nátthagavatns.
Magnhildur Erla Halldórsdóttir og Hjalti Ríkharðsson spyrjast þann 24. maí 2007 fyrir um leyfi til að byggja 21 m2 sólskála við 69,6 m2 sumarhús í Elliðakotslandi, vestan Nátthagavatns.%0DNefndin hafnar erindinu, þar sem það rúmast ekki innan viðmiðunarreglna Mosfellsbæjar um stærðir frístundahúsa.
9. Miðdalur II, lnr. 192803, ósk um samþykkt deiliskipulags200706001
Árni Guðmundsson óskar þann 1. júní 2007 eftir samþykkt deiliskipulags frístundalóðar suðaustan við Krókatjörn skv. meðf. tillöguuppdrætti Sigurþórs Aðalsteinssonar arkitekts.
Árni Guðmundsson óskar þann 1. júní 2007 eftir samþykkt deiliskipulags frístundalóðar suðaustan við Krókatjörn skv. meðf. tillöguuppdrætti Sigurþórs Aðalsteinssonar arkitekts.%0DNefndin leggur til að tillagan verði samþykkt til kynningar skv. 25. gr. S/B-laga, enda verði heildargólfflatarmál frístundahússins ekki stærra en 110 m2
10. Óveruleg breyting á svæðisskipulagi höfuðborgarsv 2001-2024. Stækkun brunnsvæðis við Vatnsendakrika.200706038
Birgir H. Sigurðsson skipulagsstjóri f.h. Reykjavíkurborgar óskar þann 1. júní 2007 eftir athugasemdum og ábendingum vegna tillögu að breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins, sem felur í sér stækkun á brunnsvæði í Vatnsendakrikum, á mörkum Reykjavíkur og Kópavogs. Reykjavíkurborg telur breytinguna óverulega og að með hana megi því fara skv. 2. mgr. 14. gr. S/B-laga.
Birgir H. Sigurðsson skipulagsstjóri f.h. Reykjavíkurborgar óskar þann 1. júní 2007 eftir athugasemdum og ábendingum vegna tillögu að breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins, sem felur í sér stækkun á brunnsvæði í Vatnsendakrikum, á mörkum Reykjavíkur og Kópavogs. Reykjavíkurborg telur breytinguna óverulega og að með hana megi því fara skv. 2. mgr. 14. gr. S/B-laga.%0DNefndin gerir ekki athugasemdir við erindið né fyrirhugaða málsmeðferð.
Fundargerðir til kynningar
11. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 136200706007F
Lagt fram til kynningar.