24. maí 2012 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
- Jónas Sigurðsson (JS) áheyrnarfulltrúi
- Hafsteinn Pálsson (HP) 1. varamaður
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Ólafur Gunnarsson (ÓG) framkvæmdastjóri umhverfissviðs
Fundargerð ritaði
Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Tillögur rýnihóps um gerð og framkvæmd svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins201109392
Lögð fram umsögn skipulagsnefndar, sem bæjarráð óskaði eftir á 1071. fundi.
Til máls tóku: BH, HP, JS, ÓG og HSv.
Samþykkt með þremur atkvæðum að bæjarstjóri undirriti samkomulag um gerð og framkvæmd svæðisskipulags höfiðborgarsvæðisins og komi á framfæri þeim ábendingum sem fram hafa komið í skipulagsnefnd og bæjarráði.
2. Nýbygging við íþróttamiðstöðina að Varmá201202172
Óskað er heimildar til útboðs á kaupum og uppsetningu íþróttahúss að Varmá.
Til máls tóku: BH, HP, JS og JBH.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila umhverfissviði að bjóða út byggingu nýs íþróttahúss að Varmá.
3. Erindi varðandi kaup á landspildu úr landi Sólvalla201205120
Sæmundur Gústarsson býður landspildu úr landi Sólvalla til sölu.
Til máls tóku: BH, HSv, JS, og JJB.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila bæjarstjóra að ræða við bréfritara og afla frekari upplýsinga.
4. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2013 (og næstu 3ja ára)201205141
Fjármálastjóri leggur fram vinnuferli vegna undirbúnings að fjárhagsáætlun 2013.
Til máls tóku: BH, HSv og PJL.
Pétur Lockton fjármálastjóri mætti á fundinn undir þessum lið.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vinnulag við gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár verði með þeim hætti sem greint er í minnisblaði bæjarstjóra og fjármálastjóra.
5. Rekstur deilda janúar-mars201205142
Fjármálastjóri/ bæjarstjóri fer yfir rekstur deilda janúar - mars.
Til máls tóku: BH, PJL, JS og JJB.
Pétur Lockton fjármálastjóri mætti á fundinn undir þessum lið.
Yfirlit yfir rekstur deilda lagt fram til kynningar.