4. júlí 2011 kl. 09.00,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
- Árni Ísberg embættismaður
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson byggingarfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Sótt er um leyfi fyrir rafmagni í bústað201106224
Þorkell E. Kristinsson Jörfabakka 6 Reykjavík sækir um leyfi til að tengja rafmagn fyrir ljós og hita í sumarbústað, landnr. 125233 í landi Elliðakots samkvæmt framlögðum gögnum.
Samþykkt, enda verði ekki heilsársbúseta í bústaðnum.
2. Umsókn um byggingarleyfi fyrir kvist á kaffistofu á hesthús201106043
Gunnar K.Valsson Dvergholti 2 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja kvist úr timbri og innrétta þar kaffistofu í einingu 01.01.03 að Flugubakka 1 samkvæmt framlögðum gögnum.
Stækkun milligólfs 7,0 m2, 6,2 m3.
Fyrir liggur skriflegt samþykki meðeigenda í húsi á lóð.
Samþykkt.
3. Umsókn um byggingarleyfi201104245
Eir Hjúkrunarheimili Hlíðarhúsum 7 sækir um leyfi til að breyta innanhúss fyrirkomulagi kjallara og 1. hæðar að Hlaðhömrum 2, matshluta 02 þannig að íbúðum fækki um 5 og þar verði innréttuð þjónustumiðstöð samkvæmt framlögðum gögnum.
Heildar stærðir hússins breytast ekki.
Samþykkt.
4. Hraðastaðavegur 3A, umsókn um byggingarleyfi fyrir geymslu og hesthús201012286
Magnús Jóhannsson Hraðastaðaevgi 3 Mosfellsbæ sækir um leyfi fyrir stærðarbreytingu fjölnotahúss vegna breytinga á uppbyggingu burðarvirkja áðursamþykktra uppdrátta samkvæmt framlögðum gögnum.
Stækkun húss 6,8 m2, 1,3 m3.
Samþykkt.
5. Miðdalsland 125359 -byggingarleyfi í 4. áföngum.201104210
Arna S. Guðmundsdóttir Laugavegi 139 Reykjavík sækir um leyfi til að stækka úr timbri núverandi sumarbústað í Miðdalslandi landnr. 125359 samkvæmt framlögðum gögnum.
Heildarstærð bústaðs er 110,0 m2, 407,8 m3.
Samþykkt.
6. Umsókn um breytingar - reyndarteikning201106238
Eignasjóður Mosfellsbæjar Þverholti 2 sækir um leyfi fyrir smávægilegum innri fyrirkomulagsbreytingum og reyndarteikningum skólahúsnæðis að Sunnukrika 1 skv. framlögðum gögnum.
Stærðir hússins breytast ekki.
Samþykkt.