Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

23. apríl 2018 kl. 08:00,
í Kjarna


Fundinn sátu

 • Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
 • Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Bjark­ar­holt 7-9 (17-19) /Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi.201801132

  Þam ehf. Garðastræti 37 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu verslunar- og 40 íbúða íbúðarhúsnæði auk bílakjallara á lóðinni nr. 7-9 við Bjarkarholt í samræmi við framlögð gögn. Stærð: Bíla- og geymslukjallari 1978,8 m2, 1. hæð verslun og stigahús 1723,5 m2, 2. hæð íbúðir 1236,7 m2, 3. hæð íbúðir 1215,7 m2, 4. hæð íbúðir 1215,7 m2, 5. hæð íbúðir 542,3 m2, 27279,5 m3.

  Sam­þykkt.

  • 2. Bjark­ar­holt 11-29, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi.201710129

   NMM Garðastræti 37 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu 15 og 36 íbúða fjöleignahús og 1. áfanga bílakjallara á lóðinni nr. 11-29 við Bjarkarholt í samræmi við framlögð gögn. Um er að ræða hús nr. 21-23 og 25-29. Stærðhúss nr. 21-23, 15 íbúðir. Kjallari 299,4 m2, 1. hæð 553,4 m2, 2. hæð 564,8 m2, 3. hæð 564,8 m2, 6059,1 m3. Stærð húss nr. 25,27 og 29, 36 íbúðir: Kjallari 684,5 m2, 1. hæð 831,8 m2, 2. hæð 892,1 m2, 3. hæð 892,1 m2. 4.hæð 892,1 m2, 5. hæð 702,9 m2, 14271,4 m3. Bílakjallari 1260,5 m2, 3844,5 m3.

   Sam­þykkt.

   • 3. Bratta­hlíð 19, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201802185

    Berglind Þrastardóttir Skeljatanga 36 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja úr timbri einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr.19 við Bröttuhlíð í samræmi við framlögð gögn. Stærð: Íbúð 196,9 m2, bílgeymsla 46,9 m2, 903,0 m3.

    Sam­þykkt.

    • 4. Bratta­hlíð 27, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201803152

     Þorkell Guðbrandsson Blikahöfða 7 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja úr timbri einbýlis með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 27 við Bröttuhlíð í samræmi við framlögð gögn. Stærð: Íbúð 203,8 m2, bílgeymsla/geymsla 41,0 m2, 849,5 m3.

     Sam­þykkt.

     • 5. Bugðufljót 4, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201804071

      LL39 ehf. Túngötu 5 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja tvær einnar hæðar einingar af geymslurýmum úr timbureiningum á lóðinni nr. 4 við Bugðufljót í samræmi við framlögð gögn. Stærð matshluta 01, 1016,0 m2, 4272,0 m3. Matshluti 02, 995,9 m2, 3390,9 m3.

      Bygg­inga­full­trúi ósk­ar eft­ir um­sögn skipu­lags­nefnd­ar um er­ind­ið en sótt er um leyfi fyr­ir geymslu­rým­um sem eru 490 cm há en í deili­skipu­lagi er gert ráð fyr­ir allt að 10 metra háu at­vinnu­hús­næði.

      • 6. Desja­mýri 3, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201804077

       Desjamýri 3 ehf. Túngötu 5 Reykjavík sækir um leyfi fyrir innri fyrirkomulagsbreytingum á einingum 0101 og 0102 að Desjamýri 3 í samræmi við framlögð gögn. Heildarstærðir hússins breytast ekki.

       Sam­þykkt.

       • 7. Efsta­land 2, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201804162

        Kristján Þór Jónsson Efstalandi 2 sækir um leyfi til að byggja 15,4 m2 og 38 m3 glerskýli við austurgafl hússins nr. 2 við Efstaland í samræmi við framlögð gögn. Fyrirhugaðar framkvæmdir voru grenndarkynntar en engar athugasemdir bárust.

        Sam­þykkt.

        • 8. Gerplustræti 13-15, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201803442

         Birkisalir ehf. Blikanesi 19 Garðabæ sækja um leyfi fyrir stækkun kjallara, útlits-,efnis- og fyrirkomulagsbreytingum á fjöleignahúsinu nr. 13-15 við Gerplustræti í samræmi við framlögð gögn. Stækkun nr. 13, 87,9 m2, 255,1 m3. Stækkun nr. 15, 162,0 m2, 472,4 m3.

         Sam­þykkt.

         • 9. Gerplustræti 17-19, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201803123

          V Níu fasteignir ehf. Hófgerði 2 Reykjavík sækja um leyfi til að byggja úr steinsteypu 21 íbúða fjöleignahús og bílakjallara á lóðinni nr. 17-19 við Gerplustræti í samræmi við framlögð gögn. Stærð bílakjallara 930,3 m2, 3109,9 m3. Hús nr. 17: Kjallari 289,7 m2, 1. hæð 293,8 m2, 2. hæð 305,3 m2, 3. hæð 305,3 m2, 278,5 m2, 4508,2 m3. Hús nr. 19: Kjallari 289,7 m2, 1. hæð 293,8 m2, 2. hæð 305,3 m2, 3. hæð 305,3 m2, 278,5 m2, 4508,2 m3.

          Sam­þykkt.

          • 10. Gerplustræti 21-23, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201804148

           V Níu fasteignir ehf. Hófgerði 2 Reykjavík sækja um leyfi til að byggja úr steinsteypu 21 íbúða fjöleignahús og bílakjallara á lóðinni nr. 21-23 við Gerplustræti í samræmi við framlögð gögn. Stærð bílakjallara 930,3 m2, 3109,9 m3. Hús nr. 21: Kjallari 289,7 m2, 1. hæð 293,8 m2, 2. hæð 305,3 m2, 3. hæð 305,3 m2, 278,5 m2, 4508,2 m3. Hús nr. 23: Kjallari 289,7 m2, 1. hæð 293,8 m2, 2. hæð 305,3 m2, 3. hæð 305,3 m2, 278,5 m2, 4508,2 m3.

           Sam­þykkt.

           • 11. Heið­ar­hvamm­ur, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201804238

            Ágúst Hálfdánarson Heiðarhvammi Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja úr timbri efri hæð á áður samþykkta einnar hæðar bílgeymslu að Heiðarhvammi í samræmi við framlögð gögn. Stækkun: Stærð efri hæðar 78,8 m2, 236,4 m3.

            Bygg­inga­full­trúi ósk­ar eft­ir um­sögn skipu­lags­nefnd­ar um er­ind­ið.

            • 12. Kvísl­artunga 11, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201804088

             Ingibjörn Alexía Kvíslartungu 11 og Atli Unnarsson Kvíslartungu 13 sækja um leyfi fyrir útlits- og innri fyrirkomulagsbreytingum á húsunum nr. 11-13 við Kvíslartungu í samræmi við framlögð gögn. Heildarstærðir húsanna breytast ekki.

             Sam­þykkt.

             • 13. Laxa­tunga 66, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201804160

              Örn Sigurðsson Bláskógum 7 Reykjavík sækir um leyfi fyrir innri fyrirkomulagsbreytingum á húsinu nr. 66 við Laxatungu í samræmi við framlögð gögn. Heildarstærðir hússins breytast ekki.

              Sam­þykkt.

              • 14. Laxa­tunga 119, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201804258

               Fagverk verktakar Spóahöfða 18 Mosfellsbæ spyrja hvort leyft verði að byggja einnar hæðar einbýlishús úr steinsteypu á lóðinni nr 119 við Laxatungu í samræmi við framlögð gögn. Um er að ræða 288,0 m2 hús sem nær út fyrir byggingarreit. Í deiliskipulagi er gert ráð fyrir nýtingarhlutfalli á lóðinni sem er 0,4 en byggingarreiturinn er aðeins 247,8 m2 sem er nýtingarhlutfall 0,32.

               Bygg­inga­full­trúi ósk­ar eft­ir um­sögn skipu­lags­nefnd­ar um er­ind­ið.

               • 15. Laxa­tunga 145, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201804211

                Ískjölur byggingafélag ehf. Silungakvísl 1 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 145 við Laxatungu í samræmi við framlögð gögn. Stærð: Íbúð 184,9 m2, bílgeymsla 30,1 m2, 780,5 m3.

                Sam­þykkt.

                • 16. Laxa­tunga 199, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201804225

                 Tobias Helmer Laxatungu 199 Mosfellsbæ sækir um leyfi fyrir útlits og fyrirkomulagsbreytingum á húsinu nr. 199 við Laxatunu í samræmi við framlögð gögn. Stærðir hússins breytast ekki.

                 Sam­þykkt.

                 • 17. Snæfríð­argata 30, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201801280

                  Skjaldargjá ehf. Hjallalandi 19 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 30 við Snæfríðargötu í samræmi við framlögð gögn. Stærð: Íbúð 1. hæð 82,4 m2, bílgeymsla 25,5 m2, 2. hæð 124,8 m2, 778,2 m3.

                  Sam­þykkt.

                  • 18. Sölkugata 19/Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201804241

                   Arnar Hauksson Litlakrika 42 Mosfellsbæ sækir um leyfi fyrir stækkun, útlits- og fyrirkomulagsbreytingum á áður samþykktu einbýlishúsi við Sölkugötu 19 í samræmi við framlögð gögn. Stækkun húss 55,4 m2, 205,9 m3.

                   Bygg­inga­full­trúi ósk­ar eft­ir um­sögn skipu­lags­nefnd­ar um er­ind­ið þar sem sótt er um leyfi fyr­ir stækk­un sem er 30 m2 um­fram leyfi­legt nýt­ing­ar­hlut­fall.
                   Leyfi­legt nýt­ing­ar­hlut­fall er 0,5 en sam­kvæmt beiðni um stækk­un yrði það 0,536.

                   • 19. Sum­ar­hús í landi Úlfars­fells 125500, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201804324

                    Haraldur V Haraldsson Hrafnshöfða 14 Mosfellsbæ sækir um leyfi fyrir útlits og fyrirkomulagsbreytingum á sumarbústað nr. 125500 í landi Úlfarsfells í samræmi við framlögð gögn. Stærðir hússins breytast ekki.

                    Sam­þykkt.

                    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00