26. apríl 2012 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Herdís Sigurjónsdóttir formaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
- Jónas Sigurðsson (JS) áheyrnarfulltrúi
- Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Hjúkrunarheimili nýbygging201101392
Óskað er heimildar til útboðs innréttinga.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila umhverfissviði að undirbúa og bjóða út þriðja áfanga við innanhússfrágang í nýbyggingu hjúkrunarheimilisins.
2. Erindi Kristínar B Reynisdóttur varðandi götuna Lágholt201112017
Áður á 1069. fundi bæjarráðs þar sem framkvæmdastjóra umhverfissviðs var falið að semja bréf á grundvelli umsagna og leggja það fram í bæjarráði. Hjálagt er bréfið.
Til máls tók: HS.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra umhverfissviðs að svara bréfritara.
3. Kortlagning umferðarhávaða og gerð aðgerðaáætlana201204069
Erindi Vegagerðarinnar varðandi kortlagningu umferðarhávaða og gerð aðgerðaráætlana.
Til máls tók: HS.
Samþykkt með þremur atkvæðum að tilnefna framkvæmdastjóra umhverfissviðs, umhverfisstjóra og deildarstjóra tæknideildar sem flulltrúa Mosfellsbæjar í samstarfshóp verkefnisins.
4. Erindi Lögskila ehf. varðandi Laxnes I201204131
Kynnt er erindi Lögskila f.h. Þórarins Jónassonar varðandi Laxnes I.
Til máls tóku: HS, SÓJ, HSv, BH, JS, KT og JJB.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra og framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.
5. Erindi Motomos varðandi styrk201204150
Til máls tóku: HS, JJB, HSv, BH og KT.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til íþrótta- og tómstundanefndar til umsagnar.
6. Forstöðumaður þjónustu- og upplýsingamála201204153
Kynnt er tillaga að breytingu á heiti deildar, starfsheiti og breytingu á verkefnum stjórnsýslusviðs.
Til máls tóku: HS, JJB, HSv, BH, KT, SÓJ og JS.
Samþykkt með þremur atkvæðum að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja breytingu á verkefnum stjórnsýslusviðs eins og því er lýst í greinargerð og þá stefnumörkun sem fram kemur í greinargerðinni um tölvumál og þróun rafrænnar stjórnsýslu.
7. Erindi slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins varðandi gjaldskrá 2012201204162
SHS óskar staðfestingar Mosfellsbæjar á gjaldskrá.
Samþykkt með þremur atkvæðum að staðfesta framlagða gjaldskrá SHS.
8. Stefnumótun stjórnar Sorpu vegna Metan hf.201204167
Samþykkt með þremur atkvæðum að fresta umræðu þar til stjórn SSH hefur fjallað um erindið.