Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

24. nóvember 2011 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Herdís Sigurjónsdóttir formaður
  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
  • Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
  • Ólafur Gunnarsson (ÓG) aðalmaður
  • Jónas Sigurðsson (JS) áheyrnarfulltrúi
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari

Fundargerð ritaði

Stefán Ómar Jónsson bæjarritari


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Er­indi varð­andi bráða­birgð­ar­heim­reið að Helga­felli fram­hjá Fells­ási 2201106051

    Áður á dagskrá 1051. fundar bæjarráðs þar sem gerð var grein fyrir stöðu málsins. Á fundinum verður gerð grein fyrir stöðunni í dag auk þess em óskað verður eftir heimild til þess að undirbúa eignarnámsferli.

    Til máls tóku: HS og SÓJ.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila stór­n­sýslu­sviði að und­ir­búa eign­ar­náms­ferli varð­andi hluta lóð­ar­inn­ar að Fells­ási 2.

    • 2. Styrk­beiðni Stíga­móta fyr­ir árið 2012201111145

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til fjöl­skyldu­nefnd­ar til um­sagn­ar og af­greiðslu.

      • 3. Er­indi LSS varð­andi styrk201111164

        Til máls tóku: HS, BH og JJB.

        Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til fram­kvæmda­stjóra fræðslu­sviðs til um­sagn­ar.

        • 4. End­ur­skoð­un fjár­hags­áætl­un­ar 2011 (ii)201111176

          Fjármálastjóri mætir á fundinn og fylgir endurskoðuninni úr hlaði.

          Á fund­inn und­ir þess­um dag­skrárlið var mætt­ur Pét­ur J. Lockton (PJL) fjár­mála­stjóri.

           

          Til máls tóku: HS, PJL, BH, JJB, JS og ÓG.

          Fjár­mála­stjóri fór yfir drög að end­ur­skoð­un fjár­hags­áætl­un­ar Mos­fells­bæj­ar fyr­ir yf­ir­stand­andi ár, út­skýrði hana í ein­stök­um at­rið­um og svar­aði fyr­ir­spurn­um. End­ur­skoð­un fjár­hags­áætl­un­ar fyr­ir árið 2011 sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um.

          • 5. Er­indi Veislugarðs varð­andi nið­ur­fell­ingu á leigu á Hlé­garði201104216

            Áður á dagskrá 1027. fundar bæjarráðs þar sem bæjarstjóra var falið að skoða málið. Farið verður yfir niðurstöður af samræðum bæjarstjóra við forssvarsmann Veislugarðs. Engin viðbótargögn lögð fram.

            Á fund­inn und­ir þess­um dag­skrárlið var mætt­ur Pét­ur J. Lockton (PJL) fjár­mála­stjóri.

             

            Til máls tóku: HS, JJB, PJL, SÓJ, BH og JS.

            Af­greiðslu frestað til næsta fund­ar.

            • 6. Nið­ur­greiðsl­ur til for­eldra á gjaldi til dag­for­eldra og leik­skóla201111185

              Til máls tók: HS.

              Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til fræðslu­nefnd­ar til um­sagn­ar og er­ind­inu jafn­framt vísað til fjár­hags­áætl­un­ar 2012.

              • 7. Þjón­ustu­könn­un sveit­ar­fé­laga 2011201111175

                Þjónustukönnun sveitarfélaga 2011 til kynningar. Vilborg Helga Harðardóttir frá Capacent mætir á fundinn og kynnir helstu niðurstöður.

                Á fund­inn und­ir þess­um dag­skrárlið var mætt Vil­borg Helga Harð­ar­dótt­ir (VHH) frá Capacent.

                 

                Til máls tóku: HS, VHH, JJB, BH, ÓG og JS. 

                Vil­borg Helga fór yfir og út­skýrði nýj­ustu þjón­ustu­könn­un sveit­ar­fé­laga fyr­ir árið 2011 og svar­aði fyr­ir­spurn­um varð­andi könn­un­ina.

                Þjón­ustu­könn­un­in lögð fram. Bæj­ar­ráð fagn­ar góðri nið­ur­stöðu Mos­fells­bæj­ar í könn­un­inni.

                Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30