Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

2. september 2015 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Ólöf Arnbjörg Þórðardóttir (ÓAÞ) formaður
  • Sturla Sær Erlendsson varaformaður
  • Bylgja Bára Bragadóttir aðalmaður
  • Rafn Hafberg Guðlaugsson aðalmaður
  • Katharina Knoche (KK) áheyrnarfulltrúi
  • Aldís Stefánsdóttir (ASt) forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar

Fundargerð ritaði

Aldís Stefánsdóttir Forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Gljúfra­steinn - 60 ár frá af­hend­ingu nó­bels­verð­laun­anna201509102

    Guðný Dóra Gestsdóttir forstöðumaður á Gljúfrasteini kom og kynnti starfsemi safnsins og framtíðarhugmyndir um uppbyggingu.

    Nefnd­in þakk­ar Guðný Dóru fyr­ir góða kynn­ingu og lýs­ir yfir áhuga sín­um á því að styðja við upp­bygg­ingu safns­ins.

    • 2. Er­indi Sigrún­ar H. Páls­dótt­ur um að lög­manni Mos­fells­bæj­ar verði fal­ið að vinna minn­is­blað um rétt­indi og skyld­ur kjör­inna full­trúa201503509

      Á 1219. fundi bæjarráðs 9. júlí sl. var samþykkt að vísa minnisblaði lögmanns bæjarins um réttindi og skyldur kjörinna fulltrúa til umfjöllunar í nefndum bæjarins og var lögmanni falið að því loknu að funda með þeim nefndum sem teldu þess þröf.

      Lagt fram.

      • 3. Jafn­rétt­isáætlun Mos­fells­bæj­ar 2014-20172014081479

        Jafnréttisáætlun Mosfellsbæjar var samþykkt á 635. fundi bæjarstjórnar í október 2014. Framkvæmdaáætlun var lögð fram til fjögurra ára og fylgir hér með yfirlit þar sem farið er yfir stöðu einstakra verkefna miðað við júní 2015. Lagt er upp með að fulltrúar í nefndum og ráðum kynni sér vel efni og innihald jafnréttisáætlunarinnar og kanni hvaða efnishlutar eigi við um málaflokk viðkomandi nefndar og hafi þá til hliðsjónar í stefnumótandi ákvörðunum.

        Far­ið var yfir stöð­una á fram­kvæmda­áætlun jafn­rétt­is­mála út frá þeim verk­efn­um sem nefnd­in hef­ur með hönd­um.

      • 4. Upp­lýs­inga­mið­stöð ferða­manna í Mos­fells­bæ201001422

        Samningur við Hótel Laxnes um rekstur upplýsingamiðstöðvar fyrir ferðamenn í Mosfellsbæ rennur út um áramót.

        Frestað.

      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl.