4. maí 2017 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) formaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) varamaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild
Fundargerð ritaði
Sigurður Júlíusson
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Helgafellstorfan - Deiliskipulag201704194
Drög að samkomulagi um gerð deiliskipulags í Helgafellshverfi lögð fram.
Framlögð drög að samkomulagi um gerð deiliskipulags í Helgafellshverfi samþykkt með þremur atkvæðum.
2. Lögreglusamþykkt fyrir Mosfellsbæ201604031
Farið yfir stöðu mála vegna innleiðingar nýrrar lögreglusamþykktar.
Samþykkt með þremur atkvæðum að bíða áfram eftir staðfestingu ráðherra á óbreyttri lögreglusamþykkt.
3. Samþykkt um gatnagerðargjöld 2017201704071
Tillaga að breytingu á samþykkt um gatnagerðargjöld.
Framlögð drög að breytingu á samþykkt um gatnagerðargjald á deiliskipulögðum svæðum í Mosfellsbæ samþykkt með þremur atkvæðum.
4. Skreyting hringtorgs201703391
Bæjarráð vísaði erindinu til umsagnar menningarmálanefndar. Bókun menningarmálanefndar lögð fram.
Samþykkt með þremur atkvæðum að kaupa þrjár trékindur af Ásgarði til þess að skreyta hringtorg á Vesturlandsvegi við Þingvallaveg.
5. Ósk um heimild til framsals lóðarleigusamnings201704245
Ósk um framsals lóðarleigusamnings um lóðina Hlíðartún 6a.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila framsal lóðarleigusamnings um lóðina Hlíðartún 6a til núverandi eigenda lóðarinnar við Hlíðartún 6.
6. Umsögn um tillögu til þingsályktunar um stefnu og framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks fyrir árin 2017-2021.201704246
Óskað er umsagnar fyrir 12. maí nk.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs.
7. Helgafellsskóli, Nýframkvæmd201503558
Niðurstaða útboðs vegna uppsteypu Helgafellsskóla auk frágangs innanhúss og að utan kynnt.
Samþykkt með þremur atkvæðum að ganga til samninga við lægstbjóðanda, Ístak hf., um uppsteypu Helgafellsskóla og frágang innan- og utanhúss.
8. Trúnaðarmál201612279
Starfsmannamál.
Framlögð tillaga samþykkt með þremur atkvæðum.
9. Fyrri úthlutun stofnframlaga 2017.201705008
Íbúðalánasjóður upplýsir um að auglýst hafi verið eftir umsóknum um stofnframlög 2017.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs.
10. Ráðning forstöðumanns í búsetukjarna fatlaðs fólks201704252
Tillaga að ráðningu forstöðumanns búsetukjarna fatlaðs fólks.
Samþykkt með þremur atkvæðum að ráða Ingveldi Björgvinsdóttur sem forstöðumann sameinaðs búsetukjarna í Hulduhlíð og Klapparhlíð frá 01.06.2017.
11. Umsögn um frumvarp til laga um jafna meðferð á vinnumarkaði.201704250
Óskað er umsagnar fyrir 10. maí nk.
Lagt fram. Bæjarráð vekur jafnframt athygli mannauðsstjóra á erindinu.
12. Umsögn um frumvarp til laga um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna.201704251
Óskað er umsagnar fyrir 10. maí nk.
Lagt fram.
14. Umsögn um frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn).201705007
Óskað er umsagnar fyrir 12. maí.
Lagt fram.
15. Erindi Hestamannafélagsins Harðar varðandi byggingu reiðhallar200810056
Drög að samkomulagi við Hestamannafélagið Hörð lagt fram ásamt yfirlýsingu félagsins.
Drög að samkomulagi við Hestamannafélagið Hörð samþykkt með þremur atkvæðum.