30. apríl 2014 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Hanna Bjartmars Arnardóttir vara áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Gatnagerð Reykjahvoli og Bjargslundi200607122
Varðandi framkvæmdir við Reykjahvol, umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs um erindi frá Guðrúnu Ólafsdóttur.
Samþykkt með tveimur atkvæðum að ekki sé hægt að verða við ósk bréfritara um breytingu á tímafresti vegna gatnaframkvæmda. Jafnframt er framkvæmdastjóra umhverfissviðs falið að eiga fund með bréfritara.
2. Rekstur hárgreiðslustofu í Eirhömrum201212100
Leigusamningur vegna hárgreiðslustofu í þjónustumiðstöð Eirhamra.
Samþykkt með tveimur atkvæðum að heimila framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs að semja um útleigu á rými undir hárgreiðslustofu.
3. Viðaukar við fjárhagsáætlun 2014201403028
Fjármálastjóri leggur fram umbeðna viðauka við fjárhagsáætlun 2014.
Samþykkt með tveimur atkvæðum fram lögð tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2014:
1) Áætlun kostnaðar vegna aðkeyptrar sérfræðiþjónustu á bókhaldslykli 13-01-4390-1 "Þróunar- og ferðamálanefnd" hækkar um kr. 900.000 og að sama skapi lækkar áætlun kostnaðar á deild 21-82 "Óviss útgjöld" um sömu fjárhæð.4. Heilsueflandi samfélag201208024
Erindi Þróunar- og ferðamálanefndar til bæjarráðs vegna samnings við Heilsuvin.
Samþykkt með tveimur atkvæðum að heimila bæjarstjóra að undirrita samkomulag við heilsuvin um heilsueflandi samfélag, enda hefur þegar verið afgreiddur viðauki við fjárhagsáætlun sbr. samþykkt á síðasta fundi bæjarráðs.
5. Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um fjögurra ára samgönguáætlun201404252
Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um fjögurra ára samgönguáætlun fyrir árin 2013 - 2016, 495 mál.
Samþykkt með tveimur atkvæðum að vísar erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs. Umsögnin verði kynnt í skipulagsnefnd.
6. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum201404253
Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum, nr. 123/2010(bótaákvæði o.fl.), 512. mál.
Samþykkt með tveimur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar skipulagsfulltrúa og skipulagsnefndar.
7. Erindi lögreglustjóra varðandi umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis201404275
Erindi lögreglustjóra varðandi umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis vegna heimagistingar.
Samþykkt með tveimur atkvæðum að bæjarráð Mosfellsbæjar geri ekki fyrir sitt leyti athugasemd við útgáfu leyfis, en vísar að öðru leyti til umsagnar byggingarfulltrúa Mosfellsbæjar hvað varðar atriði eins og byggingar- og skipulagsskilmála, lokaúttekt og fleiri þætti sem þar kunna að koma fram.
8. Erindi lögreglustjóra varðandi umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis201404292
Erindi lögreglustjóra varðandi umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis Kaffihússins Álafossi.
Samþykkt með tveimur atkvæðum að bæjarráð Mosfellsbæjar geri ekki fyrir sitt leyti athugasemd við útgáfu leyfis, en vísar að öðru leyti til umsagnar byggingarfulltrúa Mosfellsbæjar hvað varðar atriði eins og byggingar- og skipulagsskilmála, lokaúttekt og fleiri þætti sem þar kunna að koma fram.
9. Fundarboð aðalfundar Málræktarsjóðs 2014201404320
Fundarboð aðalfundar Málræktarsjóðs 2014 þar sem óskað ef eftir tilnefningu Mosfellsbæjar á fulltrúa sínum til setu á aðalfundinum.
Samþykkt með tveimur atkvæðum að Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdarstjóri fræðslusviðs verði fulltrúi Mosfellsbæjar á aðalfundi Málræktarsjóðs.