Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

30. apríl 2014 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
  • Hanna Bjartmars Arnardóttir vara áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari

Fundargerð ritaði

Stefán Ómar Jónsson bæjarritari


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Gatna­gerð Reykja­hvoli og Bjarg­slundi200607122

    Varðandi framkvæmdir við Reykjahvol, umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs um erindi frá Guðrúnu Ólafsdóttur.

    Sam­þykkt með tveim­ur at­kvæð­um að ekki sé hægt að verða við ósk bréf­rit­ara um breyt­ingu á tíma­fresti vegna gatna­fram­kvæmda. Jafn­framt er fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs fal­ið að eiga fund með bréf­rit­ara.

    • 2. Rekst­ur hár­greiðslu­stofu í Eir­hömr­um201212100

      Leigusamningur vegna hárgreiðslustofu í þjónustumiðstöð Eirhamra.

      Sam­þykkt með tveim­ur at­kvæð­um að heim­ila fram­kvæmda­stjóra fjöl­skyldu­sviðs að semja um út­leigu á rými und­ir hár­greiðslu­stofu.

      • 3. Við­auk­ar við fjár­hags­áætlun 2014201403028

        Fjármálastjóri leggur fram umbeðna viðauka við fjárhagsáætlun 2014.

        Sam­þykkt með tveim­ur at­kvæð­um fram lögð til­laga að við­auka við fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar fyr­ir árið 2014:
        1) Áætlun kostn­að­ar vegna að­keyptr­ar sér­fræði­þjón­ustu á bók­halds­lykli 13-01-4390-1 "Þró­un­ar- og ferða­mála­nefnd" hækk­ar um kr. 900.000 og að sama skapi lækk­ar áætlun kostn­að­ar á deild 21-82 "Óviss út­gjöld" um sömu fjár­hæð.

        • 4. Heilsu­efl­andi sam­fé­lag201208024

          Erindi Þróunar- og ferðamálanefndar til bæjarráðs vegna samnings við Heilsuvin.

          Sam­þykkt með tveim­ur at­kvæð­um að heim­ila bæj­ar­stjóra að und­ir­rita sam­komulag við heilsu­vin um heilsu­efl­andi sam­fé­lag, enda hef­ur þeg­ar ver­ið af­greidd­ur við­auki við fjár­hags­áætlun sbr. sam­þykkt á síð­asta fundi bæj­ar­ráðs.

          • 5. Er­indi Al­þing­is varð­andi um­sögn um til­lögu til þings­álykt­un­ar um fjög­urra ára sam­göngu­áætlun201404252

            Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um fjögurra ára samgönguáætlun fyrir árin 2013 - 2016, 495 mál.

            Sam­þykkt með tveim­ur at­kvæð­um að vís­ar er­ind­inu til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs. Um­sögn­in verði kynnt í skipu­lags­nefnd.

            • 6. Er­indi Al­þing­is varð­andi um­sögn um frum­varp til laga um breyt­ingu á skipu­lagslög­um201404253

              Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum, nr. 123/2010(bótaákvæði o.fl.), 512. mál.

              Sam­þykkt með tveim­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar skipu­lags­full­trúa og skipu­lags­nefnd­ar.

              • 7. Er­indi lög­reglu­stjóra varð­andi um­sagn­ar­beiðni vegna rekstr­ar­leyf­is201404275

                Erindi lögreglustjóra varðandi umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis vegna heimagistingar.

                Sam­þykkt með tveim­ur at­kvæð­um að bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar geri ekki fyr­ir sitt leyti at­huga­semd við út­gáfu leyf­is, en vís­ar að öðru leyti til um­sagn­ar bygg­ing­ar­full­trúa Mos­fells­bæj­ar hvað varð­ar at­riði eins og bygg­ing­ar- og skipu­lags­skil­mála, loka­út­tekt og fleiri þætti sem þar kunna að koma fram.

                • 8. Er­indi lög­reglu­stjóra varð­andi um­sagn­ar­beiðni vegna rekstr­ar­leyf­is201404292

                  Erindi lögreglustjóra varðandi umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis Kaffihússins Álafossi.

                  Sam­þykkt með tveim­ur at­kvæð­um að bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar geri ekki fyr­ir sitt leyti at­huga­semd við út­gáfu leyf­is, en vís­ar að öðru leyti til um­sagn­ar bygg­ing­ar­full­trúa Mos­fells­bæj­ar hvað varð­ar at­riði eins og bygg­ing­ar- og skipu­lags­skil­mála, loka­út­tekt og fleiri þætti sem þar kunna að koma fram.

                  • 9. Fund­ar­boð að­al­fund­ar Mál­rækt­ar­sjóðs 2014201404320

                    Fundarboð aðalfundar Málræktarsjóðs 2014 þar sem óskað ef eftir tilnefningu Mosfellsbæjar á fulltrúa sínum til setu á aðalfundinum.

                    Sam­þykkt með tveim­ur at­kvæð­um að Björn Þrá­inn Þórð­ar­son fram­kvæmd­ar­stjóri fræðslu­sviðs verði full­trúi Mos­fells­bæj­ar á að­al­fundi Mál­rækt­ar­sjóðs.

                    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30