29. október 2009 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Atvinnulóðir í Mosfellsbæ200710035
Umræða um úthlutun atvinnulóða, verðlagningu o.fl.
%0D%0DTil máls tóku: HSv, SÓJ, JS, HS, MM og KT.%0DAlmenn umræða fór fram um atvinnulóðir í Mosfellsbæ.
2. Hjúkrunarheimili í Mosfellsbæ200802201
Bæjarstjóri mun á fundinum greina frá viðræðum við félags- og tryggingamálaráðuneytið varðandi hjúkrunarheimili í Mosfellsbæ.
%0D%0D%0D%0DTil máls tóku: HSv, HS og JS.%0DBæjarstjóri greindi frá viðræðum við félags- og tryggingamálaráðuneytið varðandi hjúkrunarheimili í Mosfellsbæ.
3. Atvinnumál í Mosfellsbæ200903171
Kynnt staða atvinnuleysisskráningar í september 2009.
%0D%0D%0D%0DLagt fram yfirlit yfir stöðu atvinnumála í september fyrir Mosfellsbæ.
4. Lágafell spilda 7200906220
Óskað er heimildar bæjarráðs til að taka eignarnámi land undir tengibraut Rauðamýri/ Aðaltún/ Lágafell.
%0D%0D%0D%0D%0D%0DTil máls tóku: HSv, SÓJ, HS, MM, JS og KT.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að heimila stjórnsýslu Mosfellsbæjar að óska eftir því við matsnefnd eignanámsbóta að hún meti bætur fyrir spilduna ef útséð verður um að samningar náist við landeigendur.
5. Erindi rekstrarstjóra Hins Hússins200906315
Áður á dagskrá 944. fundar bæjarráðs þar sem bæjarstjóra var falið að skoða málið. Hjálögð er umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs.
%0D%0D%0D%0DTil máls tóku: HS og JS.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að heimila fjölskyldusviði að greiða umrætt framlag til Hins Hússins.
6. Erindi Bótaréttar ehf. varðandi sölu í gegnum lúgu í Háholti 14200909668
Áður á dagskrá 951. bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar bæjarritara. Hjálögð er umsögn.
%0D%0D%0D%0DTil máls tóku: SÓJ, JS og KT.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs að svara erindinu.
7. Erindi Skógrægtarfélags Mosfellsbæjar varðandi samstarf200910448
%0D%0D%0DTil máls tóku: HS og JS.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til bæjarstjóra til skoðunar.
8. Vegna byggingu golfskála200910521
Ósk um tilfærslu á greiðslu til golfklúbbsins.
%0D%0D%0D%0DTil máls tóku: HSv, JS, HS og MM.%0DBæjarráð er jákvætt fyrir erindinu og samþykkir með þremur atkvæðum að vísa erindinu til fjárhagsáætlunar fyrir árið 2010.
9. Tannlæknastofa á hjólum200910577
Erindi um að komið verði upp aðstöðu við skólalóðir þar sem leggja má tannlæknastofu á hjólum og tengjast rafmagni.
%0D%0D%0D%0D%0D%0DTil máls tóku: HS, HSv, MM, KT, JS og SÓJ.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til bæjastjóra til skoðunar.
10. Bæjarleikhús - eldvarnir200910593
%0D%0D%0D%0DTil máls tóku: HSv, JS, HS, MM og KT.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að fela umhverfissviði að ráðast í nauðsynlegar lagfæringar í samræmi við tillögur sviðsins þar um.