Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

25. mars 2009 kl. 17:15,
4. hæð Mosfell


Fundinn sátu

    Fundargerð ritaði

    Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs


    Dagskrá fundar

    Almenn erindi

    • 1. Að­staða til vetr­arí­þrótta í Mos­fells­bæ200901234

      Erindi vísað frá ungmennaráði

      %0D%0D%0DHug­mynd­ir ung­menna­ráðs um bætta að­stöðu til vetr­arí­þrótta voru rædd­ar.  Íþrótta- og tóm­stunda­nefnd vænt­ir þess að hug­mynd­ir að lausn­um vegna vetr­arí­þrótta verði með ein­hverj­um hætti leyst­ar í æv­in­týra­garð­in­um, en bend­ir á að helsta vetr­arí­þrótta­svæði Mos­fells­bæj­ar er í Skála­felli. Nú er unn­ið að end­ur­bót­um í Skála­felli sem mun tryggja fleiri opn­un­ar­daga þar.

      • 2. Hug­mynd­ir að auk­inni þjón­ustu í Lága­fells­laug200901232

        Erindi vísað frá ungmennaráði

        %0DHug­mynd­ir ung­menna­ráðs um aukna þjón­ustu í Lága­fells­laug voru rædd­ar.  Mál­inu hef­ur ver­ið vísað til íþrótta­full­trúa og gert er ráð fyr­ir því að hægt sé að koma til móts við ósk­ir og hug­mynd­ir ung­menna­ráðs.  Föstu­dag­inn 27. mars verð­ur boð­ið upp á tón­list­ar­kvöld á veg­um Bóls­ins frá kl. 19:30 til 21:30 fyr­ir ungt fólk í inni­laug­inni og stefnt að því að það verði að föst­um lið, ef eft­ir­spurn er nægi­leg.

        • 3. Fram­boð á sölu mat­ar- og drykkjar­vara í vest­ur­hluta Mos­fells­bæj­ar200901235

          Erindi vísað frá ungmennaráði

          %0D%0DHug­mynd­ir ung­menna­ráðs um auk­ið fram­boð á mat­ar- og drykkjar­vör­um í íþróttamið­stöð­inni við Lága­fell voru rædd­ar.  Hug­mynd­inni hef­ur ver­ið miðlað til íþrótta­full­trúa.  Frá ára­mót­um hef­ur smátt og smátt ver­ið boð­ið upp á vax­andi vöru­úr­val, sem er í sam­ræmi við lýð­heilsu­stefnu Mos­fells­bæj­ar.

          • 4. Mál­efni fé­lags­mið­stöðva í Mos­fells­bæ200901236

            Erindi vísað frá ungmennaráði

            %0D%0DHug­mynd­ir ung­menna­ráðs um stað­setn­ingu og að­gengi fé­lags­mið­stöðva voru rædd­ar.  Nú stend­ur til að frá og með haust­inu verði hús­næði fé­lags­mið­stöðv­ar­inn­ar við Lága­fells­skóla bætt og að­staða og skipu­lag starf­sem­inn­ar eflt.  Með því er vænst að að­gengi að fé­lags­mið­stöðv­um í Mos­fells­bæ verði jafn­að veru­lega.  Í þessu sam­bandi má benda á að nú stend­ur fyr­ir dyr­um að halda sér­stak­an for­varn­ar­dag á veg­um fé­lags­mið­stöðv­ar­inn­ar Bóls fyr­ir nem­end­ur í 8. - 10. bekk og verð­ur við­burð­ur­inn hald­inn í Lága­fells­skóla.

            • 5. Að­staða til tóm­stunda­iðk­ana ung­menna í Mos­fells­bæ200903095

              Erindi vísað frá ungmennaráði

              %0D%0DHug­mynd­ir ung­menna­ráðs um tóm­stunda­iðk­un ung­menna voru rædd­ar.  Í stefnu Mos­fells­bæj­ar um fé­lags­mið­stöðv­ar kem­ur fram að stefnt er að því að upp­bygg­ing fé­lags­mið­stöðva í fram­tíð­inni væri með þeim hætti að við hvern grunn­skóla skuli vera starf­rækt fé­lags­mið­stöð.  Þar sem hug­mynd­ir ung­menna­ráðs snúa að stefnu­mót­un legg­ur íþrótta- og tóm­stunda­nefnd til að mál­inu verði kom­ið á fram­færi í þeirri stefnu­mót­un­ar­vinnu sem nú er að fara fram á menn­ing­ar­sviði.

              • 6. Styrk­ir til efni­legra ung­menna 2009200902205

                %0D%0DMál­inu frestað.

                Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 19:15