27. september 2007 kl. 07:30,
bæjarstjórnarsalur
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
1. Litlikriki 1, byggingarleyfi200609138
Bæjarritari óskað að upplýsa bæjarráð um stöðu lóðarinnar Litlikriki 1
Til máls tóku:%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarritara að svara erindi lóðarhafa.
2. Iðnaðarsvæði við Desjamýri, deiliskipulag/ úthlutunarskilmálar200611212
Uppfærð gögn verða tengd inná fundargátt á morgun og jafnframt send í tölvupósti.
Til máls tóku: HSv, JS, MM, SÓJ, HS og KT.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum, úthlutunarskilmálar og gjaldskrá fráveitugjalda og bæjarstjóra falið að auglýsa lóðarúthlutunina.
3. Gjaldskrá gatnagerðargjalda200708067
Uppfærð drög að gjaldskrá verður tengd inná fundargátt á morgun og jafnframt send í tölvupósti.
Til máls tóku: HSv, SÓJ, JS, MM og HS.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum fyrirliggjandi drög að gjaldskrá gatnagerðargjalda í Mosfellsbæ og er bæjarritara falið að annast auglýsingu hennar í samræmi við reglur.
4. Rekstraryfirlit janúar-júní 2007200708083
Lögð er fram tillaga að sérstakri bókun vegna rekstraryfirlits fyrir janúar - júní 2007, en erindið var lagt fram á 837. fundi bæjarráðs án þess að bókað væri sérstaklega um hvað gera skyldi.
Til máls tóku: HSv, HS og SÓJ.%0D%0DVarðandi framlagningu á rekstraryfirliti fyrir janúar til júní 2007, verði fjármálastjóra falið, í ljósi jákvæðra frávika og annarra samþykkta bæjarráðs, að undirbúa endurskoðun á gildandi fjárhagsáætlun og leggja fyrir bæjarráð.%0DJafnframt verði aflétt á árinu 2007 þeirri tímabundnu samþykkt sem gerð var á 580. fundi bæjarráðs varðandi nefndarlaun, auk þess sem farið verði yfir fyrirkomulag þeirra við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2008.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum.
5. Félagsmiðstöð á Vestursvæði200705110
Ályktun frá 121. fundi íþrótta- og tómstundanefndar
Til máls tóku: HS, HSv, JS og MM.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum stofnbúnaðarkaup vegna félagsmiðstöðvar við Lágafellsskóla og verði upphæðin kr. 800 þúsund tekin af stofnbúnaðarkaupum vegna 3. og 4. áfanga Lágafellsskóla.
Almenn erindi
6. Erindi Dóms- og kirkjumálaráðuneytisins vegna umsagnar um lögreglusamþykkt200709103
Óskað er umsagnar um fyrirmynd að drögum að lögreglusamþykktir.
Til máls tóku: HSv, SÓJ, MM og HS.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarritara að gera drög að umsögn.
7. Erindi Bókaútgáfunnar Hóla varðandi styrk200709117
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til forstöðumanna fræðslu- og menningarsviðs til umsagnar og afgreiðslu.
8. Erindi Skattaþjónustunnar ehf varðandi nýbýlið Sólheima í Mosfellsbæ200709138
Til máls tóku: HSv, MM, KT, JS og HS.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að ræða við bréfritara.
9. Erindi Lágafellssóknar varðandi kirkjuskoðunarferð til Þýskalands.200709157
Til máls tóku: HSv, HS og JS.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til bæjarstjóra til umsagnar og afgreiðslu.
10. Desjamýri, útboð gatnagerðar200709198
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila bæjarverkfræðingi að bjóða út gatnagerð við Desjamýri.