10. apríl 2008 kl. 16:45,
fundarherbergi bæjarráðs
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Jóhanna B. Hansen bæjarverkfræðingur
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Ævintýragarður í Ullarnesbrekku200802062
Boðið er upp á gönguferð miðvikudaginn 9. apríl kl. 17:00-17:30 fyrir nefndarmenn um svæðið. Ætlunin er að hittast á bílastæðinu við skilti Vegagerðarinnar í Ullarnesbrekku gegnt Áslandi.$line$Gögn vegna Ævintýragarðsins voru send út með síðasta fundarboði.
Til máls tóku: EKr, GP, BS, OÁ, TGG, EÓ og JBH.
Lagt fram minnisblað um ævintýragarð og fjallað um þær hugmyndir sem þar koma fram. Ýmsar hugmyndir komu fram og var embættismönnum falið að koma þeim á framfæri við skipulagsnefnd.
Umhverfisnefnd leggur til að auglýst verði eftir hugmyndum um Ævintýragarð frá bæjarbúum.
2. Staðardagskrá 21200803141
Tillaga um verkefnishóp verður kynnt á fundinum.
Til máls tóku: EKr, GP, BS, OÁ, TGG, EÓ og JBH.
Tillaga um verkefnishóp var kynnt af formanni nefndarinnar en hún er svohljóðandi
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að hafin verði endurskoðun á markmiðum Mosfellsbæjar um Staðardagskrá 21 sem fyrst voru samþykkt í janúar 2001.
Jafnframt er lagt til að komið verði á fót verkefnisstjórn sem mun vinna með umhverfisstjóra að endurskoðuninni. Verkefnastjórnin verði skipuð fjórum fulltrúum, einum frá hverjum stjórnmálaflokki í bæjarstjórn og fulltrúi Vinstri grænna fari með formennsku. Launakjör nefndarinnar verði þau sömu og hjá nefndum Mosfellsbæjar.
Endurskoðunin felur í sér náið samstarf við öll svið, stofnanir og nefndir Mosfellsbæjar auk almennings, félagasamtaka og fyrirtækja í bæjarfélaginu. Gert er ráð fyrir að endurskoðun verði lokið í árslok 2008 og þá verður tillagan lögð fyrir umhverfisnefnd til samþykktar. Að því ferli loknu verða endurskoðuð markmið Mosfellsbæjar í Staðardagskrá 21 lögð fyrir bæjarstjórn til samþykktar.
Umhverfisnefnd tekur undir ofangreinda tillögu og lýsir sig samþykka henni.
3. Fuglaskoðunarhús í Leirvogi.200711269
Kynning á skýrslu Jóhanns Óla Hilmarssonar fuglafræðings og niðurstöðu atvinnu- og ferðamálanefndar.
Til máls tóku: GP, EKr, BS, EÓ, TGG, OÁ og JBH.
Skýrsla Jóhanns Óla Hilmarssonar kynnt. Umhverfisnefnd er jákvæð fyrir hugmynd um fuglaskoðunarskýli við Leirvog.
4. Hundaeftirlit í Mosfellsbæ200801071
Þorsteinn Sigvaldason forstöðumaður Þjónustustöðvar og Hafdís Óskarsdóttir hundaeftirlitsmaður mæta á fundinn.
Þorsteinn Sigvaldason forstöðumaður Þjónustustöðvar og Hafdís Óskarsdóttir hundaeftirlitsmaður mættu á fundinn og gerðu grein fyrir fyrirkomulagi hundaeftirlits í Mosfellsbæ.
Umhverfisnefnd leggur til að upplýsingum um hundaeftirlit verði settar á vefsíðu Mosfellsbæjar.5. Jarðvegslosun og uppgræðsla í Sogum200803062
Kynning á fyrirliggjandi tillögum.
Frestað.
6. Ársfundur umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda sveitarfélaga 2008200804023
Boð til nefndarmanna um að mæta á ársfund Umhverfisstofnunar 8. maí næstkomandi á Egilsstöðum.
Boð til nefndarmanna um að mæta á ársfund Umhverfisstofnunar 8. maí næstkomandi á Egilsstöðum kynnt. Umhverfisnefnd leggur til að 1-2 fulltrúar fari á ársfund Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda sveitarfélaga.