20. júní 2012 kl. 08:00,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
- Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
- Árni Ísberg embættismaður
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Kvíslartunga 3, umsókn um byggingarleyfi fyrir innanhúss fyrirkomulagsbreytingu201206198
Halldór Karl Þórisson Kvískartungu 3 Mosfellsbæ sækir um leyfi fyrir innanhúss fyrirkomulagsbreytingum í anddyri og bílskúr hússins að Kvíslartungu 3 samkvæmt framlögðum gögnum.
Stærðir hússins breytast ekki.
Samþykkt.
2. Stórikriki 41 - byggingaleyfi fyrir minniháttar innan og utanhúsbreytingum201206143
Kristján Örn Jónsson Barðavogi 1 Reykjavík sækir um leyfi til að loka svölum og gera útlits- og fyrirkomulagsbreytingar á húsinu nr. 41 við Stórakrika samkvæmt framlögðum gögnum.
Rúmmál húsins eykst um 88,0 m3.
Stærð húss eftir breytingu: Bílgeymsla 59,5 m2, íbúðarhluti
kjallara 81,8 m2, íbúðarhluti 1. hæð 215,5 m2, glerskáli 28,4 m2,
samtals 1285,7 m3.
Samþykkt.
3. Tjaldanes, umsókn um byggingarleyfi201112275
Margrét Rósa Einarsdóttir Tjaldanesi Mosfellsbæ sækir um leyfi til að breyta notkun húsnæðis úr timbri að Tjaldanesi og nýta fyrir heimagistingu.
Um er að ræða húsnæði sem áður var nýtt sem vistheimili og er skráð sem matshluti 7.
Stærðir hússins breytast ekki.
Samþykkt, enda fari fram öryggisúttekt byggingafulltrúa og slökkviliðs
áður en gefin verður út jákvæð umsögn um veitingu rekstrarleyfis.
Samþykkt.