28. febrúar 2017 kl. 13:00,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Daníela Grétarsdóttir aðalmaður
- Embla Líf Hallsdóttir aðalmaður
- Guðlaug Karen Ingólfsdóttir aðalmaður
- Kristín Rán Guðjónsdóttir aðalmaður
- Dagur Fannarsson aðalmaður
- Emma Sól Jónsdóttir aðalmaður
- Úlfur Hrafn Eyvindsson aðalmaður
- Lilja Maren Elíasdóttir aðalmaður
- Björn Bjarnarson aðalmaður
- Edda Ragna Davíðsdóttir fræðslusvið
- Hanna Lilja Egilsdóttir fræðslusvið
Fundargerð ritaði
Edda Davíðsdóttir Tómstundafulltrúi Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Hugmyndir ungmenna úr Mosfellsbæ.201701170
Nefndarmenn Ungmennaráðs könnuðu hjá samnemendur sínum hvað þeim finnst vanta og hvað mætti bæta hér í Mosfellbæ.
Edda og Hanna Lilja hafa teki saman öll svör. Ungmennaráð ánægt með hversu vel tókst að fá jafnaldra þeirra til að taka þátt. Ákveðið að listinn verði kynntur Bæjarstjórn á sameiginlegum fundi Ungmennaráðs og Bæjarstjórnar í vor.
2. Boð um þátttöku á fundi ungmennaráða og -deilda frjálsra félagasamtaka201703032
Boð um þátttöku á fundi ungmennaráða og -deilda frjálsra félagasamtaka
Lagt fram. Mikill áhugi á að fara á fundinn. Eddu falið að bóka einn til tvo nefndarmenn á fundinn.
3. Ungmennaráðstefnan Ungt fólk og lýðræði 2017201703033
Frá ungmennaráði Mosfellbæjar fara tveir nefndarmenn. Björn Bjarnarson og Úlfar Darri Lúthersson. Edda skráir þá á ráðstefnuna.
4. Kærleiksvikan í Mosfellsbæ201606056
Spiladagur í Kærleiksviku tókst mjög vel. Ungmennaráð mjög sátt við daginn og samvinnuna við öldungaráð. Vilji fyrir því að halda slíkri samvinnu áfram og að halda annan spiladag.
5. Beiðni frá forvarnarfulltrúa Tryggingarmiðstöðvar vegna hugmyndar um rýnihóp ungmenna úr Mosfellsbæ201703034
Beiðni frá forvarnarfulltrúa Tryggingarmiðstöðvar vegna hugmyndar um rýnihóp ungmenna úr Mosfellsbæ. Ungmennráð vil gjarnan vinna með TM að hugmyndasöfnun og kanna hjá samnenmendum sínum hvernig við getum fengið þau til að sjást betur í myrkrinu. Forvarnarfulltrúa TM boðið á næsta fund ráðsins til að kynna honum niðustöður ráðsins
6. Verkefnalisti Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2017201701266
Lögð fram ósk umhverfisnefndar um tillögur frá öllum nefndum bæjarins að verkefnum í nýjan Verkefnalista Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2017. Verkalistan skal velja út frá þeim verkefnum sem fram koma í Framkvæmdaáætlun Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ til 2020. Frestur til að skila inn tillögum er til 1. mars 2017.
Frestað