6. apríl 2017 kl. 17:00,
2. hæð Reykjafell
Fundinn sátu
- Bjarki Bjarnason (BBj) formaður
- Örn Jónasson (ÖJ) varaformaður
- Nína Rós Ísberg aðalmaður
- Ursula Elísabet Junemann (UEJ) aðalmaður
- Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið
- Guðrún Birna Sigmarsdóttir umhverfissvið
Fundargerð ritaði
Tómas G. Gíslason umhverfisstjóri
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Vistgerðakort Náttúrufræðistofnunar Íslands201703386
Kynning á nýrri kortasjá Náttúrufræðistofnunar Íslands sem sýnir útbreiðslu samtals 105 vistgerða á landi, í ferskvatni og fjöru. Fulltrúi frá Náttúrufræðistofnun Íslands kynnir vistgerðakortið.
Borgþór Magnússon og Sigmar Metúsalemsson frá Náttúrufræðistofnun Íslands mættu á fundinn og kynntu nýtt vistgerðakort sem sýnir m.a. vistlendi og vistgerðir í Mosfellsbæ.
2. Kynning á verkefnalista Staðardagskrár 21 yfir nefndarmenn í skipulagsnefnd201704037
Kynning á verkefnalista Staðardagskrár 21 fyrir nefndarmenn í skipulagsnefnd
Kynning á verkefnalista Staðardagskrár 21 fyrir nefndarmönnum í skipulagsnefnd Mosfellsbæjar.
Samson Bjarnar Harðarson og Júlía Margrét Jónsdóttir nefndarmenn í skipulagsnefnd mættu á fundinn.
Umræða um málið.3. Verkefnalisti Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2017201701266
Lögð fram drög að verkefnalista Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2017. Verkefnalistinn var unnin í samráði við nefndir og svið bæjarins.
Drög að verkefnalista Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2017 samþykkt samhljóða með þeim breytingum sem fram koma í skjalinu.
4. Skógræktarstefna fyrir Mosfellsbæ201703398
Umræða um gerð skógræktarstefnu fyrir Mosfellsbæ
Samþykkt að fela umhverfisstjóra að afla upplýsinga og gagna um skógræktarstefnur sambærilegra sveitarfélaga.
5. Umsögn um frumvarp til laga um Umhverfisstofnun (heildarlög)201703292
Lögð fram til upplýsinga drög að frumvarpi til laga um Umhverfisstofnun (heildarlög)
Lagt fram til kynningar.
6. Aðalfundur Samtök garðyrkju- og umhverfisstjóra sveitarfélaga í Mosfellsbæ 2017201703396
Kynning á aðalfundi SAMGUS í Mosfellsbæ 6.-7. apríl 2017
Lagt fram til kynningar.