4. september 2007 kl. 07:00,
bæjarráðssalur
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Miðdalsland norðan Selvatns, deiliskipulag 5 frístundalóða200708097
Hildigunnur Haraldsdóttir arkitekt óskar þann 15. ágúst 2007 f.h. landeigenda eftir afstöðu nefndarinnar til meðf. tillögu að deiliskipulagi 5 frístundalóða þar sem áður voru 2 lóðir Gunnlaugar Eggertsdóttur. Frestað á 207. fundi.
Hildigunnur Haraldsdóttir arkitekt óskar þann 15. ágúst 2007 f.h. landeigenda eftir afstöðu nefndarinnar til meðf. tillögu að deiliskipulagi 5 frístundalóða þar sem áður voru 2 lóðir Gunnlaugar Eggertsdóttur. Frestað á 207. fundi.%0DNefndin er lýsir jákvæðri afstöðu til tillögunnar og óskar eftir því við höfund hennar að hún verði útfærð nánar í samráði við starfsmenn umhverfisdeildar.
2. Flugvöllur á Tungubökkum, ósk um breytingu á deiliskipulagi200708140
Sigurjón Valsson fer þess á leit f.h. Flugklúbbs Mosfellsbæjar þann 14. ágúst 2007 að deiliskipulagi fyrir svæði klúbbsins verði breytt skv. meðf. uppdrætti þannig að byggingarreitur skýlis nr. 3 verði stækkaður. Frestað á 207. fundi.
Sigurjón Valsson fer þess á leit f.h. Flugklúbbs Mosfellsbæjar þann 14. ágúst 2007 að deiliskipulagi fyrir svæði klúbbsins verði breytt skv. meðf. uppdrætti þannig að byggingarreitur skýlis nr. 3 verði stækkaður. Frestað á 207. fundi.%0DUmræður. Starfsmönnum falið að afla frekari upplýsinga.
3. Hjólreiðaaðstæður í Mosfellsbæ, Erindi Ursulu Junemann200708090
Ursula Junemann ritar nefndinni þann 8. ágúst bréf, þar sem hún vekur athygli á ýmsu sem hún telur að betur mætti fara í bænum gagnvart umferð reiðhjóla. Frestað á 207. fundi.
Ursula Junemann ritar nefndinni þann 8. ágúst bréf, þar sem hún vekur athygli á ýmsu sem hún telur að betur mætti fara í bænum gagnvart umferð reiðhjóla. Frestað á 207. fundi.%0DNefndin þakkar bréfritara réttmætar ábendingar og felur bæjarverkfræðingi að ræða við hana um þær úrbætur sem eru á döfinni.
4. Reykjavíkurborg, tillögur að breytingum á aðalskipulagi til kynningar.200708176
Ann Andreasen sendir f.h. Reykjavíkurborgar þann 16. ágúst til kynningar 3 tillögur að breytingum á aðalskipulagi Reykjavíkur: %0D1. Hellisheiðaræð frá Hellisheiðarvirkjun að Reynisvatnsheiði. %0D2. Nesjavallalína 2 – jarðstrengur frá Nesjavallavirkjun að Geithálsi. %0D3. Kolviðarhólslína 1, endurbygging og nýbygging - Búrfellslína 3, nýbygging.%0DFrestað á 207. fundi.
Ann Andreasen sendir f.h. Reykjavíkurborgar þann 16. ágúst til kynningar 3 tillögur að breytingum á aðalskipulagi Reykjavíkur: 1. Hellisheiðaræð frá Hellisheiðarvirkjun að Reynisvatnsheiði. 2. Nesjavallalína 2 – jarðstrengur frá Nesjavallavirkjun að Geithálsi. 3. Kolviðarhólslína 1, endurbygging og nýbygging - Búrfellslína 3, nýbygging. Frestað á 207. fundi.%0DUmræður, afgreiðslu frestað.
5. Helgafellshverfi, deiliskipulag 4. áfanga200702058
Tillaga að deiliskipulagi 4. áfanga Helgafellshverfis var auglýst til kynningar skv. 25. gr. s/b-laga 19. júlí 2007 með athugasemdafresti til 30. ágúst 2007. Samhliða var auglýst umhverfisskýrsla skv. 7. gr. laga um umhverfismat áætlana. Meðfylgjandi tvær athugasemdir bárust: Frá Berglindi Björgúlfsdóttur f.h. Varmársamtakanna dags. 30. ágúst 2007 og frá Ívari Pálssyni hdl. f.h. Áslaugar Jóhannsdóttur dags. 30. ágúst 2007.
Tillaga að deiliskipulagi 4. áfanga Helgafellshverfis var auglýst til kynningar skv. 25. gr. s/b-laga 19. júlí 2007 með athugasemdafresti til 30. ágúst 2007. Samhliða var auglýst umhverfisskýrsla skv. 7. gr. laga um umhverfismat áætlana. Meðfylgjandi tvær athugasemdir bárust: Frá Berglindi Björgúlfsdóttur f.h. Varmársamtakanna dags. 30. ágúst 2007 og frá Ívari Pálssyni hdl. f.h. Áslaugar Jóhannsdóttur dags. 30. ágúst 2007.%0DStarfsmönnum falið að semja drög að svörum við athugasemdum fyrir næsta fund.
6. Leirvogstunga, svæði 3 og 4, framkvæmdaleyfi200708212
Bjarni Sv. Guðmundsson sækir þann 27. ágúst f.h. Leirvogstungu hf. um framkvæmdaleyfi fyrir 3. verkáfanga í Leirvogstungu skv. meðf. uppdrætti sem sýnir afmörkun áfangans.
Bjarni Sv. Guðmundsson sækir þann 27. ágúst f.h. Leirvogstungu hf. um framkvæmdaleyfi fyrir 3. verkáfanga í Leirvogstungu skv. meðf. uppdrætti sem sýnir afmörkun áfangans og með vísan til hönnunargagna frá Verkfræðistofunni Fjölhönnun.%0DSamþykkt.
7. Reykjamelur 19, umsókn um byggingarleyfi fyrir garðáhaldahús200609178
Tekið fyrir að nýju, þar sem afgreiðslu nefndarinnar á 206. fundi var frestað í bæjarstjórn og málinu vísað aftur til nefndarinnar til meðferðar.
Tekið fyrir að nýju, þar sem afgreiðslu nefndarinnar á 206. fundi var frestað í bæjarstjórn og málinu vísað aftur til nefndarinnar til meðferðar.%0DNefndin ítrekar synjun sína á leyfi fyrir garðskúr skv. upphaflegri umsókn og felur starfsmönnum að ræða við umsækjendur um aðrar lausnir.
8. Hamratangi 2 umsókn um stækkun200707019
Ásdís Eiðsdóttir og Haraldur Örn Arnarson sækja þann 4. júlí 2007 um leyfi til að byggja 26 m2 viðbyggingu við húsið skv. meðf. teikningu. Tekið fyrir að nýju ásamt umsögn skipulagshöfundar. Var rætt á 205. fundi en afgreiðslu frestað.
Ásdís Eiðsdóttir og Haraldur Örn Arnarson sækja þann 4. júlí 2007 um leyfi til að byggja 26 m2 viðbyggingu við húsið skv. meðf. teikningu. Tekið fyrir að nýju ásamt umsögn skipulagshöfundar. Var rætt á 205. fundi en afgreiðslu frestað.%0DFrestað.
9. Erindi íbúa við Urðarholt 5 varðandi sorpgáma og draslaragang við Nóatúnshúsið200705186
Sesselja Guðjónsdóttir og Ingunn Ingþórsdóttir óska með bréfi dags. 16. maí 2007 eftir því f.h. íbúa Urðarholts 5 og 7 að gámar á plani Nóatúnshússins verði fluttir á annan stað og hvetja jafnframt til átaks í snyrtimennsku í bænum.
Sesselja Guðjónsdóttir og Ingunn Ingþórsdóttir óska með bréfi dags. 16. maí 2007 eftir því f.h. íbúa Urðarholts 5 og 7 að gámar á plani Nóatúnshússins verði fluttir á annan stað og hvetja jafnframt til átaks í snyrtimennsku í bænum.%0DFrestað.
10. Háholt 7 (Áslákur), breyting á deiliskipulagi200708032
Guðjón Magnússon arkitekt kemur á fundinn og kynnir tillögu að breytingu á deiliskipulagi og tilhögun bygginga á lóðinni.
Guðjón Magnússon arkitekt kom á fundinn og kynnti tillögu að breytingu á deiliskipulagi og tilhögun bygginga á lóðinni.%0DNefndin er jákvæð gagnvart framlögðum hugmyndum og óskar eftir því að höfundur fullvinni tillögu að deiliskipulagi í samráði við skipulagsfulltrúa.
11. Háspennulínur Hellisheiði - Straumsvík/Geitháls, ósk um br. á aðalskipulagi200703143
Ólafur Árnason umhverfisfræðingur hjá Línuhönnun kemur á fundinn og gerir grein fyrir breyttum áformum um línulagnir, sbr. meðf. bréf Landsvirkjunar dags. 9. júlí 2007.
Ólafur Árnason umhverfisfræðingur hjá Línuhönnun og Jón Bergmundsson frá verkfræðistofunni Afli komu á fundinn og gerðu grein fyrir breyttum áformum um línulagnir, sbr. meðf. bréf Landsvirkjunar dags. 9. júlí 2007.
12. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 140200708012F
Lagt fram til kynningar.