27. október 2017 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) varaformaður
- Samson Bjarnar Harðarson (SBH) aðalmaður
- Júlía Margrét Jónsdóttir aðalmaður
- Hilmar Stefánsson (HS) 1. varamaður
- Jóhannes Bjarni Eðvarðsson (JBE) vara áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson Byggingafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Aðalskipulag Mosfellsbæjar 2011-2030 - breyting vegna stækkunar á vaxtamörkum svæðisskipulags.201710136
Lögð fram lýsing verkefnis og matslýsing vegna breytinga á Aðalskipulagi vegna landnotkunar á Hólmsheiði.
Lýsing verkefnis og matslýsing samþykkt og skipulagsfulltrúa falið að kynna hana með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum og afla umsagna.
2. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030 - Laugavegur-Skipholt reitur 25201710106
Borist hefur erindi frá Reykjavíkurborg dags. 6.október 2017 varðandi breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030, Laugavegur-Skipholt, reitur 25.
Lagt fram. Ekki er gerð athugasemd við erindið.
3. Endurskoðun Aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps201512340
Borist hefur erindi frá Grímsnes- og Grafningshreppi dags. 12. október 2017 varðandi endurskoðun aðalskipulags Grímsnes-og Grafningshrepps.
Frestað.
4. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030 - Hraunbær - Bæjarháls201710157
Borist hefur erindi frá Reykjavíkurborg dags. 12.október 2017 varðandi breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030, Hraunbær-Bæjarháls.
Lagt fram. Ekki er gerð athugasemd við erindið.
5. Aðalskipulag Ölfuss 2010-2022 - breyting á aðalskipulagi vegna hafnarsvæðis í Þorlákshöfn.201710215
Borist hefur erindi Sveitarfélaginu Ölfuss dags. 19. október 2017 varðandi breytingu á Aðalskipulagi Ölfuss 2010-2022, hafnarsvæði í Þorlákshöfn.
Lagt fram. Ekki er gerð athugasemd við erindið.
6. Sunnukriki 3 /Umsókn um byggingarleyfi201709287
Sunnubær ehf. Borgartúni 29 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja þjónustuhús og hótel á lóðinni nr. 3 við Sunnukrika í samræmi við framlögð gögn. Byggingarfulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar um erindið. Frestað á 445. og 446. fundi.
Nefndin samþykkir að meðhöndla málið skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Nefndin leggur áherslu á að útlit húsa og lóðar sé til fyrirmyndar og óskar eftir að fá til yfirferðar lóðarhönnun á seinni stigum.Jafnframt leggur nefndin til að umferðarsérfræðingi verði falið að skoða umferðarflæði og umferðaröryggi í og við Sunnukrika.
- Fylgiskjal19-00.pdfFylgiskjal19-01.pdfFylgiskjal19-02.pdfFylgiskjal19-03.pdfFylgiskjal19-04.pdfFylgiskjal19-05.pdfFylgiskjal19-06.pdfFylgiskjal19-07.pdfFylgiskjal19-08.pdfFylgiskjal19-09.pdfFylgiskjal19-10.pdfFylgiskjal19-11.pdfFylgiskjal19-12.pdfFylgiskjal19-13.pdfFylgiskjal19-14.pdfFylgiskjal19-15.pdfFylgiskjalSkráningartafla.pdf
7. Ásar 4 - fyrirspurn vegna byggingar á raðhúsum á lóðinni að Ásum 4.201710204
Borist hefur erindi frá Pétri Steinþórssyni dags. 18. október 2017 varðandi byggingu raðhúss á lóðinni að Ásum 4.
Skipulagsnefnd synjar erindinu.
8. Lynghóll lnr. 125346 - breyting á deiliskipulagi201710254
Borist hefur erindi frá Agli Guðmundssyni dags. 23. október 2017 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir Lynghól lnr. 125346.
Skipulagsnefnd er jákvæð gagnvart erindinu og heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi.
9. Ævintýragarður - deiliskipulag201710251
Lögð fram kostnaðaráætlun og minnisblað umhverfisstjóra vegna deiliskipulagsvinnu við Ævintýragarð. Skipulagsfulltrúi óskar eftir samþykki skipulagsnefndar til að hefja vinnu við gerð deiliskipulags Ævintýragarðsins.
Skipulagsnefnd heimilar skipulagsfulltrúa að hefja vinnu við gerð deiliskipulags fyrir Ævintýragarðinn.
10. Meltúnsreitur - ósk Skógræktarfélags Mosfellsbæjar um skipulagningu mannvirkis á reitnum.201710257
Borist hefur erindi frá Skógræktarfélagi Mosfellsbæjar dags. 19. október 2017 varðandi skipulagningu mannvirkis á Meltúnsreit.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að óska eftir fundi með byggingarfulltrúa, formanni og varaformanni skipulagsnefndar og stjórn Skógræktarfélags Mosfellsbæjar.
11. Samgöngur Leirvogstungu201611252
Á 444. fundi skipulagsnefndar 15. september 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Erindinu vísað til væntanlegrar vinnu við gerð samgönguáætlunar fyrir Mosfellsbæ og endurskoðunar á leiðakerfi Strætó bs. Jafnframt felur nefndin skipulagsfulltrúa að óska eftir fundi með samtökum sveitafélaga á vesturlandi um málið." Skipulagsfulltrúi hefur átt fund með framkvæmdastjóra samtaka sveitarfélaga á vesturlandi. Borist hefur nýtt erindi.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að senda formlegt erindi á strætó BS og stjórn SSV þar sem óskað er eftir viðræðum um málið.
12. Bugðufljót 21, Umsókn um byggingarleyfi201709310
Ístak hf. Bugðufljóti 19 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja úr Moelven timbureiningum aðstöðu fyrir mötuneyti á lóðinni nr. 21 við Bugðufljót í samræmi við framlögð gögn. Stærð 146,8 m2, 381,7 m3. Byggingarfulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar um erindið. Frestað á 446. fundi. Bæjarstjórn og skipulagsnefnd hafa heimsótt vinnubúðir Ístaks.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við afgreiðslu málsins þegar fullnægjandi hönnunargögn liggja fyrir þar sem lögð verði áhersla á vandaðan frágang lóðar, aðgengi og umhverfi.
13. Egilsmói 4 Mosfellsdal - breyting á deiliskipulagi.201708361
Á 445. fundi skipulagsnefndar 29. september 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Nefndin synjar erindinu þar sem það samræmist ekki ákvæðum aðalskipulags um stærðir lóða í Mosfellsdal en þar er miðað við að þéttleiki byggðar verði um 1 íbúð per. ha." Borist hefur nýtt erindi.
Frestað.
14. Bjarkarholt/Háholt - nafngiftir og númer lóða.201710256
Lagt fram minnisblað byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa varðandi nafngiftir og númer lóða við Bjarkarholt/Háholt.
Frestað.
15. Vogatunga 75-77, Umsókn um byggingarleyfi201710203
VK verkfræðistofa Síðumúla 13 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr timbri parhús með innbyggðum bílgeymslum á lóðunum nr. 75 og 77 við Vogatungu í samræmi við framlögð gögn. Stærð nr. 75: Íbúð 139,0 m2, 31,2 m2, 580,1 m3. Stærð nr. 77: Íbúð 139,0 m2, 31,2 m2, 580,1 m3.Byggingafulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar um erindið þar sem sótt er um leyfi fyrir húsum með flötu þaki en í deiliskipulagi er gert ráð fyrir risþökum.
Frestað.
Fundargerðir til staðfestingar
16. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 319201710020F
Lagt fram.
16.1. Ástu-Sólliljugata 2-4, Umsókn um byggingarleyfi 201708298
Gerplustræti 1-5 slf. Borgartúni 20 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu tvílyft fjórbýlishús með innbyggðum bílgeymslum á lóðinni nr. 2-4 við Ástu-Sólliljugötu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð. 1. hæð bílgeymslur 58,4 m2, íbúðir 228,6 m2, 2. hæð 281,4 m2, 1914,7 m3.16.2. Ástu-Sólliljugata 6-8, Umsókn um byggingarleyfi 201710084
Gerplustræti 1-5 slf. Borgartúni 20 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu tvílyft fjórbýlishús með innbyggðum bílgeymslum á lóðinni nr. 6-8 við Ástu-Sólliljugötu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð. 1. hæð bílgeymslur 58,4 m2, íbúðir 228,6 m2, 2. hæð 281,4 m2, 1914,7 m3.16.3. Ástu-Sólliljugata 10-12, Umsókn um byggingarleyfi 201710086
Gerplustræti 1-5 slf. Borgartúni 20 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu tvílyft fjórbýlishús með innbyggðum bílgeymslum á lóðinni nr. 10-12 við Ástu-Sólliljugötu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð. 1. hæð bílgeymslur 58,4 m2, íbúðir 228,6 m2, 2. hæð 281,4 m2, 1914,7 m3.16.4. Gerplustræti 31-37 (breytingar), Umsókn um byggingarleyfi 201710058
Mannverk ehf. Hlíðarsmára 12 Kópavogi sækir um leyfi fyrir fyrirkomulagsbreytingum á íbúðum 0205 og 0305, glelrlokun á svalagöngum og skipulagsbreytingum á lóð í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir hússins breytast ekki.16.5. Hvirfill, Umsókn um byggingarleyfi 2017081498
Bjarki Bjarnason Hvirfli Mosfellsbæ sækir um leyfi til að breyta hesthúsi að Hvirfli í vinnustofu og íbúð listamanns í samræmi við framlögð gögn. Jafnframt er sótt um leyfi til að byggja 4,4 m2 vindfang úr timbri við austur hlið hússins.
Stærð hússsins er 149,7 m2, 446,1 m3.
Á fundi 445. fundi skipulagsnefndar var gerð eftirfarandi bókun.
"Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við afgreiðslu málsins þegar fullnægjandi hönnunargögn liggja fyrir".16.6. Laxatunga 165, Umsókn um byggingarleyfi 201709328
Kári P. Ólafsson Lágholti 3 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja úr timbri einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 165 við Laxatungu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð: Íbúð 162,1 m2, bílgeymsla 36,2 m2, 809,8 m3.16.7. Skálahlíð 28, Umsókn um byggingarleyfi 201710067
Þórarinn Eggertsson Traðarholti 276 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 28 við Skálahlíð í samræmi við framlögð gögn.
Stærð: Íbúðrrými 191,2 m2, bílgeymsla 42,7 m2, 828,2 m3.16.8. Uglugata 11-11a, Umsókn um byggingarleyfi 201709358
Deshús byggingarfélag ehf. Vesturgötu 73 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr stáli parhús með innbyggðum bílgeymslum á lóðunum nr. 11 og 11A við Uglugötu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð nr. 11: Íbúð 1. hæð 70,0 m2, bílgeymsla 25,5 m2, 2. hæð 96,2 m2, 616,7 m3.
Stærð nr. 11A: Íbúð 1. hæð 70,0 m2, bílgeymsla 25,5 m2, 2. hæð 96,2 m2, 616,7 m3.16.9. Vogatunga 75-77, Umsókn um byggingarleyfi 201710203
VK verkfræðistofa Síðumúla 13 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr timbri parhús með innbyggðum bílgeymdlum á lóðunum nr. 75 og 77 við Vogatungu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð nr. 75: Íbúð 139,0 m2, 31,2 m2, 580,1 m3.
Stærð nr. 77: Íbúð 139,0 m2, 31,2 m2, 580,1 m3.