4. apríl 2019 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Una Hildardóttir formaður
- Mikael Rafn L Steingrímsson varaformaður
- Ingibjörg B Jóhannesdóttir varamaður
- Margrét Guðjónsdóttir (MGu) aðalmaður
- Steinunn Dögg Steinsen (SDS) aðalmaður
- Örlygur Þór Helgason (ÖÞH) áheyrnarfulltrúi
- Arnar Jónsson
Fundargerð ritaði
Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Norrænt samstarf um betri bæi og íbúalýðræði201706309
Upplýsingar úr námsferð sem farin var til að skoða sambærileg verkefni á Norðurlöndum.
Lýðræðis- og mannréttindanefnd þakkar Auði Halldórsdóttur, forstöðumanni bókasafns- og menningarmála, fyrir góða yfirferð yfir námsferðina.
2. Jafnréttisáætlun Mosfellsbæjar 2014-20172014081479
Upphaf vinnu við gerð framkvæmdaáætlunar fyrir árin 2018-2022.
Lýðræðis- og mannréttindanefnd ræddi verklag við tilnefningar til jafnréttisviðurkenningar og setningu verklagsreglna vegna þeirra. Ákveðið að næsti fundur nefndarinnar verði nýttur til þess að vinna að gerð framkvæmdaáætlunar í jafnréttismálum fyrir árin 2018-2022 og fjalla um drög að verklagsreglum vegna tilnefningar til jafnréttisviðurkenninigar.
3. Þjónustukönnun sveitarfélaga 2018201901489
Niðurstöðu þjónustukönnunar Gallup 2018 fyrir Mosfellsbæ.
Lýðræðis- og mannréttindanefnd þakkar fyrir kynningu á niðurstöðum þjónustukönnunar Gallup 2018.
4. Umsókn um þátttöku í íbúasamráðsverkefni Sambands íslenskra sveitarfélaga og Akureyrar201903029
Mosfellsbæ býðst að óska eftir þátttöku í íbúasamráðsverkefni Sambandis íslenkra sveitarfélag og Akureyrarbæjar.
Formanni lýðræðis- og mannréttindanefndar og forstöðumanni þjónustu- og samskiptadeildar falið að undirbúa umsókn um þátttöku í íbúasamráðsverkefni Sambands íslenskra sveitarfélaga.