Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

24. janúar 2019 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

 • Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
 • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
 • Örlygur Þór Helgason (ÖÞH) 3. varabæjarfulltrúi
 • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
 • Valdimar Birgisson (VBi) áheyrnarfulltrúi
 • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
 • Heiðar Örn Stefánsson embættismaður

Fundargerð ritaði

Heiðar Örn Steánsson lögmaður Mosfellsbæjar

Við upp­haf fund­ar var sam­þykkt ein­róma að til­laga full­trúa Mið­flokks­ins í bæj­ar­ráði þess efn­is að Mos­fells­bær nýti styrki sem bær­inn veit­ir til skó­rækt­ar til að kol­efnis­jafna all­ann rekst­ur og um­svif bæj­ar­ins með samn­ingi við Kol­við verði tek­ið fyr­ir á næsta fundi bæj­ar­ráðs en til­lag­an barst eft­ir að fund­ar­boð var sent.


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Hamra­brekk­ur 5 - um­sagn­ar­beiðni um rekst­ur gisti­stað­ar201809109

  Umsögn um umsókn um leyfi fyrir rekstri gististaðar í Flokki II í frístundabyggð

  Sam­þykkt með 3 at­kvæð­um 1383. fund­ar bæj­ar­ráðs að fela lög­manni Mos­fells­bæj­ar að leið­beina um­sækj­anda um það með hvaða hætti hann geti tryggt að já­kvæð um­sögn fá­ist, þ.e. með því að a) skila bygg­ing­ar­full­trúa grein­ar­gerð um að­gengi hreyfi­haml­aðra og að henni sam­þykktri fram­kvæma breyt­ing­ar í sam­ræmi við hana og b) afla skrif­legr­ar um­sagn­ar eig­enda lóða sem yrðu fyr­ir áhrif­um af fyr­ir­hug­aðri starf­semi.

  • 2. Um­sókn um stækk­un lóð­ar - Bjarta­hlíð 25201805176

   Ósk um stækkun lóðar Björtuhlíðar 25 að göngustíg milli Björtuhlíðar og Hamratanga 12

   Sam­þykkt með 3 at­kvæð­um á 1383. fundi bæj­ar­ráðs að fela um­hverf­is­sviði að vinna mál­ið í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi minn­is­blað. Mál­ið verði að nýju lagt fyr­ir bæj­ar­ráð þeg­ar búið er að mæla út við­bót­ina og grennd­arkynna breytta stærð lóð­ar þann­ig að unnt sé að út­hluta við­bót­inni með ná­kvæm­um hætti.

  • 3. Helga­fells­skóli, Ný­fram­kvæmd201503558

   Óskað er heimildar bæjarráðs til að forauglýsa fyrirhugað útboð á framkvæmd Helgafellsskóla 2-3.áfanga innan evrópska efnahagssvæðisins. Forauglýsing flýtir fyrir biðtíma auglýsingaferilsins og því nauðsynleg til að halda tímaramma. Kostnaðaráætlun verður borin undir bæjarráð til samþykkis áður en endanleg útboðsauglýsing verður gefin út.

   Sam­þykkt með 3 at­kvæð­um á 1383. fundi bæj­ar­ráðs að foraug­lýsa fyr­ir­hug­að út­boð á fram­kvæmd Helga­fells­skóla 2-3.áfanga inn­an evr­ópska efna­hags­svæð­is­ins.

  • 4. Þing um mál­efni barna og ósk um til­nefn­ingu tengi­liðs við embætt­ið201901292

   Þing um málefni barna og ósk um tilnefningu tengiliðs við embættið

   Er­ind­ið lagt fram og rætt. Edda Dav­íðs­dótt­ir tóm­stunda­full­trúi til­nefnd sem tengi­lið­ur Mos­fells­bæj­ar.

  • 5. Skrá yfir þau störf sem ekki hafa verk­falls­heim­ild 2019201901341

   Listi yfir starfsmenn sem ekki hafa verkfallsrétt lagður fram til staðfestingar.

   Með­fylgj­andi listi sam­þykkt­ur með 3 at­kvæð­um 1383. fund­ar bæj­ar­ráðs og mannauðs­stjóra fal­ið að birta hann að höfðu sam­ráði við við­kom­andi stétt­ar­fé­lög. Þá er mannauðs­stjóra heim­ilað að gera minni­hátt­ar breyt­ing­ar á list­an­um sé það nauð­syn­legt vegna at­huga­semda stétt­ar­fé­laga.

  Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 08:13