22. júní 2017 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) formaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) varamaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) 1. varamaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) varamaður
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði
Sigurður Júlíusson
Bryndís Brynjarsdóttir mætti til fundar kl. 7:50.
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Umsóknir um styrki 2017 til að undirbúa tillögur að verndarsvæði í byggð201703399
Styrkveiting Minjaverndar vegna Álafosskvosar lögð fyrir bæjarráð til afgreiðslu.
Jóhanna B. Hansen (JBH), framkvæmdastjóri umhverfissviðs, mætti á fundinn undir þessum lið.
Samþykkt með þremur atkvæðum að hefja vinnu við gerð tillögu um verndarsvæði í byggð með styrk frá Minjastofnun Íslands.
2. Umsögn um tillögu til þingsályktunar um mótun eigendastefnu ríkisins fyrir bújarðir.201706171
Umsagnar óskað fyrir 15. ágúst nk.
Lagt fram.
3. Innleiðing nýrrar persónuverndarlöggjafar201706186
Staða við innleiðingu persónuverndarlöggjafar kynnt.
Lagt fram.
4. Ábendingar varðandi nýjar reglur Mosfellsbæjar um sérstakan húsnæðisstuðning201706049
Ábendingar ÖBÍ varðandi sérstakan húsnæðisstuðning.
Samþykkt að fela framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs að svara erindinu í samræmi við framlagt minnisblað.
5. Breyting á A deild Brúar lífeyrissjóðs v breytinga á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins nr. 1/1997201704234
Karl Björnsson kynnir breytingar á A deild Brúar lífeyrissjóðs og áhrif þess á sveitarfélög.
Á fundinn mættu undir þessum lið Karl Björnsson (KB), framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga, Pétur J. Lockton (PJL), fjármálastjóri, Unnur V. Ingólfsdóttir, framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs, Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs og Hanna Gunnlaugsdóttir, mannauðsstjóri,
Karl Björnssonar kynnti breytingar á A- deild Brúar lífeyrissjóðs og áhrif þess á sveitarfélög. Umræður fóru fram.