29. ágúst 2018 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) formaður
- Valgarð Már Jakobsson (VMJ) varaformaður
- Hildur Björg Bæringsdóttir (HBB) aðalmaður
- Arna Björk Hagalínsdóttir (ABH) aðalmaður
- Friðbert Bragason (FB) aðalmaður
- Lilja Kjartansdóttir (LK) áheyrnarfulltrúi
- Gunnhildur María Sæmundsdóttir fræðslusvið
- Magnea S Ingimundardóttir (MI) fræðslusvið
- Þrúður Hjelm fræðslusvið
- Guðrún Þórhildur Elfarsdóttir (GÞE) fræðslusvið
Fundargerð ritaði
Gunnhildur María Sæmundsdóttir skólafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Bættur skólabragur2018084657
Kynning á samstarfi Varmárskóla og Erindis um bættan skólabrag. Á fundinn mætir fulltrúi frá Erindi og kynnir samstarfið ásamt skólastjóra.
Fræðslunefnd þakkar góða og áhugaverða kynningu.
Gestir
- Sigríður Lára Haraldsdóttir, ráðgjafi hjá Erindi
2. Stoðþjónusta í Varmárskóla, eldri deild2018084659
Kynning á stoð- og stuðningsþjónustu í Varmárskóla, eldri deild
Fræðslunefnd þakkar kynninguna og leggur til að verkefnið verði kynnt aftur síðar á skólaárinu þegar reynsla er komin á aukna stoð- og stuðningsþjónustu og nýtt fyrirkomulag í Varmárskóla, eldri deild.
3. Ungt fólk 2018201805112
Sýrsla R&G um Ungt fólk 2018
Lögð fram skýrsla frá Rannsókn og greiningu um niðurstöður rannsókna meðal nemenda í 8.-10. bekk í grunnskólum Mosfellsbæjar er varðar vímuefnaneyslu og almenna lýðheilsu ungs fólks. Fræðslunefnd leggur til að skýrslan fari til kynningar í skólum bæjarins og meðal foreldra.
4. Innleiðing á nýjum persónuverndarlögum2018084656
Kynningarbréf
Lagt fram.