22. nóvember 2007 kl. 17:00,
bæjarráðssalur
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Jóhanna B. Hansen bæjarverkfræðingur
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi varðandi efnistöku við rætur Mosfells; námugröftur, rykmengun og umhverfisáhrif200709139
Til máls tóku: EKr, AEH, GP, OPV, FB, OÞÁ, JBH.
Umhverfisnefnd harmar þá óafturkræfu eyðileggingu sem orðin er á Leirvogstungumelum í tengslum við námavinnslu þar síðastliðna mánuði. Umhverfisnefnd fer fram á að farið verði eftir uppgræðsluáætlun í starfsleyfi um lokun námasvæða á Leirvogstungumelum. Ennfremur leggur nefndin það til við heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis að dagsektir verði hækkaðar verulega eða starfsleyfi afturkallað.
Fulltrúi B-lista lagði fram svohljóðandi bókun:
Þess er krafist að fyrirtæki sem vinna innan lögsögu Mosfellsbæjar fari að lögum og reglum hvað varðar umgengni við náttúru og reglur. Ljóst er að malarnám Ístaks hf. utan marka starfsleyfis á ekki að líða og er þess krafist að Mosfellsbær beiti sektarákvæðum gagnvart þeim fyrirtækjum sem ekki virða umhverfi og lög. Mikilvægt er að bæjaryfirvöld geri meiri kröfur til fyrirtækja hvað varðar umgengni og frágang er varðar umhverfi og ásýnd Mosfellsbæjar2. Námavinnsla í Seljadal200710125
Til máls tóku: EKr, AEH, OPV; OÞÁ, JBH.
Gerð var grein fyrir vettvangsskoðun í Seljadalsnámu.3. Losunarsvæði fyrir jarðveg á landi Mosfellsbæjar í Sogum200710153
Til máls tóku: EKr, EAH, GP, OPV, OÞÁ, JBH.
Tillaga um jarðvegslosunarsvæði í Sogum lögð fram til kynningar.4. Erindi Heilbrigðiseftirlits Kjós. varðandi niðurstöður gerlamælinga í sjó200711005
Til máls tóku:EKr, EAH, GP, OPV, OÞÁ, JBH.
Mæliniðurstöður frá Heilbrigðiseftirliti Kjósarsvæðis lagðar fram til kynningar.
5. Erindi Heilbrigðiseftirlits Kjós. varðandi niðurstöðu sýnatöku úr neysluvatni200711006
Til máls tóku:EKr, EAH, GP, OPV, OÞÁ, JBH.
Mæliniðurstöður frá Heilbrigðiseftirliti Kjósarsvæðis lagðar fram til kynningar.
6. Erindi Guðrúnar K. Magnúsdóttur varðandi endurheimt fuglalífs200711032
Til máls tóku:EKr, EAH, GP, OPV, OÞÁ, JBH.
Erindi Guðrúnar K. Magnúsdóttur lagt fram til kynningar.
7. Fjárhagsáætlun 2008200711033
Til máls tóku:EKr, EAH, GP, OPV, OÞÁ, JBH.
Fjárhagsáætlun ársins 2008 vegna liðar 11 lögð fram til kynningar.