5. október 2006 kl. 07:30,
bæjarstjórnarsalur
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
1. Erindi Daða Runólfssonar v. niðurrif útihúsa og bílskúrs í Leirvogstungu 3200609172
Áður á dagskrá 790. fundar bæjarráðs, þá frestað.%0D
Til máls tóku:%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að vísa til skipulags- og byggingarnefndar, til umsagnar og afgreiðslu, ósk um niðurrif húsa. %0DJafnframt samþykkt að beita heimild í 9. gr. í gjaldskrá um gatnagerðargjöld, þess efnis að það húsnæði sem víkur gangi á móti greiðslu gatnagerðargjalda vegna þeirra bygginga, sem skv. gildandi deiliskipulagi, kunna að rísa í staðinn á viðkomandi lóðum.
2. Háholt 14, erindi Húsfélags Háholts 14 varðandi skipulag lóðar og deiliskipulag200503105
Áður á dagskrá 722. fundar bæjarráðs 20. júní 2006. Taka þarf afstöðu til lóðarstærðar og fyrirkomulags lóðarinnar.%0D
Til máls tóku: HSv, JS, SÓJ, MM, RR og KT.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarritara að fara nánar yfir efnisatriði varðandi frágang lóðarleigusamnings og skipulags og leggja niðurstöðu sína fyrir bæjarráð.
3. Erindi varðandi lækkun útsvars. Trúnaðarmál.200607069
Til máls tók: RR.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að staðfesta umsögn félagsmálastjóra.
Almenn erindi
4. Sjálfsbjörg félag fatlaðra, umsókn um styrk200610005
Sjálfsbjörg leitar eftir 200 þús. kr. styrk.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til fjölskyldunefndar til umsagnar og afgreiðslu.
5. Mótmæli vegna fyrirhugaðrar efnistöku í Hrossadal í landi Miðdals200609206
Afrit til Mosfellsbæjar af bréfum til Skipulagssotfnunar ríkisins varðandi fyrirhugaða efnisvinnslu í Hrossadal.
Lagt fram.
6. Erindi Félags landeigenda í nágr. Selvatns v. efnistöku í Hrossadal200609179
Afrit til Mosfellsbæjar af bréfum til Skipulagssotfnunar ríkisins varðandi fyrirhugaða efnisvinnslu í Hrossadal.
Lagt fram.
7. Athugasemdir sumarhúsaeigenda og landeigenda við Krókatjörn, Myrkurtjörn og Silungatjörn v. efnistöku í Hrossadal200609219
Afrit til Mosfellsbæjar af bréfum til Skipulagssotfnunar ríkisins varðandi fyrirhugaða efnisvinnslu í Hrossadal.
Lagt fram.
8. Erindi Guðlaugar Kristófersd. v. skipulag á spildu úr landi Blikastaða200609221
Bréfritari, sem eigandi landspildu í Blikastaðalandi, óskar eftir að haft verði samráð við hann varðandi skipulagmál landsins í heild.
Til máls tóku: HSv, RR, SÓJ, JS, MM og KT. %0DTil er rammaskipulag af Blikastaðalandi sem er leiðbeinandi um skipulag á svæðinu en ekki lögformlega bindandi.%0DÞví samþykkir bæjarráð Mosfellsbæjar með þremur atkvæðum að beina því til allra landeigenda innan Blikastaðalands að þeir hafi samráð sín á milli og gangvart Mosfellsbæ í þeirri deiliskipulagsvinnu sem framundan er.