25. mars 2009 kl. 17:15,
4. hæð Mosfell
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Aðstaða til vetraríþrótta í Mosfellsbæ200901234
Erindi vísað frá ungmennaráði
%0D%0D%0DHugmyndir ungmennaráðs um bætta aðstöðu til vetraríþrótta voru ræddar. Íþrótta- og tómstundanefnd væntir þess að hugmyndir að lausnum vegna vetraríþrótta verði með einhverjum hætti leystar í ævintýragarðinum, en bendir á að helsta vetraríþróttasvæði Mosfellsbæjar er í Skálafelli. Nú er unnið að endurbótum í Skálafelli sem mun tryggja fleiri opnunardaga þar.
2. Hugmyndir að aukinni þjónustu í Lágafellslaug200901232
Erindi vísað frá ungmennaráði
%0DHugmyndir ungmennaráðs um aukna þjónustu í Lágafellslaug voru ræddar. Málinu hefur verið vísað til íþróttafulltrúa og gert er ráð fyrir því að hægt sé að koma til móts við óskir og hugmyndir ungmennaráðs. Föstudaginn 27. mars verður boðið upp á tónlistarkvöld á vegum Bólsins frá kl. 19:30 til 21:30 fyrir ungt fólk í innilauginni og stefnt að því að það verði að föstum lið, ef eftirspurn er nægileg.
3. Framboð á sölu matar- og drykkjarvara í vesturhluta Mosfellsbæjar200901235
Erindi vísað frá ungmennaráði
%0D%0DHugmyndir ungmennaráðs um aukið framboð á matar- og drykkjarvörum í íþróttamiðstöðinni við Lágafell voru ræddar. Hugmyndinni hefur verið miðlað til íþróttafulltrúa. Frá áramótum hefur smátt og smátt verið boðið upp á vaxandi vöruúrval, sem er í samræmi við lýðheilsustefnu Mosfellsbæjar.
4. Málefni félagsmiðstöðva í Mosfellsbæ200901236
Erindi vísað frá ungmennaráði
%0D%0DHugmyndir ungmennaráðs um staðsetningu og aðgengi félagsmiðstöðva voru ræddar. Nú stendur til að frá og með haustinu verði húsnæði félagsmiðstöðvarinnar við Lágafellsskóla bætt og aðstaða og skipulag starfseminnar eflt. Með því er vænst að aðgengi að félagsmiðstöðvum í Mosfellsbæ verði jafnað verulega. Í þessu sambandi má benda á að nú stendur fyrir dyrum að halda sérstakan forvarnardag á vegum félagsmiðstöðvarinnar Bóls fyrir nemendur í 8. - 10. bekk og verður viðburðurinn haldinn í Lágafellsskóla.
5. Aðstaða til tómstundaiðkana ungmenna í Mosfellsbæ200903095
Erindi vísað frá ungmennaráði
%0D%0DHugmyndir ungmennaráðs um tómstundaiðkun ungmenna voru ræddar. Í stefnu Mosfellsbæjar um félagsmiðstöðvar kemur fram að stefnt er að því að uppbygging félagsmiðstöðva í framtíðinni væri með þeim hætti að við hvern grunnskóla skuli vera starfrækt félagsmiðstöð. Þar sem hugmyndir ungmennaráðs snúa að stefnumótun leggur íþrótta- og tómstundanefnd til að málinu verði komið á framfæri í þeirri stefnumótunarvinnu sem nú er að fara fram á menningarsviði.
6. Styrkir til efnilegra ungmenna 2009200902205
%0D%0DMálinu frestað.