7. nóvember 2006 kl. 07:00,
bæjarráðssalur
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
1. Erindi frá Kópavogsbæ, breyting á svæðisskipulagi höfuðb.sv.- Vatnsendahvarf200610198
Bæjarstjóri Kópavogsbæjar óskar með bréfi dags. 26. október eftir athugasemdum Mosfellsbæjar ef einhverjar eru við áform um að breyta svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins og aðalskipulagi Kópavogs á þann veg að 6 ha opið svæði við Vatnsendahvarf breytist úr opnu svæði í verslunar- og þjónustusvæði og þar verði byggðir um 24.000 m2 atvinnuhúsnæðis. Vísað til nefndarinnar 2. nóvember 2006 af bæjarráði til umsagnar og afgreiðslu.
Bæjarstjóri Kópavogsbæjar óskar með bréfi dags. 26. október eftir athugasemdum Mosfellsbæjar ef einhverjar eru við áform um að breyta svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins og aðalskipulagi Kópavogs á þann veg að 6 ha opið svæði við Vatnsendahvarf breytist úr opnu svæði í verslunar- og þjónustusvæði og þar verði byggðir um 24.000 m2 atvinnuhúsnæðis. Vísað til nefndarinnar 2. nóvember 2006 af bæjarráði til umsagnar og afgreiðslu.%0DNefndin gerir ekki athugasemdir við erindið.
2. Erindi frá Kópavogsbæ, breyting á svæðisskipulagi höfuðb.sv.- Kjóavallasvæði200610203
Bæjarstjóri Kópavogsbæjar óskar með bréfi dags. 26. október eftir athugasemdum Mosfellsbæjar ef einhverjar eru við áform um að breyta svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins og aðalskipulagi Kópavogs á þann veg að óbyggt svæði að Kjóavöllum sem umlykur núverandi hesthúsasvæði breytist í opið svæði til sérstakra nota þannig að hesthúsasvæði verði alls um 26 ha. Vísað til nefndarinnar 2. nóvember 2006 af bæjarráði til umsagnar og afgreiðslu.
Bæjarstjóri Kópavogsbæjar óskar með bréfi dags. 26. október eftir athugasemdum Mosfellsbæjar ef einhverjar eru við áform um að breyta svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins og aðalskipulagi Kópavogs á þann veg að óbyggt svæði að Kjóavöllum sem umlykur núverandi hesthúsasvæði breytist í opið svæði til sérstakra nota þannig að hesthúsasvæði verði alls um 26 ha. Vísað til nefndarinnar 2. nóvember 2006 af bæjarráði til umsagnar og afgreiðslu.%0DNefndin gerir ekki athugasemdir við erindið.
3. Erindi Skógræktarfélags Íslands, varðandi skýrslu um stefnumörkun200610197
Lagt fram bréf Skógræktarfélags Íslands dags. 25. október 2006, þar sem hvatt er til þess að verkefnið "Græni trefillinn" verði tekið inn í formlegar framkvæmdaáætlanir og auknu fjármagni veitt til þess. Vísað til nefndarinnar til kynningar af bæjarráði 2. nóvember 2006
Lagt fram bréf Skógræktarfélags Íslands dags. 25. október 2006, þar sem hvatt er til þess að verkefnið "Græni trefillinn" verði tekið inn í formlegar framkvæmdaáætlanir og auknu fjármagni veitt til þess. Vísað til nefndarinnar til kynningar af bæjarráði 2. nóvember 2006.%0DLagt fram.%0D
4. Erindi Skógræktarfélags Ísl. v. vægi skógræktar í aðal- og deiliskipulagsáætlunum200610201
Lagt fram bréf Skógræktarfélags Íslands dags. 25. október 2006, þar sem hvatt er til þess að skógrækt verði ætlað aukið vægi í aðal- og deiliskipulagsáætlunum. Vísað til nefndarinnar til kynningar af bæjarráði 2. nóvember 2006
Lagt fram bréf Skógræktarfélags Íslands dags. 25. október 2006, þar sem hvatt er til þess að skógrækt verði ætlað aukið vægi í aðal- og deiliskipulagsáætlunum. Vísað til nefndarinnar til kynningar af bæjarráði 2. nóvember 2006.%0DErindinu vísað til væntanlegrar vinnu að endurskoðun aðalskipulags.
Almenn erindi
5. Bjartahlíð 27, fyrirspurn um byggingu vinnustofu200608119
Grenndarkynningu vegna umsóknar um byggingu vinnustofu lauk þann 31. október 2006, engin athugasemd barst.
Grenndarkynningu vegna umsóknar um byggingu vinnustofu lauk þann 31. október 2006, engin athugasemd barst.%0DErindinu er vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa þegar fullnægjandi teikningar hafa borist.
6. Stórikriki 59, ósk um breytingu á deiliskipulagi.200607115
Grenndarkynningu á tillögu að breytingum á deiliskipulagi lauk 13. október 2006. Þrjár athugasemdir bárust, sbr bókun á 182. fundi. Lagðar verða fram nýjar sniðteikningar.
Grenndarkynningu á tillögu að breytingum á deiliskipulagi lauk 13. október 2006. Þrjár athugasemdir bárust, sbr bókun á 182. fundi. Lagðar fram nýjar sniðteikningar.%0DNefndin leggur til að fallið verði frá breytingu á nr. 57 en felur starfsmönnum að ræða við nágranna húss nr. 59 um hugsanlegar aðrar útfærslur á húsgerð.
7. Brúarhóll - Vinjar, breyting á deiliskipulagi Teigahverfis200503181
Gerð verður grein fyrir viðræðum við hagsmunaaðila á svæðinu, sbr. bókun á 182. fundi.
Gerð var grein fyrir viðræðum við hagsmunaaðila á svæðinu, sbr. bókun á 182. fundi.%0DNefndin felur skipulagsfulltrúa að annast gildistökuferli skipulagsins með áorðnum breytingum.
8. Deiliskipulag miðbæjar Mosfellsbæjar200504043
Dr. Bjarni Reynarsson skipulagsfræðingur kemur á fundinn kl. 8:00 og gerir grein fyrir hugmyndum um framkvæmd skoðanakönnunar og rýnihópavinnu.
Dr. Bjarni Reynarsson skipulagsfræðingur kom á fundinn og gerði grein fyrir hugmyndum um framkvæmd skoðanakönnunar og rýnihópavinnu.%0DNefndin óskar eftir því að unnið verði áfram að undirbúningi málsins í samræmi við umræður á fundinum.
9. Aðalskipulag, endurskoðun 2006200611011
Umræða um endurskoðun aðalskipulags, sbr. 16. gr. s/b-laga, sem kveður á um að í upphafi kjörtímabils skuli sveitarstjórn meta hvort ástæða sé til endurskoðunar.
Umræða um endurskoðun aðalskipulags, sbr. 16. gr. s/b-laga.%0D
10. Deiliskipulag fyrir lóð Skálatúns200504247
Borist hefur ný tillaga að deiliskipulagi, sbr. bókun á 176. fundi.
Lögð fram ný tillaga að deiliskipulagi unnin af Landslagi ehf., dags. 18.10.2006, sbr. bókun á 176. fundi.%0DUmhverfisdeild er falið að ræða við aðstandendur tillögunnar.%0D%0D
11. Í landi Laxness, fyrirspurn vegna endurbyggingar200509150
Tekið fyrir að nýju, afgreiðslu var frestað á 180. fundi.
Tekið fyrir að nýju, afgreiðslu var frestað á 180. fundi.%0DNefndin felur bæjarverkfræðingi að kanna möguleika á breytingum á vatnsvernd við Guddulaug.
12. Helgafellsland - deiliskipulag tengibrautar200608199
Kynnt verða gögn um endurskoðaða hönnun tengibrautarinnar, aðallega lækkun hennar á móts við Álafosskvos.
Kynnt nýleg gögn um endurskoðaða hönnun tengibrautarinnar, aðallega lækkun hennar á móts við Álafosskvos.
13. Háholt 7, umsókn um lóðarstækkun.200603130
Umsókn Ásláks um stækkun á lóð tekin fyrir að nýju, sbr. bókun á 178. fundi. Umsögn Batterísins arkitekta mun liggja fyrir á fundinum.
Umsókn Ásláks um stækkun á lóð tekin fyrir að nýju, sbr. bókun á 178. fundi. Lögð fram umsögn Batterísins arkitekta dags. 6. nóvember 2006.%0DStarfsmönnum er falið að ræða við umsækjendur og höfund skipulagstillögu.
14. Háholt 13-15 - Umsókn um byggingarleyfi200511273
Umræða um skilti og merkingar og önnur atriði er varða útlit hússins, sbr. bókun á 182. fundi.
Umræða um skilti og merkingar og önnur atriði er varða útlit hússins, sbr. bókun á 182. fundi.%0DNefndin leggur áherslu á að útlit hússins verði í samræmi við þær tillögur sem kynntar voru þegar byggingin var upphaflega samþykkt.%0D
15. Kvíslartunga 50, umsókn um byggingarleyfi, skýli yfir taðþró200610186
Axel Blomsterberg sækir þann 26. október 2006 um leyfi til að byggja skýli yfir taðþró skv. meðf. teikningum.
Axel Blomsterberg sækir þann 26. október 2006 um leyfi til að byggja skýli yfir taðþró skv. meðf. teikningum.%0DFrestað.
16. Bæjarás 1, umsókn um byggingarleyfi - bílskúr og viðbyggingu (anddyri)200610189
Guðmundur B. Kristinsson og Kristín G. Jónsdóttir sækja þann 25. október 2006 um leyfi til að byggja bílskúr og viðbyggingu (anddyri).
Guðmundur B. Kristinsson og Kristín G. Jónsdóttir sækja þann 25. október 2006 um leyfi til að byggja bílskúr og viðbyggingu (anddyri).%0DFrestað.
17. Leirvogstunga, framkvæmdaleyfi, svæði 3 og 1200611013
Bjarni Sv. Guðmundsson sækir með bréfi dags. 2. nóvember 2006 f.h. Leirvogstungu ehf um framkvæmdaleyfi fyrir 2. áfanga gatnagerðar á svæðum 1 og 3 í Leirvogstungu skv. meðf. yfirlitsuppdrætti.
Bjarni Sv. Guðmundsson sækir með bréfi dags. 2. nóvember 2006 f.h. Leirvogstungu ehf. um framkvæmdaleyfi fyrir 2. áfanga gatnagerðar á svæðum 1 og 3 í Leirvogstungu skv. meðf. yfirlitsuppdrátt.%0DSamþykkt.%0D
18. Þverholt 1 - Umsókn um byggingarleyfi200601117
Sigurður P. Kristjánsson f.h. KB-banka sækir um leyfi til að byggja 96 m2 viðbyggingu sunnan við húsið og setja upp "einkennisskilti" bankans við innkeyrslu á lóð skv. meðfylgjandi teikningum, dags. breyttum í september 2006.%0DNefndin fellst ekki á uppsetningu skiltis skv. teikningunum.