Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

10. apríl 2008 kl. 16:45,
fundarherbergi bæjarráðs


Fundinn sátu

    Fundargerð ritaði

    Jóhanna B. Hansen bæjarverkfræðingur


    Dagskrá fundar

    Almenn erindi

    • 1. Æv­in­týragarð­ur í Ull­ar­nes­brekku200802062

      Boðið er upp á gönguferð miðvikudaginn 9. apríl kl. 17:00-17:30 fyrir nefndarmenn um svæðið. Ætlunin er að hittast á bílastæðinu við skilti Vegagerðarinnar í Ullarnesbrekku gegnt Áslandi.$line$Gögn vegna Ævintýragarðsins voru send út með síðasta fundarboði.

      Til máls tóku: EKr, GP, BS, OÁ, TGG, EÓ og JBH.

      Lagt fram minn­is­blað um æv­in­týra­garð og fjallað um þær hug­mynd­ir sem þar koma fram. Ýms­ar hug­mynd­ir komu fram og var emb­ætt­is­mönn­um fal­ið að koma þeim á fram­færi við skipu­lags­nefnd.

      Um­hverf­is­nefnd legg­ur til að aug­lýst verði eft­ir hug­mynd­um um Æv­in­týra­garð frá bæj­ar­bú­um.

      • 2. Stað­ar­dagskrá 21200803141

        Tillaga um verkefnishóp verður kynnt á fundinum.

        Til máls tóku: EKr, GP, BS, OÁ, TGG, EÓ og JBH.

        Til­laga um verk­efn­is­hóp var kynnt af formanni nefnd­ar­inn­ar en hún er svohljóð­andi

        Um­hverf­is­nefnd legg­ur til við bæj­ar­stjórn að hafin verði end­ur­skoð­un á mark­mið­um Mos­fells­bæj­ar um Stað­ar­dagskrá 21 sem fyrst voru sam­þykkt í janú­ar 2001.

        Jafn­framt er lagt til að kom­ið verði á fót verk­efn­is­stjórn sem mun vinna með um­hverf­is­stjóra að end­ur­skoð­un­inni. Verk­efna­stjórn­in verði skip­uð fjór­um full­trú­um, ein­um frá hverj­um stjórn­mála­flokki í bæj­ar­stjórn og full­trúi Vinstri grænna fari með for­mennsku. Launa­kjör nefnd­ar­inn­ar verði þau sömu og hjá nefnd­um Mos­fells­bæj­ar.

        End­ur­skoð­un­in fel­ur í sér náið sam­st­arf við öll svið, stofn­an­ir og nefnd­ir Mos­fells­bæj­ar auk al­menn­ings, fé­laga­sam­taka og fyr­ir­tækja í bæj­ar­fé­lag­inu. Gert er ráð fyr­ir að end­ur­skoð­un verði lok­ið í árslok 2008 og þá verð­ur til­lag­an lögð fyr­ir um­hverf­is­nefnd til sam­þykkt­ar. Að því ferli loknu verða end­ur­skoð­uð markmið Mos­fells­bæj­ar í Stað­ar­dagskrá 21 lögð fyr­ir bæj­ar­stjórn til sam­þykkt­ar.

        Um­hverf­is­nefnd tek­ur und­ir of­an­greinda til­lögu og lýs­ir sig sam­þykka henni.

        • 3. Fugla­skoð­un­ar­hús í Leir­vogi.200711269

          Kynning á skýrslu Jóhanns Óla Hilmarssonar fuglafræðings og niðurstöðu atvinnu- og ferðamálanefndar.

          Til máls tóku: GP, EKr, BS, EÓ, TGG, OÁ og JBH.

          Skýrsla Jó­hanns Óla Hilm­ars­son­ar kynnt. Um­hverf­is­nefnd er já­kvæð fyr­ir hug­mynd um fugla­skoð­un­ar­skýli við Leir­vog.

          • 4. Hunda­eft­ir­lit í Mos­fells­bæ200801071

            Þorsteinn Sigvaldason forstöðumaður Þjónustustöðvar og Hafdís Óskarsdóttir hundaeftirlitsmaður mæta á fundinn.

            Þor­steinn Sig­valda­son for­stöðu­mað­ur Þjón­ustu­stöðv­ar og Hafdís Ósk­ars­dótt­ir hunda­eft­ir­lits­mað­ur mættu á fund­inn og gerðu grein fyr­ir fyr­ir­komu­lagi hunda­eft­ir­lits í Mos­fells­bæ.
            Um­hverf­is­nefnd legg­ur til að upp­lýs­ing­um um hunda­eft­ir­lit verði sett­ar á vef­síðu Mos­fells­bæj­ar.

            • 5. Jarð­vegs­los­un og upp­græðsla í Sog­um200803062

              Kynning á fyrirliggjandi tillögum.

              Frestað.

              • 6. Árs­fund­ur um­hverf­is­stofn­un­ar og nátt­úru­vernd­ar­nefnda sveit­ar­fé­laga 2008200804023

                Boð til nefndarmanna um að mæta á ársfund Umhverfisstofnunar 8. maí næstkomandi á Egilsstöðum.

                Boð til nefnd­ar­manna um að mæta á árs­fund Um­hverf­is­stofn­un­ar 8. maí næst­kom­andi á Eg­ils­stöð­um kynnt. Um­hverf­is­nefnd legg­ur til að 1-2 full­trú­ar fari á árs­fund Um­hverf­is­stofn­un­ar og nátt­úru­vernd­ar­nefnda sveit­ar­fé­laga.

                Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 18:10