17. september 2009 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Tómas G. Gíslason umhverfisstjóri
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Óveruleg breyting á svæðisskipulagi höfuðb.svæðisins 2001-2024. Græni trefillinn200810462
Lögð fram tillaga að óverulegri breytingu á svæðisskipulagi, athugasemd sem barst við auglýsingu tillögunnar, bréf frá Skipulagsstofnun, dags. 12.06.2009, og umsögn Reykjavíkurborgar um athugasemdina. Skipulags- og byggingarnefnd óskaði þann 15. september 2009 eftir umsögn umhverfisnefndar um málið.
Til máls tóku: Ekr., AEH, HS, OPV, GP, JBH, JHB, TGG
Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi kom á fundinn undir þessum lið og kynnti málið.
Tillaga að óverulegri breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001-2024 vegna Græna trefilsins lögð fram til umsagnar.
Umsögn umhverfisnefndar fylgir erindinu.
2. Breyting á aðalskipulagi vegna deiliskipulags miðbæjar200907031
Breyting á Aðalskipulagi vegna deiliskipulags miðbæjar. Vísun frá 256. fundi skipulags- og bygginganefndar þar sem óskað er umsagnar umhverfisnefndar. Lagt fyrir að nýju.
Til máls tóku: Ekr., AEH, HS, OPV, GP, JBH, JHB, TGG
Breyting á aðalskipulagi vegna deiliskipulags miðbæjar lögð fram til umsagnar.
Vísun frá 256. fundi skipulags- og bygginganefndar þar sem óskað er umsagnar umhverfisnefndar.
Finnur Birgisson, skipulagsfulltrúi, mætti á fund nefndarinnar og gerði grein fyrir tillögu að breytingu á aðalskipulagi, það er meðal annars breyting á afmörkun hverfisverndarsvæðis.
Umsögn umhverfisnefndar fylgir erindinu.
<SPAN class=xpbarcomment></SPAN>
<SPAN class=xpbarcomment>Bókun fulltrúa S- og B-lista:</SPAN>
<SPAN class=xpbarcomment>S- og B-listi vísa til fyrri bókunar sinnar um málið frá 109. fundi umhverfisnefndar. Ennfremur sé æskilegt að bíða eftir umsögn Umhverfisstofnunar varðandi þetta svæði.</SPAN>
3. Erindi Náttúruminjasafns Íslands er varðar leyfi til sýnatöku.200907097
Lögð fram ósk Náttúruminjasafns Íslands um heimild til að safna sýnum af fiskum og vatnadýrum í vatnasviðum Mosfellsbæjar til varðveislu í safninu.
Til máls tóku: Ekr., AEH, OPV, GP, JBH, JHB, TGG
Ósk Náttúruminjasafns Íslands um heimild til að safna sýnum af fiskum og vatnadýrum í vatnasviðum Mosfellsbæjar til varðveislu í safninu lögð fram.Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við erindi Náttúruminjasafns Íslands fyrir sitt leyti.
4. Umhirðuáætlun fyrir opin svæði í Mosfellsbæ200708221
Garðyrkjustjóri fer yfir umhirðuáætlun ársins 2009 og hvernig sláttur og umhirða hafi gengið í sumar, og mun leggja fram drög að umhirðuáætlun næsta árs.
Til máls tóku: Ekr., AEH, OPV, GP, JBH, JHB, TGG
Jón Hákon Bjarnason garðyrkjustjóri Mosfellsbæjar fór yfir umhirðuáætlun árins 2009 og lagði fram drög að umhirðuáætlun fyrir árið 2010 til kynningar.
5. Staðardagskrá 21200803141
Lagðar fram hugmyndir umhverfissviðs um málþing um Staðardagskrá 21 í Mosfellsbæ
Til máls tóku: Ekr., AEH, OPV, GP, JBH, JHB, TGG
Hugmyndir umhverfissviðs um málþing um Staðardagskrá 21 í Mosfellsbæ lagðar fram.
Umhverfisnefnd lýsir ánægju sinni með erindið og leggur til að unnið sé áfram með hugmyndina.