2. október 2014 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Hafsteinn Pálsson (HP) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi Sjálfsbjargar félags fatlaðra varðandi umsókn um styrk201409145
Erindi Sjálfsbjargar félags fatlaðra varðandi umsókn um 250 þúsund króna styrk á árinu 2015.
Samþykkt með þremur atkvæðum að svara bréfritara í samræmi við umsögn fjölskyldunefndar.
2. Erindi Alþingis varðandi umsögn um eflingu heilbrigðisþjónustu o.fl.201409435
Erindi velferðarnefndar Alþingis þar sem gefinn er kostur á umsögn um eflingu heilbrigðisþjónustu, menntakerfis og velferðarþjónustu.
Erindið lagt fram.
3. Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2014201409463
Dagskrá fjármálaráðstefnu sveitarfélaga 2014 sem haldinn verður 9. til 10. október nk.
Dagskráin lögð fram. Þeir bæjarráðsmenn sem hyggjast sækja ráðstefnuna bóki þátttöku sína sjálfir.
4. Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2015-2040201306129
Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins óskar eftir því að Mosfellsbær staðfesti heimild til þess að auglýsa tillögu að svæðisskipulagi 2015-2040.
Samþykkt með þremur atkvæðum að staðfesta ákvörðun svæðisskipulagsnefndar um auglýsingu tillögu að nýju svæðisskipulagi 2015-2040 ásamt umhverfisskýrslu.
Í leiðinni vill bæjarráð koma á framfæri þeirri ábendingu, að hún telur að í upptalningu áa undir Markmiði 4.2. beri einnig að nefna Úlfarsá/Korpu og Varmá.5. Vatnsveita Mosfellsbæjar - þróun og endurbætur 2014-2019201405143
Lögð er fram skýrsla um endurbætur á Vatnsveitu Mosfellsbæjar þar sem settar eru fram tillögur um úrbætur og framkvæmdir árin 2014-2019.
Á fundinn undir þessum dagskrárlið voru mætt Jóhanna B. Hansen (JBH) framkvæmdastjóri umhverfissviðs og Gunnar Svavarsson (GS) frá verkfræðistofunni Eflu.
Gunnar fór yfir og útskýrði úttekt Eflu varðandi æskilega þróun og endurbætur vatnsveitunnar á árunum 2014-2019. Skýrslan lögð fram.