Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

2. október 2014 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
  • Hafsteinn Pálsson (HP) varaformaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari

Fundargerð ritaði

Stefán Ómar Jónsson bæjarritari


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Er­indi Sjálfs­bjarg­ar fé­lags fatl­aðra varð­andi um­sókn um styrk201409145

    Erindi Sjálfsbjargar félags fatlaðra varðandi umsókn um 250 þúsund króna styrk á árinu 2015.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að svara bréf­rit­ara í sam­ræmi við um­sögn fjöl­skyldu­nefnd­ar.

    • 2. Er­indi Al­þing­is varð­andi um­sögn um efl­ingu heil­brigð­is­þjón­ustu o.fl.201409435

      Erindi velferðarnefndar Alþingis þar sem gefinn er kostur á umsögn um eflingu heilbrigðisþjónustu, menntakerfis og velferðarþjónustu.

      Er­ind­ið lagt fram.

      • 3. Fjár­mála­ráð­stefna sveit­ar­fé­laga 2014201409463

        Dagskrá fjármálaráðstefnu sveitarfélaga 2014 sem haldinn verður 9. til 10. október nk.

        Dag­skrá­in lögð fram. Þeir bæj­ar­ráðs­menn sem hyggjast sækja ráð­stefn­una bóki þátt­töku sína sjálf­ir.

        • 4. Svæð­is­skipu­lag höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins 2015-2040201306129

          Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins óskar eftir því að Mosfellsbær staðfesti heimild til þess að auglýsa tillögu að svæðisskipulagi 2015-2040.

          Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að stað­festa ákvörð­un svæð­is­skipu­lags­nefnd­ar um aug­lýs­ingu til­lögu að nýju svæð­is­skipu­lagi 2015-2040 ásamt um­hverf­is­skýrslu.
          Í leið­inni vill bæj­ar­ráð koma á fram­færi þeirri ábend­ingu, að hún tel­ur að í upp­taln­ingu áa und­ir Mark­miði 4.2. beri einn­ig að nefna Úlfarsá/Korpu og Varmá.

          • 5. Vatns­veita Mos­fells­bæj­ar - þró­un og end­ur­bæt­ur 2014-2019201405143

            Lögð er fram skýrsla um endurbætur á Vatnsveitu Mosfellsbæjar þar sem settar eru fram tillögur um úrbætur og framkvæmdir árin 2014-2019.

            Á fund­inn und­ir þess­um dag­skrárlið voru mætt Jó­hanna B. Han­sen (JBH) fram­kvæmda­stjóri um­hverf­is­sviðs og Gunn­ar Svavars­son (GS) frá verk­fræði­stof­unni Eflu.

            Gunn­ar fór yfir og út­skýrði út­tekt Eflu varð­andi æski­lega þró­un og end­ur­bæt­ur vatns­veit­unn­ar á ár­un­um 2014-2019. Skýrsl­an lögð fram.

            Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl.