27. apríl 2017 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bjarki Bjarnason (BBj) formaður
- Örn Jónasson (ÖJ) varaformaður
- Sigurður B Guðmundsson aðalmaður
- Nína Rós Ísberg aðalmaður
- Ursula Elísabet Junemann (UEJ) aðalmaður
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið
Fundargerð ritaði
Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Ársskýrsla heilbrigðieftirlits Kjósarsvæðis fyrir árið 2016201704183
Ársskýrsla Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis fyrir árið 2016 lögð fram til kynningar.
Þorsteinn Narfason framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis mætti til fundarins undir þessum lið og gerði grein fyrir helstu niðurstöðum ársskýrslu eftirlitsins.
Gestir
- Þorsteinn Narfason
2. Áætlun um loftgæði á Íslandi201704144
Lögð fram til kynningar drög Umhverfisstofnunar að áætlun um loftgæði á Íslandi til 12 ára.
Þorsteinn Narfason mætti til fundarins undir þessum lið og fór yfir drög Umhverfisstofnunar að áætlun um loftgæði. Málið rætt.
Gestir
- Þorsteinn Narfason
3. Umsögn um frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs og ráðstafanir gegn umhverfismengun, 2. maí201704109
Drög að frumvarpi til laga um meðhöndlun úrgangs og ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur lögð fram til kynningar
Umhverfisstjóri gerði grein fyrir frumvarpi um breytingar á lögum um meðhöndlun úrgangs.Málið rætt.
4. Skógræktarstefna fyrir Mosfellsbæ201703398
Umræða um skógræktarstefnu fyrir Mosfellsbæ
Bjarki Bjarnason kynnti hugmynd að gerð nýrrar Skógræktarstefnu fyrir Mosfellsbæ. Umhverfisnefnd er hlynnt gerð skógræktarstefnu og ákvað að ræða útfærslu verkefnisins frekar á næsta fundi umhverfisnefndar.
5. Opinn fundur umhverfisnefndar 2017201703029
Umræða um opinn fund umhverfisnefndar sem fyrirhugaður er í maí 2017.
Rætt um fyrirhugaðan opinn fund umhverfisnefndar þann 11. maí 2017 kl. 17:00 sem haldinn verður í Framhaldsskóla Mosfellsbæjar.
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
6. Umsögn um tillögu til þingsályktunar um stefnumörkun og aðgerðaáætlun um kolefnishlutlaust Ísland fyrir 28. apríl201704091
Þingályktunartillaga um stefnumörkun og aðgerðaráætlun um kolefnishlutlaust Ísland sent úr bæjarráði til umhverfisnefndar til upplýsinga.
Lagt fram til kynningar.