28. janúar 2013 kl. 17:15,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hreiðar Örn Zoega Stefánsson (HÖZS) formaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
- Þórhallur G Kristvinsson aðalmaður
- Sæunn Þorsteinsdóttir aðalmaður
- Bjarni Þór Ólafsson 1. varamaður
- Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs
- Marta Hildur Richter menningarsvið
Fundargerð ritaði
Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Starfsáætlun Menningarmálanefndar 2013201301566
Tillaga að starfsáætlun nefndarinnar lögð fram til umræðu.
Áætlun staðfest.
2. Ársskýrsla Bókasafns Mosfellsbæjar 2012201301564
Ársskýrsla Bókasafns Mosfellsbæjar lögð fram.
Marta Hildur Richter kom á fundinn og fór yfir ársskýrslu Bókasafns Mosfellsbæjar.
3. Jólaball 2012201211079
Farið yfir hvernig jólaball 2012 til tókst. Lögð fram greinargerð frá Úum - Lionsklúbbi.
Jólaball 2012 var fjölmennar en sl. ár.
Menningarmálanefnd leggur til að jólaball 2013 verði haldið að ári að þeim skilyrðum uppfylltum að félagasamtök komi að og sjái um viðburðinn.
4. Þrettándinn 2013201212089
Til umfjöllunar hvernig viðburðurinn Þrettándagleði Mosfellsbæjar til tókst 2013.
Menningarmálanefnd lýsir yfir ánægju sinni með framkvæmd þrettándans 2013. Mikill mannfjöldi var á samkomunni og tókst sérstaklega vel til. Nefndin vill koma á framfæri þakklæti til þeirra sem komu að þessum frábæra viðburði.
5. Reglur um úthlutun fjárframlaga til lista- og menningarstarfsemi í Mosfellsbæ201103024
Lagðar fram núgildandi reglur um úthlutun fjárframlaga og drög að nýjum í samræmi við fyrri samþykktir frá 165. fundi nefndarinnar.
Menningarmálanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja framlagðar reglur um úthlutun fjárframlaga eins þær liggja fyrir í málinu.
6. Starfsáætlun Lista- og menningarsjóðs 2013201301571
Starfsáætlun Lista- og menningarsjóðs lögð fram.
Frestað afgreiðslu.