22. desember 2010 kl. 20:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
- Hafsteinn Pálsson (HP) 1. varamaður
- Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) áheyrnarfulltrúi
- Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Laxnes I - sameigendur landsins o.fl.201009288
Síðast á dagdkrá 1006. fundar bæjarráðs þar sem Þórunn Guðmundsdóttir kynnti stöðu mála. Hér lagt fyrir samkomulag um deiliskipulag, reiðveg og um viðhald vegar.
Til máls tóku: BH, HP, JS, HSv, JJB og KT.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti samkomulag við sameigendur að Laxnesi I varðandi gerð deiliskipulags vegna vegar, reiðvegar o.fl.
2. Hjúkrunarheimili í Mosfellsbæ200802201
Umfjöllun fjölskyldunefndar ásamt minnisblaði framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs um leið A og B.
Til máls tóku: BH, HP, JS, HSv, JJB og KT.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fara leið B varðandi byggingu hjúkrunarheimilis.
3. Einkasjúkrahús og hótel PrimaCare í Mosfellsbæ200910037
Áður á dagskrá 990. bæjarráðs þar sem Guðmundur Sigurðsson frá Lex var gestur fundarins og þar sem bæjarráð samþykkti að fela bæjarstjóra að ganga frá samningum við PrimaCare.
<DIV><DIV><DIV>Til máls tóku: BH, HP, JS, HSv, JJB og KT.</DIV><DIV>Samþykkt með þremur atkvæðum að staðfesta framlagðan lóðarleigusamning ásamt kaupréttarsamningi honum tengdum, milli Mosfellsbæjar og PrimaCare efh.</DIV></DIV></DIV>
4. Erindi Lögreglustjórans, umsagnarbeiðni v Kaffi Kidda Rót, tímabundið áfengisveitingaleyfi201012188
Bæjarráð Mosfellsbæjar gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemd við umsókn um tímabundið áfengisveitingaleyfi.
5. Erindi Hauks Skúlasonar varðandi systkynaafslátt201012269
Erindinu frestað.
6. Erindi Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, umsagnarbeiðni vegna Þrettándabrennu201012271
Bæjarráð Mosfellsbæjar gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemd við umsókn um þrettándabrennu.