27. nóvember 2012 kl. 17:15,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Eva Magnúsdóttir (EMa) formaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
- Hafsteinn Pálsson (HP) aðalmaður
- Elísabet Sigurveig Ólafsdóttir (ESÓ) aðalmaður
- Sæunn Þorsteinsdóttir aðalmaður
- Sólborg Alda Pétursdóttir vara áheyrnarfulltrúi
- Lísa Sigríður Greipsson áheyrnarfulltrúi
- Guðrún Þórhildur Elfarsdóttir (GÞE) áheyrnarfulltrúi
- Þóranna Rósa Ólafsdóttir (ÞRÓ) vara áheyrnarfulltrúi
- Helga Jóhanna Magnúsdóttir fræðslusvið
- Þrúður Hjelm vara áheyrnarfulltrúi
- Magnea S Ingimundardóttir (MI) fræðslusvið
- Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri fræðslusviðs
Fundargerð ritaði
Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri fræðslusviðs.
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Kynning á framkvæmdum við leik- og grunnskóla árið 2012 og áætlanir árið 2013201211194
Á fundinn mætir Jóhanna B. Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs og kynnir helstu framkvæmdir við leik- og grunnskóla árið 2012 og áætlanir árið 2013.
Á fundinn mætti Jóhanna B. Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs og kynnti helstu framkvæmdir við leik- og grunnskóla árið 2012 og áætlanir árið 2013.
Til máls tóku: JBH, EMa, BÞÞ, SAP.
Lagt fram.
2. Kynning á Skólapúlsi - matstæki fyrir grunnskóla201211195
Á fundinn mæta skólastjórar grunnskóla og gera grein fyrir notkun Skólapúlsins sem tækis til innra mats grunnskóla. Einnig verður rætt um aðrar leiðir sem eru farnar eða fyrirhugaðar eru af grunnskólum.
Á fundinn mættu skólastjórar grunnskóla og gerðu grein fyrir notkun Skólapúlsins sem tækis til innra mats grunnskóla. Einnig var rætt um aðrar leiðir sem eru farnar eða fyrirhugaðar eru af grunnskólum.
Skólarnir hafa mismunandi leiðir til sjálfsmats, þar sem meðal annars er metin líðan nemenda. Bent var á að vart verði við meiri kvíða og vanlíðan meðal nemenda grunnskólabarna núna í haust.
Til máls tóku: ÞRÓ, JM, EMa, HP, BB, BÞÞ.
Lagt fram.
3. Öndvegisskóli - Varmárskóli201211196
Öndvegisverkefni í raungreinum, tækni og vísindum í Varmárskóla kynnt.
Öndvegisverkefni í raungreinum, tækni og vísindum í Varmárskóla kynnt.
Til máls tóku: ÞRÓ, EMa, HP.
Lagt fram.
4. Ályktun fundar bekkjafulltrúa við Varmárskóla201210078
Bæjarráð vísaði ályktun bekkjarfulltrúa við Varmárskóla til umsagnar til framkvæmdastjóra sviðs og í framhaldi skyldi umsögnin lögð fyrir fræðslunefnd.
Bæjarráð vísaði ályktun bekkjarfulltrúa við Varmárskóla til umsagnar til framkvæmdastjóra sviðs og í framhaldi skyldi umsögnin lögð fyrir fræðslunefnd.
Til máls tóku: BÞÞ, SAP, EMa, LG, SÞ.
Umsögn lögð fram.
Fræðslunefnd leggur áherslu á að það sé gott samstarf í skólunum okkar og er nefndinni umhugað um að hlýða á raddir skólasamfélagsins. Það er mikilvægt að foreldrar séu virkir og komi með ábendingar til skólanna. Skólarnir í Mosfellsbæ eru afar góðir á landsvísu og það er metnaður okkar að svo verði áfram.