24. nóvember 2011 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Herdís Sigurjónsdóttir formaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
- Ólafur Gunnarsson (ÓG) aðalmaður
- Jónas Sigurðsson (JS) áheyrnarfulltrúi
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi varðandi bráðabirgðarheimreið að Helgafelli framhjá Fellsási 2201106051
Áður á dagskrá 1051. fundar bæjarráðs þar sem gerð var grein fyrir stöðu málsins. Á fundinum verður gerð grein fyrir stöðunni í dag auk þess em óskað verður eftir heimild til þess að undirbúa eignarnámsferli.
Til máls tóku: HS og SÓJ.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila stórnsýslusviði að undirbúa eignarnámsferli varðandi hluta lóðarinnar að Fellsási 2.
2. Styrkbeiðni Stígamóta fyrir árið 2012201111145
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til fjölskyldunefndar til umsagnar og afgreiðslu.
3. Erindi LSS varðandi styrk201111164
Til máls tóku: HS, BH og JJB.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til framkvæmdastjóra fræðslusviðs til umsagnar.
4. Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2011 (ii)201111176
Fjármálastjóri mætir á fundinn og fylgir endurskoðuninni úr hlaði.
Á fundinn undir þessum dagskrárlið var mættur Pétur J. Lockton (PJL) fjármálastjóri.
Til máls tóku: HS, PJL, BH, JJB, JS og ÓG.
Fjármálastjóri fór yfir drög að endurskoðun fjárhagsáætlunar Mosfellsbæjar fyrir yfirstandandi ár, útskýrði hana í einstökum atriðum og svaraði fyrirspurnum. Endurskoðun fjárhagsáætlunar fyrir árið 2011 samþykkt með þremur atkvæðum.
5. Erindi Veislugarðs varðandi niðurfellingu á leigu á Hlégarði201104216
Áður á dagskrá 1027. fundar bæjarráðs þar sem bæjarstjóra var falið að skoða málið. Farið verður yfir niðurstöður af samræðum bæjarstjóra við forssvarsmann Veislugarðs. Engin viðbótargögn lögð fram.
Á fundinn undir þessum dagskrárlið var mættur Pétur J. Lockton (PJL) fjármálastjóri.
Til máls tóku: HS, JJB, PJL, SÓJ, BH og JS.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
6. Niðurgreiðslur til foreldra á gjaldi til dagforeldra og leikskóla201111185
Til máls tók: HS.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til fræðslunefndar til umsagnar og erindinu jafnframt vísað til fjárhagsáætlunar 2012.
7. Þjónustukönnun sveitarfélaga 2011201111175
Þjónustukönnun sveitarfélaga 2011 til kynningar. Vilborg Helga Harðardóttir frá Capacent mætir á fundinn og kynnir helstu niðurstöður.
Á fundinn undir þessum dagskrárlið var mætt Vilborg Helga Harðardóttir (VHH) frá Capacent.
Til máls tóku: HS, VHH, JJB, BH, ÓG og JS.
Vilborg Helga fór yfir og útskýrði nýjustu þjónustukönnun sveitarfélaga fyrir árið 2011 og svaraði fyrirspurnum varðandi könnunina.
Þjónustukönnunin lögð fram. Bæjarráð fagnar góðri niðurstöðu Mosfellsbæjar í könnuninni.