24. janúar 2019 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Örlygur Þór Helgason (ÖÞH) 3. varabæjarfulltrúi
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Valdimar Birgisson (VBi) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Heiðar Örn Stefánsson embættismaður
Fundargerð ritaði
Heiðar Örn Steánsson lögmaður Mosfellsbæjar
Við upphaf fundar var samþykkt einróma að tillaga fulltrúa Miðflokksins í bæjarráði þess efnis að Mosfellsbær nýti styrki sem bærinn veitir til skóræktar til að kolefnisjafna allann rekstur og umsvif bæjarins með samningi við Kolvið verði tekið fyrir á næsta fundi bæjarráðs en tillagan barst eftir að fundarboð var sent.
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Hamrabrekkur 5 - umsagnarbeiðni um rekstur gististaðar201809109
Umsögn um umsókn um leyfi fyrir rekstri gististaðar í Flokki II í frístundabyggð
Samþykkt með 3 atkvæðum 1383. fundar bæjarráðs að fela lögmanni Mosfellsbæjar að leiðbeina umsækjanda um það með hvaða hætti hann geti tryggt að jákvæð umsögn fáist, þ.e. með því að a) skila byggingarfulltrúa greinargerð um aðgengi hreyfihamlaðra og að henni samþykktri framkvæma breytingar í samræmi við hana og b) afla skriflegrar umsagnar eigenda lóða sem yrðu fyrir áhrifum af fyrirhugaðri starfsemi.
2. Umsókn um stækkun lóðar - Bjartahlíð 25201805176
Ósk um stækkun lóðar Björtuhlíðar 25 að göngustíg milli Björtuhlíðar og Hamratanga 12
Samþykkt með 3 atkvæðum á 1383. fundi bæjarráðs að fela umhverfissviði að vinna málið í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað. Málið verði að nýju lagt fyrir bæjarráð þegar búið er að mæla út viðbótina og grenndarkynna breytta stærð lóðar þannig að unnt sé að úthluta viðbótinni með nákvæmum hætti.
3. Helgafellsskóli, Nýframkvæmd201503558
Óskað er heimildar bæjarráðs til að forauglýsa fyrirhugað útboð á framkvæmd Helgafellsskóla 2-3.áfanga innan evrópska efnahagssvæðisins. Forauglýsing flýtir fyrir biðtíma auglýsingaferilsins og því nauðsynleg til að halda tímaramma. Kostnaðaráætlun verður borin undir bæjarráð til samþykkis áður en endanleg útboðsauglýsing verður gefin út.
Samþykkt með 3 atkvæðum á 1383. fundi bæjarráðs að forauglýsa fyrirhugað útboð á framkvæmd Helgafellsskóla 2-3.áfanga innan evrópska efnahagssvæðisins.
4. Þing um málefni barna og ósk um tilnefningu tengiliðs við embættið201901292
Þing um málefni barna og ósk um tilnefningu tengiliðs við embættið
Erindið lagt fram og rætt. Edda Davíðsdóttir tómstundafulltrúi tilnefnd sem tengiliður Mosfellsbæjar.
5. Skrá yfir þau störf sem ekki hafa verkfallsheimild 2019201901341
Listi yfir starfsmenn sem ekki hafa verkfallsrétt lagður fram til staðfestingar.
Meðfylgjandi listi samþykktur með 3 atkvæðum 1383. fundar bæjarráðs og mannauðsstjóra falið að birta hann að höfðu samráði við viðkomandi stéttarfélög. Þá er mannauðsstjóra heimilað að gera minniháttar breytingar á listanum sé það nauðsynlegt vegna athugasemda stéttarfélaga.