19. desember 2007 kl. 16:30,
bæjarstjórnarsalur
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Kosning í nefndir200712164
Til máls tók: HSv.%0D%0DTillaga um nýjan aðalmann í Stjórn Strætó bs. %0DHafsteinn Pálsson sem aðalmaður í stað Haraldar Sverrissonar.%0D%0DTillagan samþykkt samhljóða.
6. Fjárhagsáætlun 2008. Síðari umræða.200711033
Fyrir liggur rekstrar- og fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar og stofnana hans fyrir árið 2008 og inniheldur:%0D- samantekt A og B hluta bæjarsjóðs og stofnana hans%0D sem skiptist í rekstrarreikning, efnahagsreikning %0D og sjóðsstreymisyfirlit.%0D%0DEinnig liggja fyrir eftirtaldar gjaldskrár:%0DYfirlit fasteignagjalda árið 2008 %0Dgjaldskrá hundahald í Mosfellsbæ %0Dgjaldskrá vegna ljósritunar %0DNámskeiðisgjalda í félagsstarfi aldraðra%0DFerðaþjónusta í félagsstarfi aldraðra%0Dgjaldskrá heimsending fæðis%0Dgjaldskrá tónlistardeildar Listaskóla Mosfellsbæjar %0Dgjaldskrá Skólahljómsveitar Mosfellsbæjar %0Dgjaldskrá Íþróttamiðstöðvarinnar að Varmá %0Dgjaldskrá gæsluvalla í Mosfellsbæ %0Dgjaldskrá vegna rekstrarstyrkja til einkarekinna leikskóla%0Dgjaldskrá vegna niðurgreiðslu til foreldra barna í daggæslu dagforeldra %0Dgjaldskrá Skólagarða Mosfellsbæjar %0Dgjaldskrá í frístundaseljum%0Dgjaldskrá fyrir mötuneyti grunnskóla Mosfellsbæjar%0Dgjaldskrá félagsmiðstöðin Bólið%0Dgjaldskrá Bókasafns Mosfellsbæjar %0Dgjalddskrá leikskóla Mosfellsbæjar%0Dgjaldskrá byggingarfulltrúans í Mosfellsbæ%0Dgjaldskrá fráveitugjalda í Mosfellsbæ %0Dgjaldskrá sorphirðu í Mosfellsbæ%0Dgjaldskrá úttekt-, vottorða- og íbúðaskoðanagjalda í Mosfellsbæ%0Dgjaldskrá Vatnsveitu Mosfellsbæjar %0Dgjaldskrá Hitaveitu Mosfellsbæjar %0D%0DTil máls tóku: HSv, KT, JS, HBA, MM og GDA.%0D%0DBæjarstjóri Haraldur Sverrisson fór yfir helstu tölur í fjárhagsáætlun fyrir árið 2008 og útskýrði helstu stærðir. Bæjarstjóri þakkaði í lokin starfsmönnum fyrir mikil og vel unnin störf við undirbúning og framsetningu áætlunarinnar.%0D%0DForseti las því næst upp greinargerð D- og V lista.%0D%0DGreinargerð meirihluta D- og V lista. %0D%0DMegináherslur fjárhagsáætlunarinnar er aukin og bætt þjónusta við íbúa, uppbygging á þjónustumannvirkjum í ört stækkandi sveitarfélagi og að rekstur verði áfram ábyrgur, traustur og til fyrirmyndar. %0D%0DÚtsvarsprósenta verður óbreytt milli ára eða 12,94% og er Mosfellsbær eitt fárra sveitarfélaga sem ekki fullnýtir útsvarsprósentuna. Gert er ráð fyrir að heildarskuldir bæjarfélagsins og skuldir á íbúa haldi áfram að lækka. %0D%0DÁ árinu 2008 er áætlað að verja um 775 mkr. til uppbyggingu skóla- og íþróttamannvirkja, þ.m.t. byggingu nýrra grunn- og leiksskóla, hafist verði handa við byggingu framhaldsskóla í samvinnu við ríkið og sérstökum endurbótum á eldra skólahúsnæði í bæjarfélaginu. Áætlunin gerir ráð fyrir fjármunum til byggingar menningarhúss í miðbænum og hjúkrunarheimilis á Hlaðhömrum.%0D%0DÁfram verður haldið á þeirri braut að Mosfellsbær verði í fremstu röð í þjónustu sinni við barnafjölskyldur. Útgjöld til fræðslumála aukast um tæp 18% eða um 275 mkr. og er það í takt við aukna þjónustu.. Leikskólavist 5 ára barna verður gjaldfrjáls og með því áfram stuðlað að lægri kostnaði fyrir barnafjölskyldur. %0D%0DGert er ráð fyrir því að á árinu 2008 fari fram vinna við að samtvinna starf í frístundaseljum almennu grunnskólastarfi þannig að til verði heilsdagsskóli í fullmótaðri mynd fyrir yngstu bekki grunnskólans. Þegar þessu markmiði er náð gefst tækifæri til að fella niður gjaldtöku fyrir frístundasel þannig að nám og vera í grunnskólum verði gjaldfrjáls. %0D%0DSú nýjung verður kynnt á árinu 2008 að teknar verða upp heimgreiðslur til foreldra eins til tveggja ára barna til að jafna stöðu þeirra og stuðla að því að foreldrar geti verið lengur heima hjá ungum börnum sínum.%0D%0DGert er ráð fyrir verulegri hækkun á framlagi til íþrótta- og tómstundafélaga vegna barna og unglingastarfs sem og að frístundagreiðslur hækki og aldursviðmið þeirra.%0D%0DFjárhagsáætlunin gerir ráð fyrir að sérstakt átak verði gert í umhverfismálum með ráðningu umhverfisstjóra sem m.a. hafi málefni staðardagskrár 21 á sinni könnu sem og auknum framlögum til umhirðu opinna svæða og leikvalla.%0D%0D%0DTillögur Samfylkingarinnar lagðar fram við fyrri umræðu voru því næst bornar upp í heild sinni og felldar með fjórum atkvæðum gegn þremur.%0D%0D%0DHelstu niðurstöðutölur í fyrirliggjandi rekstrar- og fjárhagsáætlun %0Deru eftirfarandi í þús. kr.:%0DTekjur: 4.065.323 %0DGjöld: 3.798.642%0DFjármagnsgjöld: 175.097%0DRekstrarniðurstaða: 736.584%0DEignir í árslok: 7.088.313%0DEigið fé í árslok: 3.420.956%0DFjárfestingar: 1.131.000 %0D%0DFramlögð rekstrar- og fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2008, og framlagðar gjaldskrár bornar upp og samþykktar með fjórum atkvæðum.%0D%0D%0DBókun S-lista við afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2008.%0D%0DFjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir komandi ár er stefnumörkun sitjandi meirihluta um rekstur og framkvæmdir í sveitarfélaginu og um það þjónustustig sem meirihlutanum finnst eðlilegt að íbúar bæjarins búi við. %0DÁ undanförnum árum hefur verið ríkjandi þensluástand á Íslandi. Mosfellsbær hefur notið góðs af auknum tekjum einstaklinga í hærri gjöldum þessara sömu einstaklinga til sveitarfélagsins. Þá hafa hækkandi gjaldskrár bæjarfélagsins og þá sér í lagi fasteignagjöld lagt bæjarfélaginu til enn auknar tekjur. Þó ýmislegt sé jákvætt við þessa fjárhagsáætlun telja bæjarfulltrúar Samfylkingar að gera megi betur. %0DÞrátt fyrir fögur fyrirheit um niðurfellingu leikskólagjalda í áföngum eru engin ný skref tekin í þá átt samkvæmt fyrirliggjandi fjárhagsáætlun. Þvert á móti felur fjárhagsáætlunin í sér 4% hækkun á leikskólagjöldum. Það eru athyglisverðar staðreyndir um sýn meirihluta D og V lista á stöðu þeirra sem nýta sér félagslega þjónustu bæjarins sem fram koma í fjárhagsáætlun bæjarins fyrir árið 2008. Hækka á gjald lífeyrisþega fyrir félagslega heimaþjónustu um 5,32%, gjald fyrir ferðaþjónustu fatlaðra mun hækka um 12% húsaleiga í félagslegum leiguíbúðum mun hækka um 13-14%, gjald fyrir eina klst. á gæsluvelli mun hækka um 20% og 10 miða kort fyrir börn í íþróttamiðstöð Varmár á að hækka um 16,67%. Það er skoðun Samfylkingarinnar að félagsleg heimaþjónusta vegna aldraðra, fatlaðra og sjúkra eigi að vera gjaldfrjáls. Í fjárhagsáætlun fyrir árið 2008 er þörf fyrir hækkun á húsaleigu í félagslegum leiguíbúðum rökstudd af hálfu meirihlutans með því að hallarekstur sé á húsnæðinu. Hér gætir grundvallarmisskilnings um rekstur félagslegs leiguhúsnæðis að mati Samfylkingarinnar. Tilgangur með útleigu þessa húsnæðis er ekki að afla bæjarfélaginu tekna heldur sá að útvega því fólki húsnæði sem vegna stöðu sinnar getur ekki keypt eða leigt húsnæði á almennum markaði.%0DAð mati Samfylkingarinnar er brýnt að stórauka framlög til starfsemi grunnskólanna í bænum. Langvarandi aðhald er farið að koma niður á möguleikum grunnskólanna til þróunar á skólastarfi sem og stuðningsþjónustu þeirra. %0DSamfylkingin lagði fram fjölmargar tillögur við fyrri umræðu fjárhagsáætlunarinnar sem nú hafa verið felldar af meirihluta sjálfstæðismanna og VG. Tillögur þessar miðuðu að því koma til móts við þá sem minna mega sín í samfélagi okkar sem og gagnvart barnafjölskyldum. Það er því okkur vonbrigði að engin þessara tillagna hafi náð fram að ganga.%0D%0D%0DBókun B lista.%0D%0DUndanfarin ár hafa verið afar hagstæð fyrir rekstur sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.%0DHækkun fasteignamats, kauphækkanir umfram verðlag, sala byggingarréttar og íbúafjölgun hafa skilað bæjarfélaginu hærri tekjum og styrkt alla uppbyggingu og rekstur langt umfram það sem áætlanir gerðu ráð fyrir. Slíkur vöxtur og útþensla hefur líka skapað mikið vinnuálag á starfsfólk sveitarfélagsins og vil ég nota tækifærið til að þakka starfsmönnum bæjarins fyrir mjög gott starf oft við erfiðar aðstæður.%0DFjárhagsáætlun sveitarfélags hverju sinni er stefnumörkun meirihluta bæjarstjórnar. Stefnumörkun um rekstur, framkvæmdir, uppbyggingu og þjónustustig á komandi árum. %0DÁætlunin fyrir árið 2008 er um margt ágæt og ber hún með sér aðhald og hagkvæmni á mörgum sviðum en einsýnt er að ekki er um bætta þjónustu og aukin gæði að ræða. %0D%0DFramsóknarmenn hefðu viljað sjá meiri metnað í fjárhagsáætluninni og m.a. viljað sjá meiri fjármunum veitt til skólamála, uppbyggingu sem reksturs. Við minnum á framlagðar tillögur okkar undanfarin ár um fríar skólamáltíðir svo og ritföng að ákveðnu marki sem ekki er að sjá í þessari fjárhagsáætlun. Við bendum á að samkvæmt upplýsingum úr árbók sveitarfélaga má sjá að útgjöld Mosfellsbæjar á hvern nemenda í grunnskóla er nokkuð undir meðaltali hvort sem litið er á landsmeðaltal eða meðaltal höfuðborgarsvæðis.%0D%0DGríðarleg fólksfjölgun er áætluð á árinu 2008 eða um 11% og er því mikilvægt að sveitarfélagið kappkosti að fylgja eftir þjónustu við þessa nýju bæjarbúa. Það er gagnrýnivert hversu seint uppbygging skólamannvirkja er áætluð með tilliti til þessarar miklu fjölgunar.%0D%0D%0DBókun bæjafulltrúa D- og V lista.%0D%0DBæjarfulltrúar S– lista lögðu fram 11 tillögur við fyrri umræðu fjárhagsáætlunar 2008. Margar þessara tillagna kalla á aukin útgjöld sveitarfélagsins og aðrar byggja á grundvallarmisskilningi. Á það ber að líta að gjöld íbúa Mosfellsbæjar til sveitarfélagsins er með því lægsta sem gerist meðal annarra sveitarfélaga á landinu og þjónustugjöldum er stillt í hóf.%0DÞær hófstilltu breytingar á þjónustugjöldum sem nú eru kynntar eru í fullkomnum takti við almenna þróun verðlags í landinu og ættu ekki að vera íbúum sveitarfélagsins íþyngjandi. Hafa ber í huga í ört stækkandi sveitarfélagi þar sem framundan eru miklar fjárfestingar í grunnþjónustu s.s. með byggingu leik- og grunnskóla verður að sýna ábyrga og trausta fjármálastjórn. Í tillögum minnihlutans um að gera 9. tímann í leikskólavistun á 5 ára deildum gjaldfrjálsan til jafns við hina 8 er verið að vinna gegn þeirri stefnu sveitarfélagisns að byggja upp fjölskylduvænt samfélag þar sem verið er að ýta undir aukna fjarveru barna og forrráðamanna. Það er ekki rétt hjá fulltrúum S – lista að breyting á gjaldskrá húsaleigu félagslegs leiguhúsnæðis sé gert í þeim tilgangi að afla sveitarfélaginu tekna, hér er um eðlilega breytingu að ræða til samræmis við þróun á íslenskum húsnæðismarkaði og vilja bæjarfulltrúar D og V lista ítreka það að skjólstæðingar sveitarfélagsins sem einhverra hluta vegna geta ekki staðið undir þessum breytingum munu að sjálfsögðu, hér eftir sem hingað til, fá félagslega aðstoð. %0DBæjarfulltrúar D- og V lista lýsa sérstakri undrun sinni á síendurteknum bókunum minnihlutans um skólastarf í bæjarfélaginu sem fela í sér aðför að hinu frábæra skólastarfi sem fram fer í grunnskólunum í Mosfellsbæ. Gróskumikið og metnaðarfullt starf fer fram í grunnskólum bæjarins eins og alþjóð veit. Í fjárhagsáætlun ársins 2008 er gert ráð fyrir um 18% hækkun á framlögum til grunnskóla bæjarins. Það að bera saman kostnað við rekstur grunnskóla í Mosfellsbæ við meðaltal á landsvísu eða höfuðborgarsvæðinu er óraunhæft. Ekki er verið að bera saman sambærilegar rekstrareiningar. Forstöðumenn hafa staðið sig afar vel í rekstri grunnskólanna okkar, sem hefur leitt af sér traustan rekstur og ábyrga fjármálastjórn samhliða faglegu og frjóu skólastarfi. Því verður ekki séð annað en að framkomin fjárhagsáæltun fyrir árið 2008 muni tryggja frábært skólastarf í Mosfellsbæ nú sem fyrr.%0DBæjarfulltrúar D- og V lista vilja ítreka að framkomin fjárhagsáætlun fyrir árið 2008 sýnir svo ekki verði um villst að rekstur bæjarsjóðs er í traustum höndum, sveitarfélagið er vel rekið, embættismenn og starfsmenn sveitarfélagsins skila framúrskarandi starfi undir styrkum og samhentum meirihluta D- og V lista. Það er bjargföst trú bæjarfulltrúa D- og V lista að samspil trausts rekstrar, lágra opinberra gjalda, hóflegra þjónustugjalda ásamt metnaðarfullri þjónustu við íbúa á öllum sviðum eigi ríkan þátt í því að gera Mosfellsbæ að eftirsóknarverðu og fjölskylduvænu sveitarfélagi.%0D%0D%0DKarl Tómasson forseti þakkaði bæjarstjórnarmönnum samstarfið á árinu sem er að líða og óskaði þeim og starfsmönnum Mosfellsbæjar öllum gleðilegra jóla árs og friðar.
Fundargerðir til kynningar
2. Stjórn skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins fundargerð 280. fundar200712040
Fundargerð 280. fundar Stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins lögð fram.
3. Strætó bs fundargerð 97. fundar200712042
Fundargerð 97. fundar Strætó bs. lögð fram.
4. Sorpa bs. fundaragerð 244. fundar200712045
Fundargerð 244. fundar Sorpu bs. lögð fram.
5. Stjórn SSH, fundargerð 314. fundar200712063
Fundargerð 314. fundar Stjórnar SSH lögð fram.
Fundargerðir til staðfestingar
7. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 857200712001F
Fundargerð 857. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu eins og einstök erindi bera með sér.
7.1. Erindi Impru varðandi "Brautargengi" 200708251
Áður á dagskrá 840. fundar bæjarráðs þar sem erindinu var vísað til umsagnar atvinnu- og ferðamálanefndar og fjölskyldunefndar til umsagnar. Umsagnir þeirra fylgja með.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 857. fundar bæjarráðs, staðfest á 481. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
7.2. Erindi Skattaþjónustunnar ehf. varðandi nýbýlið Sólheima í Mosfellsbæ 200709138
Áður á dagskrá 843. fundar bæjarráðs þar sem bæjarstjóra var falið að ræða við bréfritara. Bæjarstjóri kynnir efni viðræðana sinna.%0DErindinu var frestað á 856. fundi bæjarráðs.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
7.3. Erindi Reykjavíkuborgar varðandi uppgjör viðskiptaskulda vegna skíðasvæðanna 200711258
Þessu erindi var frestað á 856. fundi bæjarráðs.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 857. fundar bæjarráðs, staðfest á 481. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
7.4. Starfsmannamál 200710209
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 857. fundar bæjarráðs, staðfest á 481. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
7.5. Rafræn þjónusta í Mosfellsbæ 200711305
Athugið að skýrslu ParX er að finna á nefndargáttinni.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 857. fundar bæjarráðs, staðfest á 481. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
7.6. Erindi Umhverfisráðuneytisins varðandi starfsreglur um svæðisskipulag 200711278
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
7.7. Erindi Lánasjóðs sveitarfélaga varðandi fasteignafélag sveitarfélaga 200711289
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
7.8. Erindi Barnaheillar varðandi umsókn um styrk til verkefnisins Stöðvum Barnaklám á netinu 200711294
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 857. fundar bæjarráðs, staðfest á 481. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
7.9. Erindi Dóms- og kirkjumálaráðuneytis varðandi reglugerð um lögreglusamþykktir 200712013
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
7.10. Þakkarbréf Salome Þorkelsdóttur heiðursborgara 200712036
Niðurstaða þessa fundar:
Þakkarbréf Salome Þorkelsdóttur lagt fram.
8. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 858200712006F
Fundargerð 858. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu eins og einstök erindi bera með sér.
8.1. Erindi Gefjunar ehf. varðandi innheimtu á byggingargjöldum 200608019
Áður á dagskrá 855. fundar bæjarráðs og þá frestað. Bæjarritari gerir grein fyrir framkomnum minnisblöðum í málinu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 858. fundar bæjarráðs, staðfest á 481. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
8.2. Erindi Dýralæknafélags Íslands varðandi stofnun örmerkjagagnagrunns gæludýra 200711115
Áður á dagskrá 853. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar bæjarverkfræðings og Heilbrigðiseftirlits Kjósarsýslu. Umsagnirnar fylgja með.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 858. fundar bæjarráðs, staðfest á 481. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
8.3. Erindi Monique van Oosten varðandi framleigu á leigusamningi Selholts 200711201
Áður á dagskrá 856. fundar bæjarráðs, þar sem bæjarritara var falið að ræða við bréfritara. Bæjarritari gerir grein fyrir þeim viðræðum og með fylgir uppkast að breyttum leigusamningi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 858. fundar bæjarráðs, staðfest á 481. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
8.4. Endurskoðun á samkomulagi um leikskóladvöl barna, sem flytjast milli leikskóla á höfuðborgarsvæðinu 200702135
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 858. fundar bæjarráðs, staðfest á 481. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
8.5. Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi þjónustu- og viðhorfskönnun 200711266
Niðurstaða þjónustu- og viðhorfskönnunar til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Þjónustu- og viðhorfskönnun lögð fram.
8.6. Húsnæðismál bæjarskrifstofa 200712026
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 858. fundar bæjarráðs, staðfest á 481. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
8.7. Erindi Neytendasamtakanna varðandi styrkveitingu 200712031
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 858. fundar bæjarráðs, staðfest á 481. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
8.8. Erindi Aftureldingar varðandi áskorun til bæjarstjórnar 200712033
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 858. fundar bæjarráðs, staðfest á 481. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
8.9. Erindi UMFA varðandi Norðurlandamót unglinga U19 í blaki 200712037
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 858. fundar bæjarráðs, staðfest á 481. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
8.10. Greiðsludreifing fasteignagjalda og lágmarksupphæð 200712050
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 858. fundar bæjarráðs, staðfest á 481. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
8.11. Reglur um afslátt af fasteignagjöldum til elli- og örorkulífeyrisþega 200712051
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 858. fundar bæjarráðs, staðfest á 481. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
8.12. Erindi Björgunarsveitarinnar Kyndils varðandi flugeldasýningar 200712058
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 858. fundar bæjarráðs, staðfest á 481. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
8.13. Erindi Fróða Jóhannssonar varðandi skiptingu á landi. 200712060
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 858. fundar bæjarráðs, staðfest á 481. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
8.14. Staðsetning færanlegra kennslustofa austan Vesturlandsvegar 200711039
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 858. fundar bæjarráðs, staðfest á 481. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
9. Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar - 101200712004F
Fundargerð 101. fundar fjölskyldunefndar lögð fram til afgreiðslu eins og einstök erindi bera með sér.
9.1. Erindi KHÍ varðandi rannsóknina Þekking barna á ofbeldi á heimilum 200711106
Málinu var frestað á 100. fundi fjölskyldunefndar 27. nóvember 2007.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 101. fundar fjölskyldunefndar, staðfest á 481. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
9.2. Reglur fjölskyldusviðs, endurskoðun 200711024
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 101. fundar fjölskyldunefndar, staðfest á 481. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
9.3. Fundir fjölskyldunefndar árið 2008 200712043
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
9.4. Kynning á rannsóknarverkefni 200709209
Málinu var frestað á 100. fundi fjölskyldunefndar 27. nóvember 2007.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
10. Fræðslunefnd Mosfellsbæjar - 191200711043F
Fundargerð 191. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu eins og einstök erindi bera með sér.
10.1. Staðsetning færanlegra kennslustofa austan Vesturlandsvegar 200711039
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 191. fundar fræðslunefndar, staðfest á 481. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
10.2. Fjárhagsáætlun grunnskóla - þróun nemendafjölda 2003-11 200711271
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
10.3. Fjárhagsáætlun grunnskóla - kvótasetning 2008 200711270
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
10.4. Fjárhagsáætlun 2008 - fræðslusvið 200711272
%0D%0DViðkomandi aðilar mæti samkvæmt neðangreindu:%0D%0DKl. 17:15 Grunnskólar%0D%0D%0DKl. 18:30-19:00 Hlé%0D%0D%0DKl. 19:00 Listaskóli, Skólahljómsveit og leikskólar.%0D%0DÁætluð fundarlok 20:30.
Niðurstaða þessa fundar:
Kynning á fjárhagsáætlun fyrir fræðslusvið lögð fram.
11. Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar - 124200711041F
Fundargerð 124. fundar íþrótta- og tómstundanefndar lögð fram til afgreiðslu eins og einstök erindi bera með sér.
11.1. Reglur vegna kjörs íþróttamanns ársins 200711264
VINSAMLEGA ATHUGIÐ FUNDURINN ER KL. 16:50 Á MÁNUDEGI!!!
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 124. fundar íþrótta- og tómstundanefndar, varðandi reglur vegna kjörs íþróttamanns ársins, staðfest á 481. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
11.2. Fjárhagsáætlun 2008 - íþrótta- og tómstundasvið 200711263
VINSAMLEGA ATHUGIÐ FUNDURINN ER KL. 16:50 Á MÁNUDEGI!!!
Niðurstaða þessa fundar:
Kynning á fjárhagsáætlun lögð fram.
12. Skipulags- og byggingarnefnd Mosfellsbæjar - 216200712005F
Fundargerð 216. fundar skipulags- og byggingarnefndar lögð fram til afgreiðslu eins og einstök erindi bera með sér.
12.1. Reykjamelur 19, umsókn um byggingarleyfi fyrir garðáhaldahús 200609178
Á 214. fundi samþykkti nefndin að grenndarkynna nýja tillögu að staðsetningu garðáhaldahúss. Á 479. fundi bæjarstjórnar var samþykkt tillaga um að fresta afgreiðslu erindisins og vísa því aftur til nefndarinnar. Frestað á 215. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Erindi frestað á 216. fundi. Frestað á 481. fundi bæjarstjórnar.
12.2. Ástu-Sólliljugata 23-25, ósk um breytingu á deiliskipulagi 200710206
Á 214. fundi samþykkti nefndin að grenndarkynna tillögu að breyttri aðkomu að lóðinni en hafnaði ósk um hækkun nýtingarhlutfalls. Óskað er eftir að fjallað verði að nýju um nýtingarhlutfallið. Frestað á 215. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 216. fundar skipulags- og byggingarnefndar, staðfest á 481. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
12.3. Reykjavegur 62, erindi varðandi skiptingu lóðar. 200711223
Einar Jónsson óskar þann 21. nóvember eftir því að lóðinni verði skipt upp í tvær einbýlislóðir, skv. meðf. tillögu Sveins Ívarssonar að deiliskipulagi. Frestað á 215. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 216. fundar skipulags- og byggingarnefndar, staðfest á 481. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
12.4. Álafossvegur 20, umsókn um byggingarleyfi 200702168
Grenndarkynningu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Álafosskvosar lauk þann 7. desember 2007. Engin athugasemd barst.
Niðurstaða þessa fundar:
Erindi frestað á 216. fundi. Frestað á 481. fundi bæjarstjórnar.
12.5. Háholt 7 (Áslákur), breyting á deiliskipulagi 200708032
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina Háholt 7 var auglýst þann 19. október 2007 með athugasemdafresti til 30. nóvember 2007. Engin athugasemd barst.
Niðurstaða þessa fundar:
Erindi frestað á 216. fundi. Frestað á 481. fundi bæjarstjórnar.
12.6. Dalland, ósk um samþykkt deiliskipulags 200709090
Tillaga að deiliskipulagi Dallands sunnan Nesjavallavegar var auglýst þann 19. október 2007 með athugasemdafresti til 30. nóvember 2007. Engin athugasemd barst.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 216. fundar skipulags- og byggingarnefndar, staðfest á 481. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
12.7. Erindi frá Guðjóni Halldórssyni, Fitjum, um göngubrú á Leirvogsá. 200511006
Tillaga að deiliskipulagi vegna brúar á Leirvogsá var auglýst þann 15. október 2007 af Mosfellsbæ og Reykjavíkurborg í sameiningu, með athugasemdafresti til 26. nóvember 2007. Ein athugasemd barst til Mosfellsbæjar, frá stjórn Veiðifélags Leirvogsár, dags. 21. nóvember 2007. Áður á dagskrá 215. fundar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 216. fundar skipulags- og byggingarnefndar, staðfest á 481. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
12.8. Markholt 2, ósk um breytingu á deiliskipulagi (8 íb.) 200709060
Gestur Ólafsson arkitekt f.h. lóðarhafa Markholts 2 leitar með bréfi dags. 4. september 2007 eftir heimild til að breyta skipulagi lóðarinnar í samræmi við meðfylgjandi drög að deiliskipulagi, sem gera ráð fyrir 8 íbúða húsi. Gerð verður grein fyrir kynningarfundi sem starfsmenn áttu með nágrönnum þann 6. desember 2007, þar sem nágrannar lögðu fram meðfylgjandi bréf.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 216. fundar skipulags- og byggingarnefndar, staðfest á 481. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
12.9. Ístak, umsókn um deiliskipulag á Tungumelum 200703032
Kynnt verða drög að deiliskipulagi athafnasvæðis á Tungumelum næst Köldukvísl, sbr. m.a. bókun á 202. fundi. Óskað er eftir afstöðu nefndarinnar til afmörkunar svæðisins.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 216. fundar skipulags- og byggingarnefndar, staðfest á 481. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
12.10. Erindi Huldu Sigurvinsdóttur og Halldórs Sigurðssonar varðandi skráningu lögheimilis 200711279
Hulda Sigurvinsdóttir og Halldór Sigurðsson óska þann 27.11.2007 eftir því að heiti fasteignar þeirra, landnúmer 125533, verði skráð Leiðarendi við Hafravatnsveg.
Niðurstaða þessa fundar:
Erindi frestað á 216. fundi. Frestað á 481. fundi bæjarstjórnar.
12.11. Klapparhlíð 3 umsókn um uppsetningu á farsímaloftneti 200712021
Gunnar Guðnason f.h. Nova ehf. sækir þann 4. desember 2007 um leyfi til að setja upp farsímaloftnet á 4 m hárri súlu á þakbrún Klapparhlíðar 3 skv. meðf. teikningum.
Niðurstaða þessa fundar:
Erindi frestað á 216. fundi. Frestað á 481. fundi bæjarstjórnar.
12.12. Reykjahlíð 2 umsókn um uppsetningu á farsímaloftneti 200712022
Gunnar Guðnason f.h. Nova ehf. sækir þann 4. desember 2007 um leyfi til að setja upp farsímaloftnet á þaki dælustöðvar OR skv. meðf. teikningum.
Niðurstaða þessa fundar:
Erindi frestað á 216. fundi. Frestað á 481. fundi bæjarstjórnar.
12.13. Brúnás 10 umsókn um byggingarleyfi 200710121
Davíð Þór Valdimarsson sækir þann 17. október 2007 um leyfi til að byggja einbýlishús að Brúnási 10 skv. meðf. teikningum. Í umsókninni felst að óskað er eftir samþykki fyrir aukaíbúð í húsinu.
Niðurstaða þessa fundar:
Erindi frestað á 216. fundi. Frestað á 481. fundi bæjarstjórnar.