25. október 2012 kl. 17:15,
4. hæð Mosfell
Fundinn sátu
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) formaður
- Haraldur Haraldsson varaformaður
- Júlía Margrét Jónsdóttir aðalmaður
- Sigurður L Einarsson aðalmaður
- Birta Jóhannesdóttir (BJó) áheyrnarfulltrúi
- Hjalti Árnason 1. varamaður
- Aldís Stefánsdóttir (ASt) forstöðumaður kynningarmála
Fundargerð ritaði
Aldís Stefánsdóttir forstöðumaður þjónustu- og upplýsingamála
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Málefni lýðræðisnefndar - Lýðræðisstefna201011056
Bæjarráð vísar erindi um málefni lýðræðisnefndar og lýðræðisstefnu til nefndarinnar. Erindið kynnir endurskoðun á verklagsreglum varðandi ritun fundargerða.
Bæjarráð vísar erindi um málefni lýðræðisnefndar og lýðræðisstefnu til nefndarinnar. Erindið kynnir endurskoðun á verklagsreglum varðandi ritun fundargerða. Einnig var rætt fyrirkomulag á ósk bæjarráðs um fyrirheit í lýðræðisstefnu um opinn nefndarfund fyrir almenning. Nefndin lýsir yfir ánægju sinni með endurskoðun verklagsreglna varðandi ritun fundargerða. Opinn fundur nefndarinnar verður haldinn mánudaginn 29.október nk.
2. Heilsueflandi samfélag.201210195
Á afmælisfundi Bæjarstjórnar var samþykkt að ganga til samninga við Heilsuvin um verkefnið "heilsueflandi samfélag" í Mosfellsbæ. Lögð fram drög að samningi milli Mosfellsbæjar og Heilsuvinjar.
Á afmælisfundi Bæjarstjórnar var samþykkt að ganga til samninga við Heilsuvin um verkefnið "heilsueflandi samfélag" í Mosfellsbæ. Lögð fram drög að samningi milli Mosfellsbæjar og Heilsuvinjar. Afgreiðslu samningsins frestað til næsta fundar.
3. Þróunar- og nýsköpunarviðurkenning Mosfellsbæjar201203083
Kynnt yfirlit umsókna um Þróunar- og nýsköpunarstyrk Mosfellsbæjar og farið yfir verklag við mat á umsóknunum, rætt um hæfi og vanhæfi nefndarmanna.
Kynnt yfirlit umsókna um Þróunar- og nýsköpunarstyrk Mosfellsbæjar og farið yfir verklag við mat á umsóknunum, rætt um hæfi og vanhæfi nefndarmanna.
Lagt til að tilurð þróunar- og nýsköpunarstyrks verði kynnt á opna fundinum. Ákveðið að halda tvo fundi í nóvember til að fara yfir umsóknirnar. Þriðjudagur 13.nóvember klukkan 7.30 og þriðjudagur 20.nóvember klukkan 7.30