Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

28. janúar 2013 kl. 17:15,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Hreiðar Örn Zoega Stefánsson (HÖZS) formaður
  • Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
  • Þórhallur G Kristvinsson aðalmaður
  • Sæunn Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Bjarni Þór Ólafsson 1. varamaður
  • Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs
  • Marta Hildur Richter menningarsvið

Fundargerð ritaði

Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Starfs­áætlun Menn­ing­ar­mála­nefnd­ar 2013201301566

    Tillaga að starfsáætlun nefndarinnar lögð fram til umræðu.

    Áætlun stað­fest.

    • 2. Árs­skýrsla Bóka­safns Mos­fells­bæj­ar 2012201301564

      Ársskýrsla Bókasafns Mosfellsbæjar lögð fram.

      Marta Hild­ur Richter kom á fund­inn og fór yfir árs­skýrslu Bóka­safns Mos­fells­bæj­ar.

      • 3. Jóla­ball 2012201211079

        Farið yfir hvernig jólaball 2012 til tókst. Lögð fram greinargerð frá Úum - Lionsklúbbi.

        Jóla­ball 2012 var fjöl­menn­ar en sl. ár.

        Menn­ing­ar­mála­nefnd legg­ur til að jóla­ball 2013 verði hald­ið að ári að þeim skil­yrð­um upp­fyllt­um að fé­laga­sam­tök komi að og sjái um við­burð­inn.

        • 4. Þrett­ánd­inn 2013201212089

          Til umfjöllunar hvernig viðburðurinn Þrettándagleði Mosfellsbæjar til tókst 2013.

          Menn­ing­ar­mála­nefnd lýs­ir yfir ánægju sinni með fram­kvæmd þrett­ánd­ans 2013. Mik­ill mann­fjöldi var á sam­kom­unni og tókst sér­stak­lega vel til. Nefnd­in vill koma á fram­færi þakklæti til þeirra sem komu að þess­um frá­bæra við­burði.

          • 5. Regl­ur um út­hlut­un fjár­fram­laga til lista- og menn­ing­ar­starf­semi í Mos­fells­bæ201103024

            Lagðar fram núgildandi reglur um úthlutun fjárframlaga og drög að nýjum í samræmi við fyrri samþykktir frá 165. fundi nefndarinnar.

            Menn­ing­ar­mála­nefnd legg­ur til við bæj­ar­stjórn að sam­þykkja fram­lagð­ar regl­ur um út­hlut­un fjár­fram­laga eins þær liggja fyr­ir í mál­inu.

            • 6. Starfs­áætlun Lista- og menn­ing­ar­sjóðs 2013201301571

              Starfsáætlun Lista- og menningarsjóðs lögð fram.

              Frestað af­greiðslu.

              Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00