28. júní 2011 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bjarki Bjarnason (BBj) formaður
- Örn Jónasson (ÖJ) varaformaður
- Katrín Dögg Hilmarsdóttir (KDH) aðalmaður
- Hreiðar Örn Gestsson aðalmaður
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Birta Jóhannesdóttir (BJó) 1. varamaður
- Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið
- Bjarni Ásgeirsson umhverfissvið
Fundargerð ritaði
Tómas G. Gíslason umhverfisstjóri
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi Umhverfisráðuneytisins varðandi Umhverfisþing 2011201106194
Lagt fram til kynningar erindi Umhverfisráðuneytisins vegna Umhverfisþings sem haldið verður á Selfossi þann 14. október 2011
Til máls tóku: BBj, ÖJ, KDH, HÖG, BJ, SHP, BÁ, TGG
Lagt fram til kynningar erindi Umhverfisráðuneytisins varðandi Umhverfisþing 2011.
2. Erindi varðandi starfsemi loðdýrabús í Mosfellsdal201106008
1032. fundur bæjarráðs sendir erindi varðandi starfsemi loðdýrabús í Mosfellsdal til kynningar í umhverfisnefnd.
Til máls tóku: BBj, ÖJ, KDH, HÖG, BJ, SHP, BÁ, TGGLagt fram til kynningar erindi varðandi starfsemi loðdýrabús í Mosfellsdal. Málinu var vísað til umhverfisnefndar frá skipulagsnefnd til kynningar.
Umhverfisnefnd áréttar við heilbrigðiseftirlit Kjósasvæðis að vinnu við starfsleyfi fyrir loðdýrabúið Dalsbú ljúki sem allra fyrst og harmar að málið hafi dregist.
3. Ævintýragarður - fyrstu áfangar201005086
Lögð fram gögn frá Landmótun ehf. um fyrirhugaða uppbyggingaráfanga í Ævintýragarði. Málinu er vísað til umhverfisnefndar til kynningar frá skipulagsnefnd.
Til máls tóku: BBj, ÖJ, KDH, HÖG, BJ, SHP, BÁ, TGGLögð fram til kynningar gögn frá Landmótun ehf. um fyrirhugaða uppbyggingaráfanga í Ævintýragarði. Málinu var vísað til umhverfisnefndar frá skipulagsnefnd til kynningar.
5. Ósk um umsögn vegna umsóknar til fornleifarannsókna við Leiruvog201105284
Erindi Umhverfisstofnunar þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar um leyfi til fornleifarannsókna við Leiruvog. Sent til umhverfisnefndar til kynningar frá bæjarráði.
Lagt fram til kynningar frá bæjarráði erindi Umhverfisstofnunar vegna umsóknar um leyfi til fornleifarannsókna við Leiruvog.
6. Umhverfisviðurkenningar fyrir árið 2011201105045
Lögð fram tillaga að fyrirkomulagi umhverfisviðurkenninga fyrir árið 2011
Lögð fram til kynningar tillaga að fyrirkomulagi umhverfisviðurkenninga fyrir árið 2011.
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
4. Gróðursetningar í Ævintýragarði á hverfisverndarsvæði201106069
Lagt fram gróðursetningarplan Landmótunar dags.6.apríl 2010 vegna fyrirhugaðra framkvæmda og gróðursetningar á hverfisverndarsvæðum við Varmá í tengslum við uppbyggingu á Ævintýragarði. Málinu er vísað til umhverfisnefndar til umsagnar frá skipulagsnefnd.
Lagt fram gróðursetningarplan Landmótunar dags. 6. apríl 2010 vegna fyrirhugaðra framkvæmda og gróðursetningar á hverfisverndarsvæðum við Varmá í tengslum við uppbyggingu á Ævintýragarði. Málinu er vísað til umhverfisnefndar frá skipulagsnefnd til umsagnar.
Umhverfisnefnd frestar málinu og felur umhverfisstjóra að afla frekari gagna, s.s. um nánara skipulag gróðursetninga á hverfisverndarsvæði, og í kjölfar þess leita umsagna frá Veiðimálastofnun og Umhverfisstofnun.
Samþykkt samhljóða.