2. maí 2007 kl. 16:30,
bæjarráðssalur
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Háspennulínur Hellisheiði - Straumsvík/Geitháls, ósk um br. á aðalskipulagi200703143
Árni Stefánsson f.h. Landsnets óskar með bréfi dags. 19. mars 2007 eftir því að háspennulínur frá Hellisheiði að Straumsvík og Geithálsi, þ.e. Kolviðarhólslína 1, Kolviðarhólslína 2 og Búrfellslína 3, verði færðar inn á aðalskipulag Mosfellsbæjar. Einnig lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 29. mars 2007. Frestað á 197. fundi.
Árni Stefánsson f.h. Landsnets óskar með bréfi dags. 19. mars 2007 eftir því að háspennulínur frá Hellisheiði að Straumsvík og Geithálsi, þ.e. Kolviðarhólslína 1, Kolviðarhólslína 2 og Búrfellslína 3, verði færðar inn á aðalskipulag Mosfellsbæjar. Einnig lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 29. mars 2007.%0DNefndin felur starfsmönnum að vinna að málinu í samræmi við umræður á fundinum.
2. Hitaveituæð Hellisheiði - Reynisvatnsheiði, ósk um br. á aðalskipulagi200704116
Sigurgeir Björn Geirsson f.h. OR óskar með bréfi dags. 23. apríl eftir því að ný stofnæð hitaveitu verði færð inn á aðalskipulag Mosfellsbæjar.
Sigurgeir Björn Geirsson f.h. OR óskar með bréfi dags. 23. apríl eftir því að ný stofnæð hitaveitu verði færð inn á aðalskipulag Mosfellsbæjar.%0DNefndin er jákvæð gagnvart erindinu og felur umhverfisdeild að vinna áfram að málinu.
3. Dalsgarður II, ósk um deiliskipulag200702049
Fróði Jóhannsson óskaði þann 26. janúar fyrir sína hönd og systkina sinna eftir því að fá að deiliskipuleggja annars vegar 4 lóðir á því landi sem eftir er af landi Dalsgarðs II og hinsvegar þrjár lóðir á vestasta hluta lands þeirra upp með Suðurá.%0D(Tekið til afgreiðslu í framhaldi af bókun á síðasta fundi um skipulagsmál í Mosfellsdal.)
Fróði Jóhannsson óskaði þann 26. janúar fyrir sína hönd og systkina sinna eftir því að fá að deiliskipuleggja annars vegar 4 lóðir á því landi sem eftir er af landi Dalsgarðs II og hinsvegar þrjár lóðir á vestasta hluta lands þeirra upp með Suðurá.%0DNefndin vísar málinu til bæjarráðs til afgreiðslu og felur skipulagsfulltrúa að senda bæjarráði umsögn nefndarinnar, sbr. framlögð drög.
4. Fyrirspurn um deiliskipulag í Æsustaðalandi, landnr. 176793 og 176795200611030
Fyrirspurn dags. 1. nóvember frá Sigrúnu Helgu Jóhannsdóttur hdl. f.h. Helga Freys Sveinssonar og Hilmars Egils Jónssonar, kaupsamningshafa að tæplega 10 ha úr landi Æsustaða í Mosfellsdal, m.a. um það hvort möguleiki sé á að landeigendur fái samþykkt deiliskipulag á landinu. Bæjarráð vísaði erindinu þann 9. nóvember 2006 til nefndarinnar til umsagnar. (Tekið til afgreiðslu í framhaldi af bókun á síðasta fundi um skipulagsmál í Mosfellsdal.)
Fyrirspurn dags. 1. nóvember frá Sigrúnu Helgu Jóhannsdóttur hdl. f.h. Helga Freys Sveinssonar og Hilmars Egils Jónssonar, kaupsamningshafa að tæplega 10 ha úr landi Æsustaða í Mosfellsdal, m.a. um það hvort möguleiki sé á að landeigendur fái samþykkt deiliskipulag á landinu. Bæjarráð vísaði erindinu þann 9. nóvember 2006 til nefndarinnar til umsagnar. %0DNefndin felur skipulagsfulltrúa að senda bæjarráði umsögn nefndarinnar, sbr. framlögð drög.
5. Vindhóll - Beiðni um breytingu á skipulagi200610207
Erindi Garðars Hreinssonar f.h. Fríðuhlíðar ehf., dags. 31. október 2006, þar sem óskað er eftir því að deiliskipulagi landsins, sem er 5,6 ha, verði breytt úr lögbýli með einu íbúðarhúsi og hesthúsi í fjórar lóðir með íbúðarhúsi og hesthúsi á hverri. Bæjarráð vísaði erindinu þann 9. nóvember 2006 til nefndarinnar til umsagnar.%0D(Tekið til afgreiðslu í framhaldi af bókun á síðasta fundi um skipulagsmál í Mosfellsdal.)%0D
Erindi Garðars Hreinssonar f.h. Fríðuhlíðar ehf., dags. 31. október 2006, þar sem óskað er eftir því að deiliskipulagi landsins, sem er 5,6 ha, verði breytt úr lögbýli með einu íbúðarhúsi og hesthúsi í fjórar lóðir með íbúðarhúsi og hesthúsi á hverri. Bæjarráð vísaði erindinu þann 9. nóvember 2006 til nefndarinnar til umsagnar.%0DNefndin felur skipulagsfulltrúa að senda bæjarráði umsögn nefndarinnar, sbr. framlögð drög.
6. Erindi Rögnvalds Þorkelssonar varðandi deiliskipulag í landi Lundar í Mosfellsdal200611112
Rögnvaldur Þorkelsson óskaði með bréfi dags. 16. nóvember 2006 eftir því að fá samþykkt deiliskipulag fyrir 12 lóðir fyrir einbýli og útihús í landi Lundar, l.nr. 191616. Vísað til nefndarinnar til umsagnar af bæjarráði 23. nóv. 2006.%0D(Tekið til afgreiðslu í framhaldi af bókun á síðasta fundi um skipulagsmál í Mosfellsdal.)%0D
Rögnvaldur Þorkelsson óskaði með bréfi dags. 16. nóvember 2006 eftir því að fá samþykkt deiliskipulag fyrir 12 lóðir fyrir einbýli og útihús í landi Lundar, l.nr. 191616. Vísað til nefndarinnar til umsagnar af bæjarráði 23. nóv. 2006.%0DNefndin felur skipulagsfulltrúa að senda bæjarráði umsögn nefndarinnar, sbr. framlögð drög.
7. Krikahverfi, breytingar á deiliskipulagi jan. 07200701184
Breytingauppdráttur, sem samþykktur var af nefndinni á 196. fundi, lagður fram að nýju með nokkrum viðbótarbreytingum. (Rétt úr hlykk á götu, bætt við stígum vegna tenginga við strætóbiðstöð)
Breytingauppdráttur, sem samþykktur var af nefndinni á 196. fundi, lagður fram að nýju með nokkrum viðbótarbreytingum.%0DNefndin óskar eftir því að lega göngustíga og strætóbiðstöðva verði skoðuð nánar með tilliti til umferðaröryggis.
8. Umsókn um starfsmannabúðir á Tungumelum200701289
Nýtt erindi frá Ístaki þar sem sótt er um vinnubúðir á lóð nr. 21 við Bugðufljót. Lögð fram endurskoðuð drög að skilmálum fyrir vinnubúðir.
Nýtt erindi frá Ístaki þar sem sótt er um vinnubúðir á lóð nr. 21 við Bugðufljót. Lögð fram endurskoðuð drög að skilmálum fyrir vinnubúðir.%0DNefndin fellst á framlögð drög að skilmálum með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum, m.a. að búðirnar verði fyrir 60 manns. Nefndin samþykkir jafnframt staðsetningu búðanna skv. framlögðum gögnum og felur byggingarfulltrúa frekari afgreiðslu málsins þegar fullnægjandi gögn hafa borist.%0D
9. Auglýsingaskilti við Vesturlandsveg, umsókn Helgafellsbygginga200704045
Von er á nýju erindi, sbr. bókun á 197. fundi, með annarri staðsetningu og endurskoðaðri stærð skiltis. Verður sent í tölvupósti á mánudag.
Lagt fram nýtt erindi Helgafellsbygginga um 2 x 5 m auglýsingaskilti norðan Álafossvegar, austan Vesturlandsvegar. %0DNefndin gerir ekki athugasemdir við stærð fyrirhugaðs skiltis og staðsetningu í aðalatriðum, en endanleg staðsetning verði ákveðin í samráði við byggingarfulltrúa.
10. Rituhöfði 3, fyrirspurn um stækkun á stofu til norðurs200703151
Lögð fram umsögn skipulagshöfundar, sbr. bókun á 197. fundi.
Lögð fram umsögn skipulagshöfundar, sbr. bókun á 197. fundi.%0DUmræður, afgreiðslu frestað.
11. Víðihóll I, Hrísbrúarlandi, ósk um viðbyggingu.200704126
Ingigerður Guðbjörnsdóttir og Robert Berman sækja þann 20. apríl 2007 um leyfi til viðbyggingar við núverandi frístundahús.
Ingigerður Guðbjörnsdóttir og Robert Berman sækja þann 20. apríl 2007 um leyfi til viðbyggingar við núverandi frístundahús.%0DNefndin getur ekki fallist á erindið þar sem þarna er ekki gert ráð fyrir frístundabyggð í aðalskipulagi.
12. Vörubílastæði við Bogatanga, kvörtun200704114
Sigríður Jónsdóttir kvartar í tölvupósti dags. 17. apríl 2007 fyrir hönd íbúa við Bollatanga 10-20 yfir ónæði af vörubílastæði við Bogatanga og krefst þess að stæðið verði fært burt.
Sigríður Jónsdóttir kvartar í tölvupósti dags. 17. apríl 2007 fyrir hönd íbúa við Bollatanga 10-20 yfir ónæði af vörubílastæði við Bogatanga og krefst þess að stæðið verði fært burt.%0DNefndin óskar eftir áliti skipulagshöfundar á málinu.
13. Amsturdam 4 umsókn um byggingarleyfi breyting á bílskúr200704109
Davíð Karlsson f.h. Kristrúnar Sigursteinsdóttur sækir þann 16. apríl 2007 um leyfi til að rífa bílskúr og byggja annan í staðinn.
Davíð Karlsson f.h. Kristrúnar Sigursteinsdóttur sækir þann 16. apríl 2007 um leyfi til að rífa bílskúr og byggja annan í staðinn.%0DNefndin er neikvæð gagnvart erindinu vegna stærðar og staðsetningar fyrirhugaðs bílskúrs.
14. Háholt 4A, nýbygging - Umsókn um byggingarleyfi200603030
Gestur Ólafsson arkitekt f.h. Háholts ehf. fer þess á leit í bréfi dags. 7. apríl 2007 að aðkoma að lóðinni fái að haldast eins og hún er, frá Háholti.%0D(Nefndin hefur áður hafnað samskonar beiðni)
Gestur Ólafsson arkitekt f.h. Háholts ehf. fer þess á leit í bréfi dags. 7. apríl 2007 að aðkoma að lóðinni fái að haldast eins og hún er, frá Háholti.%0DNefndin felur Umhverfisdeild að kanna aðra kosti um aðkomu að lóðinni í samráði við umsækjanda.%0D
15. Egilsmói 4, ums. um breytingar á deiliskipulagi200704145
Signý Hafsteinsdóttir óskar þann 24. apríl 2007 eftir breytingu á deiliskipulagi varðandi hámarksstærð og hámarkshæð húss á lóðinni Egilsmói 4.
Signý Hafsteinsdóttir óskar þann 24. apríl 2007 eftir breytingu á deiliskipulagi varðandi hámarksstærð og hámarkshæð húss á lóðinni Egilsmói 4.%0DFrestað.
16. Stórikriki 23, umsókn um byggingarleyfi200609001
Tómas Unnsteinsson óskar eftir frávikum frá deiliskipulagi, sem felast í því að gerð verði aukaíbúð og húsið verði tveggja hæða.
Tómas Unnsteinsson óskar eftir frávikum frá deiliskipulagi, sem felast í því að gerð verði aukaíbúð og húsið verði tveggja hæða.%0DFrestað.
17. Hamrabrekkur, ósk um breytingu á deiliskipulagi200704173
Jónas Blöndal óskar með bréfi dags. 16. apríl eftir því að deiliskipulag Hamrabrakkna verði endurskoðað, þannig að hámarksstærð frístundahúsa verði aukin.%0D(Meðf. eru fyrri bókanir nefndarinnar um samskonar óskir.)
Jónas Blöndal óskar með bréfi dags. 16. apríl eftir því að deiliskipulag Hamrabrekkna verði endurskoðað, þannig að hámarksstærð frístundahúsa verði aukin.%0DFrestað.