19. febrúar 2008 kl. 07:00,
bæjarráðssal
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Jarðstrengir Nesjavellir - Geitháls, ósk um br. á aðalskipulagi200703010
Tillaga að breytingum á aðalskipulagi varðandi jarðstreng og hitaveituæð var auglýst skv. 18. gr. s/b-laga ásamt umhverfisskýrslum þann 20. desember 2007 með athugasemdafresti til 31. janúar 2008. Athugasemd barst frá Landssambandi Hestamannafélaga dags. 28. janúar 2008. Einnig bárust svör frá umsagnaraðilum. Lögð verða fram drög að svörum við athugasemd og umsögnum. (Sjá gögn með 221. fundarboði, drög að svörum verða send í tölvupósti)
Tillaga að breytingum á aðalskipulagi varðandi jarðstreng og hitaveituæð var auglýst skv. 18. gr. s/b-laga ásamt umhverfisskýrslum þann 20. desember 2007 með athugasemdafresti til 31. janúar 2008. Athugasemd barst frá Landssambandi Hestamannafélaga dags. 28. janúar 2008. Einnig bárust svör frá umsagnaraðilum. Lögð fram drög að svörum við athugasemd og umsögnum.%0DNefndin samþykkir framlagða tillögu að svörum og breytingum á umhverfisskýrslum og leggur til að aðalskipulagsbreytingin verði samþykkt með þeirri breytingu á legu Hellisheiðaræðar sem getið er í svörunum.
2. Hitaveituæð Hellisheiði - Reynisvatnsheiði, ósk um br. á aðalskipulagi200704116
Sjá bókun v. máls nr. 200703010.
Sjá bókun v. máls nr. 200703010.
3. Skarhólabraut, deiliskipulag200711234
Tillaga að deiliskipulagi var auglýst skv. 25. gr. s/b-laga ásamt umhverfisskýrslu þann 4. janúar 2008 með athugasemdafresti til 15. febrúar 2008. Athugasemd dags. 30. janúar 2008 barst frá Eddu Gísladóttur. Umsögn um umhverfisskýrslu, dags. 11. febrúar 2008, barst frá Skipulagsstofnun og boðuð hefur verið umsögn Umhverfisstofnunar.
Tillaga að deiliskipulagi var auglýst skv. 25. gr. s/b-laga ásamt umhverfisskýrslu þann 4. janúar 2008 með athugasemdafresti til 15. febrúar 2008. Athugasemd dags. 30. janúar 2008 barst frá Eddu Gísladóttur. Umsagnir um umhverfisskýrslu bárust frá Skipulagsstofnun, dags. 11. febrúar 2008, og frá Umhverfisstofnun, dags. 18. febrúar 2008.%0DStarfsmönnum falið að gera tillögu að svörum við umsögnum og athugasemd.
4. Flugvöllur á Tungubökkum, ósk um breytingu á deiliskipulagi200708140
Sigurjón Valsson fór þess á leit f.h. Flugklúbbs Mosfellsbæjar þann 14. ágúst 2007 að deiliskipulagi fyrir svæði klúbbsins verði breytt skv. meðf. uppdrætti þannig að byggingarreitur skýlis nr. 3 verði stækkaður. Gerð verður grein fyrir viðræðum við Flugklúbbinn.
Sigurjón Valsson fór þess á leit f.h. Flugklúbbs Mosfellsbæjar þann 14. ágúst 2007 að deiliskipulagi fyrir svæði klúbbsins verði breytt skv. meðf. uppdrætti þannig að byggingarreitur skýlis nr. 3 verði stækkaður. Gerð verður grein fyrir viðræðum við Flugklúbbinn.%0DMálið kynnt. Starfsmönnum falið að vinna að breytingum á deiliskipulagstillögu í samræmi við umræður á fundinum.
5. Háspennulínur Hellisheiði - Straumsvík/Geitháls, ósk um br. á aðalskipulagi200703143
Á fundinn koma fulltrúar Landsnets og kynna breyttar hugmyndir um háspennulínulínur á Höfuðborgarsvæðinu.
Á fundinn kom Árni Jón Elíasson fulltrúi Landsnets og kynnti breyttar hugmyndir um háspennulínulínur á Höfuðborgarsvæðinu.%0DLandsnet mun senda inn frekari gögn og upplýsingar um hugmyndirnar.
6. Háholt 14, skipulag lóðar og deiliskipulag200503105
Lagður fram uppdráttur Péturs Jónssonar landslagsarkitekts að lóðarmörkum og skipulagi lóðarinnar.
Lagður fram uppdráttur Péturs Jónssonar landslagsarkitekts að lóðarmörkum og skipulagi lóðarinnar.%0DNefndin samþykkir uppdráttinn fyrir sitt leyti og leggur til við bæjarráð að gengið verði frá lóðarsamningi á grundvelli uppdráttarins.
7. Dælustöð OR á Reykjum, erindi OR varðandi framtíðarnýtingu og skipulag200801297
Þorvaldur St. Jónsson og Hannes Frímann Sigurðsson f.h. OR óska þann. 17. janúar 2008 eftir samstarfi við Mosfellsbæ um endurskoðun á starfsemi og skipulagi á lóð Orkuveitunnar á Reykjum.
Þorvaldur St. Jónsson og Hannes Frímann Sigurðsson f.h. OR óska þann. 17. janúar 2008 eftir samstarfi við Mosfellsbæ um endurskoðun á starfsemi og skipulagi á lóð Orkuveitunnar á Reykjum.%0DNefndin leggur til að bæjarstjóri taki upp viðræður við Orkuveituna um erindið.
8. Álafossvegur 25 - fyrirspurn um byggingarleyfi200602001
Jóhannes B. Eðvaldsson óskar þann 29. janúar eftir því f.h. Álafossbrekkunnar ehf. að áður innsendar teikningar og umsókn um byggingarleyfi fyrir húsi að Álafossvegi 25 fái meðferð skv. 2. mgr. 26. gr. s/b-laga um óverulegar breytingar á deiliskipulagi.
Jóhannes B. Eðvaldsson óskar þann 29. janúar eftir því f.h. Álafossbrekkunnar ehf. að áður innsendar teikningar og umsókn um byggingarleyfi fyrir húsi að Álafossvegi 25 fái meðferð skv. 2. mgr. 26. gr. s/b-laga um óverulegar breytingar á deiliskipulagi.%0DFrestað.
9. Háeyri, ósk um breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulag200708031
Í framhaldi af erindi Sigurðar I B Guðmundssonar frá 7. ágúst 2007 er lögð fram ný tillaga Kristins Ragnarssonar arkitekts að deiliskipulagi, dags. 31.01.2008, þar sem gert er ráð fyrir að lóðinni verði skipt í tvennt og að á vestari partinum komi nýtt einbýlishús.
Í framhaldi af erindi Sigurðar I B Guðmundssonar frá 7. ágúst 2007 er lögð fram ný tillaga Kristins Ragnarssonar arkitekts að deiliskipulagi, dags. 31.01.2008, þar sem gert er ráð fyrir að lóðinni verði skipt í tvennt og að á vestari partinum komi nýtt einbýlishús.%0DFrestað.
10. Miðdalsland norðan Selvatns, deiliskipulag 5 frístundalóða200708097
Í framhaldi af erindi Hildigunnar Haraldsdóttur arkitekts f.h. landeigenda frá 15. ágúst 2007, sbr. bókun á 208. fundi, er lögð fram endurskoðuð tillaga að deiliskipulagi 5 frístundalóða þar sem nú eru 2 lóðir Gunnlaugar Eggertsdóttur.
Í framhaldi af erindi Hildigunnar Haraldsdóttur arkitekts f.h. landeigenda frá 15. ágúst 2007, sbr. bókun á 208. fundi, er lögð fram endurskoðuð tillaga að deiliskipulagi 5 frístundalóða þar sem nú eru 2 lóðir Gunnlaugar Eggertsdóttur.%0DFrestað.
11. Fyrirspurn varðandi stækkun 30 km svæðis á Baugshlíð og Skólabraut200802031
Gunnar S.I. Sigurðsson lögreglumaður óskar þann 1. febrúar 2008 eftir því að athugað verði hvort unnt sé að stækka 30-km svæði á Baugshlíð og Skólabraut.
Gunnar S.I. Sigurðsson lögreglumaður óskar þann 1. febrúar 2008 eftir því að athugað verði hvort unnt sé að stækka 30-km svæði á Baugshlíð og Skólabraut.%0DFrestað.
12. Skeljatangi 16 umsókn um byggingarleyfi/breyting á svölum og glugga200802041
Matthías Ottósson sækir þann 5. febrúar 2008 um leyfi til að byggja yfir svalir og setja glugga á óuppfyllt rými á neðri hæð hússins skv. meðf. teikningum Ragnars A. Birgissonar arkitekts.
Matthías Ottósson sækir þann 5. febrúar 2008 um leyfi til að byggja yfir svalir og setja glugga á óuppfyllt rými á neðri hæð hússins skv. meðf. teikningum Ragnars A. Birgissonar arkitekts.%0DFrestað.
13. Hraðastaðavegur 5, umsókn um byggingarleyfi v/landbúnaðarbyggingu200712024
Í framhaldi af umsókn Hlyns Þórissonar f.h. Gands ehf þann 4. desember um byggingarleyfi fyrir landbúnaðarbyggingu að Hraðastaðavegi 5 er lögð fram yfirlýsing hans um fyrirhugaða notkun byggingarinnar ásamt minnisblaði um eldvarnarmál.
Í framhaldi af umsókn Hlyns Þórissonar f.h. Gands ehf þann 4. desember um byggingarleyfi fyrir landbúnaðarbyggingu að Hraðastaðavegi 5 er lögð fram yfirlýsing hans um fyrirhugaða notkun byggingarinnar ásamt minnisblaði um eldvarnarmál.%0DFrestað.
14. Bræðratunga - fyrirspurn um heilsársbúsetu200802120
Tobias Klose spyrst þann 14. febrúar 2008 fyrir um það hvort heimiluð yrði heilsársbúseta á eigninni og í öðru lagi hvort heimiluð yrði bygging 5 - 6 smáhýsa þar í tengslum við rekstur ferðaþjónustufyrirtækisins Dive.is
Tobias Klose spyrst þann 14. febrúar 2008 fyrir um það hvort heimiluð yrði heilsársbúseta á eigninni og í öðru lagi hvort heimiluð yrði bygging 5 - 6 smáhýsa þar í tengslum við rekstur ferðaþjónustufyrirtækisins Dive.is.%0DFrestað.
15. Hjallahlíð 11, óleyfisbygging200802129
Byggingarfulltrúi hefur án árangurs gert athugasemdir við óleyfisbyggingu á lóðinni, sbr. meðf. bréf.
Byggingarfulltrúi hefur án árangurs gert athugasemdir við óleyfisbyggingu á lóðinni, sbr. meðf. bréf.%0DFrestað.