29. nóvember 2007 kl. 07:30,
bæjarstjórnarsalur
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
1. Erindi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi húsnæðismál Fjölsmiðjunnar200711187
Var frestað á 855. fundi bæjarráðs.
Til máls tóku: HSv og KT.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að Mosfellsbær taki þátt í húsnæðiskaupum Fjölsmiðjunnar á þeim forsendum sem fram koma í erindi SSH m.a um þátttöku ríkisins í verkefninu.
2. Erindi Monique van Oosten varðandi framleigu á leigusamningi Selholts200711201
Var frestað á 855. fundi bæjarráðs.
Til máls tóku: HSv, SÓJ, KT og JS.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarritara að ræða við bréfritara.
3. Erindi íbúa við Þrastarhöfða 2-12 varðandi hraðahindrun200711202
Var frestað á 855. fundi bæjarráðs.
Til máls tóku: HSv, HS, JS og KT.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til bæjarverkfræðings til umsagnar.
4. Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2007200711120
Áður á dagskrá 853. fundar bæjarráðs. Lagt er fram minnisblað fjármálastjóra varðandi byggingarrétt og uppbyggingarframlög.
Pétur J. Lockton fjármálastjóri mætti á fundinn undir þessum dagskrárlið.%0D%0DTil máls tók: HSv.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum, breyting á endurskoðaðri fjárhagsáætlun ársins 2007 um 294 millj. króna hvað varðar framlag (byggingarrétt) sbr. minnisblað fjármálastjóra.
5. Fjárhagsáætlun 2008200711033
Áður á dagskrá 855. fundar bæjarráðs.%0D
Pétur J. Lockton fjármálastjóri mætti á fundinn undir þessum dagskrárlið.%0D%0DTil máls tóku: HSv, PJL, SÓJ, JS, HJ, HS og KT.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun fyrir árið 2008 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
6. Erindi Legis ehf. varðandi heitavatnsréttindi vegna Bræðratungu Mosfellsbæ200705060
Áður á dagskrá 823. fundar bæjarráðs þar sem erindinu var vísað til bæjarritara til umsagnar.
Bæjarritari upplýsti um viðræður við Legis ehf. og niðurstöðu málsins.
Almenn erindi
7. Erindi Umtaks ehf. varðandi lóðir Langatanga 3 og 5200709108
Áður á dagskrá 849. fundar bæjarráðs þar sem bókað var að ekki væri hægt að verða við erindinu.
Til máls tóku: HS, HSv, KT og JS.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra og bæjarritra að skoða viðbótarerindi Umtaks ehf.
8. Desjamýri, úthlutun lóða, úthlutunarskilmálar o.fl.200710035
Hérna er lagt fram fyrsta yfirlit yfir lóðarumsónir í Desjamýri.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra og bæjarritara að fara yfir innkomnar umsóknir og undirbúa framlagningu í bæjarráði.
9. Frá Vorboðum - kór eldri borgara - vegna kóramóts 2008.200711209
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar og afgreiðslu sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs.
10. Erindi Iðnaðarráðuneytisins varðandi vöntun á raflögnum fyrir þriggja fasa rafmagn200711221
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til bæjarverkfræðings til umsagnar og afgreiðslu.
11. Erindi Stígamóta varðandi fjárbeiðni fyrir árið 2008200711225
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til fjölskyldunefndar til umsagnar og afgreiðslu.
12. Erindi Skattaþjónustunnar ehf. varðandi nýbýlið Sólheima í Mosfellsbæ200709138
Áður á dagskrá 843. fundar bæjarráðs þar sem bæjarstjóra var falið að ræða við bréfritara.
Frestað.
13. Erindi Reykjavíkuborgar varðandi uppgjör viðskiptaskulda vegna skíðasvæðanna200711258
Frestað.