23. september 2010 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Herdís Sigurjónsdóttir formaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
- Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) áheyrnarfulltrúi
- Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Minnisblað bæjarritara varðandi ráðningarreglur hjá Mosfellsbæ200803059
Til máls tóku: SóJ og HS.
Samþykkt með þremur atkvæðum breytingar á vinnureglum um mannauðsmál ásamt fylgiskjölum.
2. Kosningar til Stjórnlagaþings201009201
Kynnt eru lög um kosningar til Stjórnlagaþings, en kosningarnar skulu fara fram eigi síðar en 30. nóvember 2010.
Erindið lagt fram.
3. Sorpa bs. Árshlutareikningur janúar - júní 2010201009210
Til máls tóku: HS, JJB, BH, JS og HSv.
Árshlutareikningur Sorpu bs. fyrir janúar - júní 2010 lagður fram.
4. Almenn gagnsæisyfirlýsing201009272
Dagskrárliður að óska bæjarráðsmanns Jóns Jósefs Bjarnasonar, hjálögð er greinargerð hans.
Til máls tóku: JJB, HS, HSv og JS.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til vinnu lýðræðisnefndarinnar.
5. Gagnsæi launagreiðslna201009271
Dagskrárliður að óska bæjarráðsmanns Jóns Jósefs Bjarnasonar, hjálögð er greinargerð hans.
Til máls tóku: JJB, HS, JS, HSv, BH, SÓJ og KT.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs til umsagnar.