30. apríl 2015 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Theódór Kristjánsson (TKr) varamaður
- Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild
Fundargerð ritaði
Sigurður Snædal Júlíusson
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp um landsskipulagsstefnu 2015-2026201504248
Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp um landsskipulagsstefnu 2015-2026 lagt fram.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til skipulags- og umhverfisnefndar til umsagnar og afgreiðslu.
2. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp um verndarsvæði í byggð201504249
Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp um verndarsvæði í byggð lagt fram.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til skipulags- og menningarmálanefndar til umsagnar og afgreiðslu.
3. Erindi SSH vegna endurskoðunar á vatnsvernd fyrir höfuðborgarsvæðið201112127
Verkefnisáætlun Vatnaskila um vinnu við frekari afmörkun vatnsverndarsvæðis í Mosfellsdal lögð fram.
Jóhanna B. Hansen (JBH), framkvæmdastjóri umhverfissviðs, mætir á fundinn undir þessum lið.
Lagt fram.
4. Lýðræðisstefna Mosfellsbæjar201206254
Rædd verður vinna við gerð aðgerðaráætlunar vegna innleiðingar lýðræðisstefnu Mofellsbæjar.
Aldís Stefánsdóttir (AS), forstöðumaður samskipta- og þjónustusviðs, mætir á fundinn undir þessum lið.
Umræður fóru fram. Bæjarfulltrúum er falið að koma frekar ábendingum og tillögum á framfæri við forstöðumann samskipta- og þjónustusviðs fyrir lok maí. Framkvæmdaáætlun lýðræðisstefnu verður tekin aftur til umræðu í bæjarráði í júní.